44 stiga þrenna Russell Westbrook en samt tap á móti Pelíkönunum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. febrúar 2019 07:30 Russell Westbrook. AP/Tyler Kaufman Russell Westbrook bætti nýtt NBA-met sitt með því að ná þrennu í ellefta leiknum í röð í nótt en það dugði þó ekki liði hans til sigurs í New Orleans. Heimamenn unnu leikinn þrátt fyrir að missa stórstjörnu sína meidda af velli. Þrír leikir fóru fram í NBA-deildinni í nótt en nú er deildin komin í smá frí þar sem fram undan er Stjörnuleikshelgin í Charlotte. Stjörnuleikurinn fer síðan fram á sunnudaginn kemur.@J30_RANDLE does it all in the @PelicansNBA home victory, tallying 33 PTS, 11 REB, 6 AST! #DoItBigpic.twitter.com/fdyaB2NsvI — NBA (@NBA) February 15, 2019 Julius Randle átti frábæran leik í 131-122 sigri New Orleans Pelicans á Oklahoma City Thunder en hann var með 33 stig og 11 fráköst auk þess að skora þrjár mikilvægar körfur á lokakaflanum. Jrue Holiday var með 32 stig og 7 stoðsendingar. Anthony Davis fór meiddur af velli eftir fyrri hálfleik en hann meiddist á öxl og kom ekkert meira við sögu. Davis var með 14 stig á 16 mínútum. Það er mikil óvissa um að Davis geti spilað í Stjörnuleiknum.#RussellWestbrook (44 PTS, 14 REB, 11 AST) scores a season-high en route to recording his ELEVENTH STRAIGHT triple-double for the @okcthunder! #ThunderUppic.twitter.com/l6ZLxexaOz — NBA (@NBA) February 15, 2019Russell Westbrook var aftur á móti með 44 stig, 14 fráköst og 11 stoðsendingar. Hann bætti met Wilt Chamberlain frá 1968 í leiknum á undan með því að verða fyrsti maðurinn í sögu NBA með þrennu í tíu leikjum í röð. Nú náði hann því þrennu í ellefta leiknum í röð. „Ég get enn bætt mig svo mikið því ég veit hversu góður ég get orðið og hvað ég get fært mínu liði til að hjálpa því að ná árangri,“ sagði Russell Westbrook og hvar þá helst? „Alls staðar, því ég geri allt,“ sagði Westbrook. Paul George var með 28 stig, 7 fráköst og 6 stoðsendingar og Nerlens Noel kom með 22 stig og 13 fráköst inn af bekknum.@Dennis1SmithJr records 19 PTS, 7 AST to steer the @nyknicks by ATL on the road! #NewYorkForeverpic.twitter.com/flQEmKds7J — NBA (@NBA) February 15, 2019Dennis Smith Jr. skoraði 19 stig þegar New York Knicks liðið endaði átján leikja taphrinu með 106-91 sigri á Atlanta Hawks. Þetta var lengsta taphrina í sögu Knicks en liðið hafði ekki unnið leik síðan 4. janúar. Kadeem Allen og John Jenkins voru báðir með fjórtán stig.@TFlight31 (21 PTS) & @NikolaVucevic (17 PTS, 11 REB) lead the way in the @OrlandoMagic's 5th consecutive W! #PureMagicpic.twitter.com/mTwiiPxYjq — NBA (@NBA) February 15, 2019Terrence Ross kom með 21 stig af bekknum þegar Orlando Magic vann 127-89 sigur á Charlotte Hornets. Orlando liðið vann þarna sinn fimmta leik í röð en það hefur ekkert gerst í meira en þrjú ár. Nikola Vucevic var með 17 stig og 11 fráköst og Aaron Gordon bætti við 16 stigum og 10 fráköstum. Orlando Magic var 71-36 yfir í hálfleik..@Jrue_Holiday11's 32 PTS, 7 AST, 5 REB, 3 BLK help the @PelicansNBA protect home court in the win over OKC! #DoItBigpic.twitter.com/KwbIYWpnNT — NBA (@NBA) February 15, 2019Úrslitin í NBA í nótt: New Orleans Pelicans - Oklahoma City Thunder 131-122 Atlanta Hawks - New York Knicks 91-106 Orlando Magic - Charlotte Hornets 127-89 NBA Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Fleiri fréttir Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Sjá meira
