Luka Doncic kveður táningsárin í dag Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. febrúar 2019 17:30 Luka Doncic. Getty/Stacy Revere Slóvenski nýliðinn Luka Doncic lék í nótt sinn síðasta leik sem táningur í NBA-deildinni í körfubolta. Það virðist fátt koma í veg fyrir að Luka Doncic verði valinn nýliði ársins og margir spekingar tala um hann sem eina af stóru framtíðarstjörnum deildarinnar. Luka Doncic var með 26 stig, 10 fráköst og 7 stoðsendingar í 110-101 sigri Dallas Mavericks á Indiana Pacers. Það fór því ekki svo að hann tapaði fjórum síðustu leikjum sínum sem táningur. Doncic var með þrennu í leiknum á undan (28 stig, 10 fráköst, 10 stoðsendingar) en þurfti þá að sætta sig við tap á móti Los Angeles Clippers. Luka Doncic heldur upp á tvítugsafmælið sitt í dag en hann fæddist 28. febrúar 1999 í Ljubljana í Slóveníu.Join us in wishing @luka7doncic of the @dallasmavs a HAPPY 20th BIRTHDAY! #NBABDAY#MFFLpic.twitter.com/rM8Kqt4sf4 — NBA (@NBA) February 28, 2019Doncic lék alls 57 leiki sem táningur í NBA-deildinni og á fjórar af fimm þrennum táninga í allri NBA-sögunni. Meðaltöl hans sem táningur voru 20,9 stig, 7,3 fráköst og 5,7 stoðsendingar í leik. Luka Doncic var valinn nýliði mánaðarins í Vesturdeildinni í nóvember, desember og janúar. Hann sló í gegn með Real Madrid á Spáni og slóvenska landsliðinu á Eurobasket en það hefur líka komið í ljós að leikur hans passar mjög vel inn í NBA-deildina.Happy 20th Birthday @Luka7Doncic pic.twitter.com/dBGIt4bR3e — FIBA (@FIBA) February 28, 2019Frammistaða Luka Doncic hefur kallað á allskonar vangaveltur og samanburð. Margir nefna Larry Bird í þeim samanburði en báðir eiga þeir það sameiginlegt að lesa leikinn einkar vel og plata menn upp úr skónum með útsjónarsömum leik sínum. Rick Carlisle, þjálfari Dallas Mavericks, spilaði með Larry Bird hjá Boston Celtics á sínum tíma og hefur viðurkennt að það sé margt líkt með þeim. Það verður þó erfitt fyrir Luka Doncic að ná á sama stall og Bird sem var meðal annars kosinn besti leikmaður NBA-deildarinnar þrjú tímabil í röð á níunda áratugnum.A beautiful moment in LA as @luka7doncic gifts out his #NBAKicks! #ThisIsWhyWePlaypic.twitter.com/4QLBOzPDd7 — NBA KICKS (@NBAKicks) February 26, 201950 PTS combined... @luka7doncic (26p/10r/7a) & @jalenbrunson1 (24p/5a) lead the @dallasmavs to victory! #MFFLpic.twitter.com/zC25ZA7IUn — NBA (@NBA) February 28, 2019 NBA Mest lesið Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Körfubolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Gæti átt yfir höfði sér þrjátíu ára fangelsi Sport Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Fótbolti Ronaldo hittir Trump í dag Fótbolti Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann Handbolti Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Sjá meira
Slóvenski nýliðinn Luka Doncic lék í nótt sinn síðasta leik sem táningur í NBA-deildinni í körfubolta. Það virðist fátt koma í veg fyrir að Luka Doncic verði valinn nýliði ársins og margir spekingar tala um hann sem eina af stóru framtíðarstjörnum deildarinnar. Luka Doncic var með 26 stig, 10 fráköst og 7 stoðsendingar í 110-101 sigri Dallas Mavericks á Indiana Pacers. Það fór því ekki svo að hann tapaði fjórum síðustu leikjum sínum sem táningur. Doncic var með þrennu í leiknum á undan (28 stig, 10 fráköst, 10 stoðsendingar) en þurfti þá að sætta sig við tap á móti Los Angeles Clippers. Luka Doncic heldur upp á tvítugsafmælið sitt í dag en hann fæddist 28. febrúar 1999 í Ljubljana í Slóveníu.Join us in wishing @luka7doncic of the @dallasmavs a HAPPY 20th BIRTHDAY! #NBABDAY#MFFLpic.twitter.com/rM8Kqt4sf4 — NBA (@NBA) February 28, 2019Doncic lék alls 57 leiki sem táningur í NBA-deildinni og á fjórar af fimm þrennum táninga í allri NBA-sögunni. Meðaltöl hans sem táningur voru 20,9 stig, 7,3 fráköst og 5,7 stoðsendingar í leik. Luka Doncic var valinn nýliði mánaðarins í Vesturdeildinni í nóvember, desember og janúar. Hann sló í gegn með Real Madrid á Spáni og slóvenska landsliðinu á Eurobasket en það hefur líka komið í ljós að leikur hans passar mjög vel inn í NBA-deildina.Happy 20th Birthday @Luka7Doncic pic.twitter.com/dBGIt4bR3e — FIBA (@FIBA) February 28, 2019Frammistaða Luka Doncic hefur kallað á allskonar vangaveltur og samanburð. Margir nefna Larry Bird í þeim samanburði en báðir eiga þeir það sameiginlegt að lesa leikinn einkar vel og plata menn upp úr skónum með útsjónarsömum leik sínum. Rick Carlisle, þjálfari Dallas Mavericks, spilaði með Larry Bird hjá Boston Celtics á sínum tíma og hefur viðurkennt að það sé margt líkt með þeim. Það verður þó erfitt fyrir Luka Doncic að ná á sama stall og Bird sem var meðal annars kosinn besti leikmaður NBA-deildarinnar þrjú tímabil í röð á níunda áratugnum.A beautiful moment in LA as @luka7doncic gifts out his #NBAKicks! #ThisIsWhyWePlaypic.twitter.com/4QLBOzPDd7 — NBA KICKS (@NBAKicks) February 26, 201950 PTS combined... @luka7doncic (26p/10r/7a) & @jalenbrunson1 (24p/5a) lead the @dallasmavs to victory! #MFFLpic.twitter.com/zC25ZA7IUn — NBA (@NBA) February 28, 2019
NBA Mest lesið Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Körfubolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Gæti átt yfir höfði sér þrjátíu ára fangelsi Sport Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Fótbolti Ronaldo hittir Trump í dag Fótbolti Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann Handbolti Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Sjá meira