„Ætlum okkur að keppa um alla titla“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 19. júlí 2019 20:30 Grímur lyftir Íslandsmeistarabikarnum á loft. vísir/vilhelm Eftir langa leit að þjálfara réðu Íslandsmeistarar Selfoss Grím Hergeirsson fyrr í sumar. Hann tekur við liðinu af Patreki Jóhannessyni sem er farinn til Skjern í Danmörku. Grímur hefur lengi verið viðloðandi handboltann á Selfossi en þetta er í fyrsta skipti sem hann stýrir meistaraflokki. „Ég geri mér grein fyrir því að það er aldrei létt að taka við Íslandsmeistaraliði og það er erfitt að feta í fótspor Patreks. Hann er topp þjálfari. En ég ætla að taka slaginn og gera eins vel úr þessu og ég get,“ sagði Grímur í samtali við Guðjón Guðmundsson í Sportpakkanum. Selfoss hefur búið til fjölda sterkra handboltamanna á síðustu árum og sá árangur hefur vakið athygli út fyrir landssteinana. Ekkert hókus pókusGrímur lék með Selfossi á sínum tíma. Sonur hans, Hergeir, er fyrirliði liðsins í dag.vísir/bára„Ég held að þetta sé ekkert hókus pókus. Þetta byrjar á því að menn setja sér stefnu. Hjá okkur var það gert þegar við byrjuðum með akademíuna í samstarfi við FSu. Síðan er mjög öflugt yngri flokka starf þar sem áhersla var á að fjölga æfingum og auka gæðin á þeim,“ sagði Grímur. „Síðan tókum við þetta upp í meistaraflokkana, að spila á leikmönnunum sem við vorum búnir að ala upp. Það getur vel verið að það sé eitthvað auka í mjólkinni, ég skal ekki segja um það, en þetta er markviss stefna.“ Þrátt fyrir að hafa misst Elvar Örn Jónsson, besta leikmann Olís-deildarinnar síðustu tvö ár, ætla Selfyssingar sér stóra hluti á næsta tímabili. „Það kemur enginn alveg í stað Elvars. Sá leikmaður er ekki til. Hlutverkin breytast og það losnar kvóti fyrir aðra leikmenn. Við bætum þetta upp með áherslubreytingum. Við ætlum okkur að keppa um alla titla, þ.m.t. Íslandsmeistaratitilinn. Það verður ekkert auðvelt en ef svo væri, þá væri þetta ekkert spennandi,“ sagði Grímur. Fréttina í heild sinni má sjá hér fyrir neðan.Klippa: Ætla að verja Íslandsmeistaratitilinn Olís-deild karla Mest lesið „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Fótbolti Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Handbolti Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti „Ég hef hluti að gera hér“ Körfubolti Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Körfubolti Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Handbolti Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Körfubolti De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Enski boltinn Fleiri fréttir Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Sjá meira
Eftir langa leit að þjálfara réðu Íslandsmeistarar Selfoss Grím Hergeirsson fyrr í sumar. Hann tekur við liðinu af Patreki Jóhannessyni sem er farinn til Skjern í Danmörku. Grímur hefur lengi verið viðloðandi handboltann á Selfossi en þetta er í fyrsta skipti sem hann stýrir meistaraflokki. „Ég geri mér grein fyrir því að það er aldrei létt að taka við Íslandsmeistaraliði og það er erfitt að feta í fótspor Patreks. Hann er topp þjálfari. En ég ætla að taka slaginn og gera eins vel úr þessu og ég get,“ sagði Grímur í samtali við Guðjón Guðmundsson í Sportpakkanum. Selfoss hefur búið til fjölda sterkra handboltamanna á síðustu árum og sá árangur hefur vakið athygli út fyrir landssteinana. Ekkert hókus pókusGrímur lék með Selfossi á sínum tíma. Sonur hans, Hergeir, er fyrirliði liðsins í dag.vísir/bára„Ég held að þetta sé ekkert hókus pókus. Þetta byrjar á því að menn setja sér stefnu. Hjá okkur var það gert þegar við byrjuðum með akademíuna í samstarfi við FSu. Síðan er mjög öflugt yngri flokka starf þar sem áhersla var á að fjölga æfingum og auka gæðin á þeim,“ sagði Grímur. „Síðan tókum við þetta upp í meistaraflokkana, að spila á leikmönnunum sem við vorum búnir að ala upp. Það getur vel verið að það sé eitthvað auka í mjólkinni, ég skal ekki segja um það, en þetta er markviss stefna.“ Þrátt fyrir að hafa misst Elvar Örn Jónsson, besta leikmann Olís-deildarinnar síðustu tvö ár, ætla Selfyssingar sér stóra hluti á næsta tímabili. „Það kemur enginn alveg í stað Elvars. Sá leikmaður er ekki til. Hlutverkin breytast og það losnar kvóti fyrir aðra leikmenn. Við bætum þetta upp með áherslubreytingum. Við ætlum okkur að keppa um alla titla, þ.m.t. Íslandsmeistaratitilinn. Það verður ekkert auðvelt en ef svo væri, þá væri þetta ekkert spennandi,“ sagði Grímur. Fréttina í heild sinni má sjá hér fyrir neðan.Klippa: Ætla að verja Íslandsmeistaratitilinn
Olís-deild karla Mest lesið „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Fótbolti Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Handbolti Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti „Ég hef hluti að gera hér“ Körfubolti Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Körfubolti Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Handbolti Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Körfubolti De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Enski boltinn Fleiri fréttir Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Sjá meira
Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti
Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita
Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti