Viðskipti innlent

Norwegian bætir við ferðum til Las Palmas og Tenerife frá Íslandi

Birgir Olgeirsson skrifar
Frá flugstöð Leifs Eiríkssonar.
Frá flugstöð Leifs Eiríkssonar. fréttablaðið/ernir
Norska flugfélagið Norwegian hefur tilkynnt nýjar áætlunarferðir á milli Íslands og Kanaríeyja og Tenerife. Frá 30. október næstkomandi mun Norwegian fljúga tvisvar í viku frá Íslandi til Las Palmas á miðvikudögum og laugardögum. Frá 27. október næstkomandi mun flugfélagið bjóða upp á fimm áætlunarferðir í viku frá Íslandi til Tenerife, á mánudögum, þriðjudögum, fimmtudögum, laugardögum og sunnudögum.

Í tilkynningu vegna málsins segir Norwegian að það sé orðið leiðandi í því að flytja farþega á milli Íslands og Spánar, en Norwegian hefur boðið upp á áætlunarferðir á milli landanna frá árinu 2016. Norwegian er einnig leiðandi í því að flytja farþega á milli Norðurlandanna og Spánar.

Með þessum nýju leiðum er Norwgian nú með sjö mismunandi áætlunarferðir frá Íslandi, en Norwegian flýgur einnig til Madrídar, Barcelona, Alicante, Osló og Bergen.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×