Í tilkynningu frá félaginu segir að Wow air hafi verið síðasti flugrekstraraðilinn til að fá útgefið flugrekstrarleyfi á Íslandi en það var árið 2013.
Þá segir að Cirrus SR22 flugvélar séu kraftmiklar, hraðfleygar og með fallhlíf sem staðalbúnað. „Þetta er í fyrsta skiptið á Íslandi sem að flugvél í atvinnuflugi er búin slíkum búnaði. Búnaðurinn hefur sannað sig undanfarin ár og bjargað mannslífum. Island Aviation mun sérhæfa sig í lúxus útsýnisflugi þar sem áhersla verður lögð á upplifun, fagmennsku og þægindi.“
Hjá félaginu sinnir Reynir Þór Guðmundsson stöðu framkvæmdarstjóra, flugrekstrarstjóra, tæknistjóra og flugstjóra og Greta Björg Egilsdóttir stöðu þjónustu-og markaðsstjóra. Segir að Reynir Þór sé með mikla reynslu sem atvinnuflugmaður, flugvirki og framkvæmdarstjóri. Hafi hann meðal annars starfað hjá Landsflugi, Jöklaflugi, Viking Hellas, Ernir og Þyrlufélaginu.