Russell Westbrook bætti nýtt NBA-met sitt með því að ná þrennu í ellefta leiknum í röð í nótt en það dugði þó ekki liði hans til sigurs í New Orleans. Heimamenn unnu leikinn þrátt fyrir að missa stórstjörnu sína meidda af velli. Þrír leikir fóru fram í NBA-deildinni í nótt en nú er deildin komin í smá frí þar sem fram undan er Stjörnuleikshelgin í Charlotte. Stjörnuleikurinn fer síðan fram á sunnudaginn kemur.@J30_RANDLE does it all in the @PelicansNBA home victory, tallying 33 PTS, 11 REB, 6 AST! #DoItBigpic.twitter.com/fdyaB2NsvI — NBA (@NBA) February 15, 2019 Julius Randle átti frábæran leik í 131-122 sigri New Orleans Pelicans á Oklahoma City Thunder en hann var með 33 stig og 11 fráköst auk þess að skora þrjár mikilvægar körfur á lokakaflanum. Jrue Holiday var með 32 stig og 7 stoðsendingar. Anthony Davis fór meiddur af velli eftir fyrri hálfleik en hann meiddist á öxl og kom ekkert meira við sögu. Davis var með 14 stig á 16 mínútum. Það er mikil óvissa um að Davis geti spilað í Stjörnuleiknum.#RussellWestbrook (44 PTS, 14 REB, 11 AST) scores a season-high en route to recording his ELEVENTH STRAIGHT triple-double for the @okcthunder! #ThunderUppic.twitter.com/l6ZLxexaOz — NBA (@NBA) February 15, 2019Russell Westbrook var aftur á móti með 44 stig, 14 fráköst og 11 stoðsendingar. Hann bætti met Wilt Chamberlain frá 1968 í leiknum á undan með því að verða fyrsti maðurinn í sögu NBA með þrennu í tíu leikjum í röð. Nú náði hann því þrennu í ellefta leiknum í röð. „Ég get enn bætt mig svo mikið því ég veit hversu góður ég get orðið og hvað ég get fært mínu liði til að hjálpa því að ná árangri,“ sagði Russell Westbrook og hvar þá helst? „Alls staðar, því ég geri allt,“ sagði Westbrook. Paul George var með 28 stig, 7 fráköst og 6 stoðsendingar og Nerlens Noel kom með 22 stig og 13 fráköst inn af bekknum.@Dennis1SmithJr records 19 PTS, 7 AST to steer the @nyknicks by ATL on the road! #NewYorkForeverpic.twitter.com/flQEmKds7J — NBA (@NBA) February 15, 2019Dennis Smith Jr. skoraði 19 stig þegar New York Knicks liðið endaði átján leikja taphrinu með 106-91 sigri á Atlanta Hawks. Þetta var lengsta taphrina í sögu Knicks en liðið hafði ekki unnið leik síðan 4. janúar. Kadeem Allen og John Jenkins voru báðir með fjórtán stig.@TFlight31 (21 PTS) & @NikolaVucevic (17 PTS, 11 REB) lead the way in the @OrlandoMagic's 5th consecutive W! #PureMagicpic.twitter.com/mTwiiPxYjq — NBA (@NBA) February 15, 2019Terrence Ross kom með 21 stig af bekknum þegar Orlando Magic vann 127-89 sigur á Charlotte Hornets. Orlando liðið vann þarna sinn fimmta leik í röð en það hefur ekkert gerst í meira en þrjú ár. Nikola Vucevic var með 17 stig og 11 fráköst og Aaron Gordon bætti við 16 stigum og 10 fráköstum. Orlando Magic var 71-36 yfir í hálfleik..@Jrue_Holiday11's 32 PTS, 7 AST, 5 REB, 3 BLK help the @PelicansNBA protect home court in the win over OKC! #DoItBigpic.twitter.com/KwbIYWpnNT — NBA (@NBA) February 15, 2019Úrslitin í NBA í nótt: New Orleans Pelicans - Oklahoma City Thunder 131-122 Atlanta Hawks - New York Knicks 91-106 Orlando Magic - Charlotte Hornets 127-89
NBA Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Fleiri fréttir Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Sjá meira