Luka Doncic kveður táningsárin í dag Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. febrúar 2019 17:30 Luka Doncic. Getty/Stacy Revere Slóvenski nýliðinn Luka Doncic lék í nótt sinn síðasta leik sem táningur í NBA-deildinni í körfubolta. Það virðist fátt koma í veg fyrir að Luka Doncic verði valinn nýliði ársins og margir spekingar tala um hann sem eina af stóru framtíðarstjörnum deildarinnar. Luka Doncic var með 26 stig, 10 fráköst og 7 stoðsendingar í 110-101 sigri Dallas Mavericks á Indiana Pacers. Það fór því ekki svo að hann tapaði fjórum síðustu leikjum sínum sem táningur. Doncic var með þrennu í leiknum á undan (28 stig, 10 fráköst, 10 stoðsendingar) en þurfti þá að sætta sig við tap á móti Los Angeles Clippers. Luka Doncic heldur upp á tvítugsafmælið sitt í dag en hann fæddist 28. febrúar 1999 í Ljubljana í Slóveníu.Join us in wishing @luka7doncic of the @dallasmavs a HAPPY 20th BIRTHDAY! #NBABDAY#MFFLpic.twitter.com/rM8Kqt4sf4 — NBA (@NBA) February 28, 2019Doncic lék alls 57 leiki sem táningur í NBA-deildinni og á fjórar af fimm þrennum táninga í allri NBA-sögunni. Meðaltöl hans sem táningur voru 20,9 stig, 7,3 fráköst og 5,7 stoðsendingar í leik. Luka Doncic var valinn nýliði mánaðarins í Vesturdeildinni í nóvember, desember og janúar. Hann sló í gegn með Real Madrid á Spáni og slóvenska landsliðinu á Eurobasket en það hefur líka komið í ljós að leikur hans passar mjög vel inn í NBA-deildina.Happy 20th Birthday @Luka7Doncic pic.twitter.com/dBGIt4bR3e — FIBA (@FIBA) February 28, 2019Frammistaða Luka Doncic hefur kallað á allskonar vangaveltur og samanburð. Margir nefna Larry Bird í þeim samanburði en báðir eiga þeir það sameiginlegt að lesa leikinn einkar vel og plata menn upp úr skónum með útsjónarsömum leik sínum. Rick Carlisle, þjálfari Dallas Mavericks, spilaði með Larry Bird hjá Boston Celtics á sínum tíma og hefur viðurkennt að það sé margt líkt með þeim. Það verður þó erfitt fyrir Luka Doncic að ná á sama stall og Bird sem var meðal annars kosinn besti leikmaður NBA-deildarinnar þrjú tímabil í röð á níunda áratugnum.A beautiful moment in LA as @luka7doncic gifts out his #NBAKicks! #ThisIsWhyWePlaypic.twitter.com/4QLBOzPDd7 — NBA KICKS (@NBAKicks) February 26, 201950 PTS combined... @luka7doncic (26p/10r/7a) & @jalenbrunson1 (24p/5a) lead the @dallasmavs to victory! #MFFLpic.twitter.com/zC25ZA7IUn — NBA (@NBA) February 28, 2019 NBA Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu Sport Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Fótbolti Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti „Ef ég finn leikmann sem ég tel að bæti liðið þá tek ég hann“ Sport Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Fótbolti Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Vilja vopnahlé út um allan heim yfir Ólympíuleikana Sport Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Elvar stigahæstur í fyrsta deildarleiknum með nýja liðinu Bikarmeistarar Vals byrja á móti B-liði KR Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? Sjá meira
Slóvenski nýliðinn Luka Doncic lék í nótt sinn síðasta leik sem táningur í NBA-deildinni í körfubolta. Það virðist fátt koma í veg fyrir að Luka Doncic verði valinn nýliði ársins og margir spekingar tala um hann sem eina af stóru framtíðarstjörnum deildarinnar. Luka Doncic var með 26 stig, 10 fráköst og 7 stoðsendingar í 110-101 sigri Dallas Mavericks á Indiana Pacers. Það fór því ekki svo að hann tapaði fjórum síðustu leikjum sínum sem táningur. Doncic var með þrennu í leiknum á undan (28 stig, 10 fráköst, 10 stoðsendingar) en þurfti þá að sætta sig við tap á móti Los Angeles Clippers. Luka Doncic heldur upp á tvítugsafmælið sitt í dag en hann fæddist 28. febrúar 1999 í Ljubljana í Slóveníu.Join us in wishing @luka7doncic of the @dallasmavs a HAPPY 20th BIRTHDAY! #NBABDAY#MFFLpic.twitter.com/rM8Kqt4sf4 — NBA (@NBA) February 28, 2019Doncic lék alls 57 leiki sem táningur í NBA-deildinni og á fjórar af fimm þrennum táninga í allri NBA-sögunni. Meðaltöl hans sem táningur voru 20,9 stig, 7,3 fráköst og 5,7 stoðsendingar í leik. Luka Doncic var valinn nýliði mánaðarins í Vesturdeildinni í nóvember, desember og janúar. Hann sló í gegn með Real Madrid á Spáni og slóvenska landsliðinu á Eurobasket en það hefur líka komið í ljós að leikur hans passar mjög vel inn í NBA-deildina.Happy 20th Birthday @Luka7Doncic pic.twitter.com/dBGIt4bR3e — FIBA (@FIBA) February 28, 2019Frammistaða Luka Doncic hefur kallað á allskonar vangaveltur og samanburð. Margir nefna Larry Bird í þeim samanburði en báðir eiga þeir það sameiginlegt að lesa leikinn einkar vel og plata menn upp úr skónum með útsjónarsömum leik sínum. Rick Carlisle, þjálfari Dallas Mavericks, spilaði með Larry Bird hjá Boston Celtics á sínum tíma og hefur viðurkennt að það sé margt líkt með þeim. Það verður þó erfitt fyrir Luka Doncic að ná á sama stall og Bird sem var meðal annars kosinn besti leikmaður NBA-deildarinnar þrjú tímabil í röð á níunda áratugnum.A beautiful moment in LA as @luka7doncic gifts out his #NBAKicks! #ThisIsWhyWePlaypic.twitter.com/4QLBOzPDd7 — NBA KICKS (@NBAKicks) February 26, 201950 PTS combined... @luka7doncic (26p/10r/7a) & @jalenbrunson1 (24p/5a) lead the @dallasmavs to victory! #MFFLpic.twitter.com/zC25ZA7IUn — NBA (@NBA) February 28, 2019
NBA Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu Sport Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Fótbolti Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti „Ef ég finn leikmann sem ég tel að bæti liðið þá tek ég hann“ Sport Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Fótbolti Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Vilja vopnahlé út um allan heim yfir Ólympíuleikana Sport Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Elvar stigahæstur í fyrsta deildarleiknum með nýja liðinu Bikarmeistarar Vals byrja á móti B-liði KR Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? Sjá meira