Eimskip grípur aftur til uppsagna Stefán Ó. Jónsson skrifar 29. apríl 2019 13:58 Eimskip hefur ráðist í ýmsar hagræðingaraðgerðir á síðustu misserum. Vísir/Vilhelm Vegna skipulagsbreytinga mun Eimskip og dótturfélag þess, TVG-Zimsen, segja upp 15 starfsmönnum. Breytingarnar munu taka gildi frá og með 2. maí en þetta er í þriðja sinn á hálfu ári sem Eimskip ræðst í uppsagnir sem þessar. Í tilkynningu Eimskip til Kauphallarinnar segir að markmið skipulagsbreytinganna sé að „samþætta hluta af stoðeiningum félagsins“ í miðlægar einingar. Í því samhengi er nefnt að þrjár mismunandi akstursstýringardeildir sameinast í eina einingu. „Talsverð breyting verður á starfsemi TVG-Zimsen þar sem hluti stoðeininga þess sameinast sambærilegum einingum Eimskips. Einnig mun TVG-Zimsen flytja starfsemi sína yfir í Vöruhótelið síðar í sumar. TVG-Zimsen verður eftir sem áður rekið sem sjálfstætt dótturfyrirtæki Eimskips,“ segir auk þess í tilkynningu Eimskips. „Markmið breytinganna er að ná fram hagræðingu í rekstri, auka arðsemi og styrkja stoðir félagsins enn frekar til framtíðar.“Uppsagnir í nóvember og janúar Töluverðar breytingar hafa orðið á Eimskip á síðustu mánuðum. Til að mynda tók nýr forstjóri við í janúar, Vilhelm Már Þorsteinsson, auk þess sem bandarískt sjóðsstýringarfyrirtæki hefur aukið hlut sinn í Eimskip umtalvert. Eimskip sagði jafnframt upp 18 starfsmönnum í nóvember síðastliðnum. Uppsagnirnar voru sagður liður í hagræðingarvinnu sem staðið hafi yfir undanfarið ár. Þá voru gerðar breytingar á 10 stöðugildum hjá félaginu í janúar, sem mörg hver voru lögð niður. Flest þessara stöðugilda vörðuðu millistjórnendur hjá félaginu. Þá tilkynnti Eimskip í lok síðsta árs að fyrirhugaðar væru töluverðar breytingar á siglingakerfi félagsins, sem framkvæmdastjóri hjá félaginu lýsti sem „hryggjarstykkinu“ í þjónustu Eimskips fyrir inn- og útflutning.Fréttin hefur verið uppfærð Samgöngur Vinnumarkaður Tengdar fréttir Sjóðir Eaton með nærri níu prósent í Eimskip Fjárfestingasjóðir í stýringu Eaton Vance Management eiga orðið samanlagt nærri níu prósenta hlut í Eimskip. Miðað við núverandi gengi bréfa er sá eignarhlutur metinn á um 3,3 milljarða króna. 20. febrúar 2019 07:00 Afkoma Eimskips veldur vonbrigðum Eimskipafélag Íslands hagnaðist um 7,4 milljónir evra á síðasta ári, samanborið við 16,8 milljóna króna hagnað árið þar á undan. Afkoman veldur vonbrigðum að því er fram kemur í uppgjörstilkynningu félagsins. 28. febrúar 2019 21:14 Eimskip lækkar laun forstjóra Vilhelm Már Þorsteinsson, nýr forstjóri Eimskips, verður með lægri laun en forveri hans í starfi 18. janúar 2019 14:44 Mest lesið Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Viðskipti innlent Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Viðskipti innlent Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Viðskipti innlent Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Viðskipti innlent „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Atvinnulíf „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Viðskipti innlent Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Neytendur Fleiri fréttir Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Sjá meira
Vegna skipulagsbreytinga mun Eimskip og dótturfélag þess, TVG-Zimsen, segja upp 15 starfsmönnum. Breytingarnar munu taka gildi frá og með 2. maí en þetta er í þriðja sinn á hálfu ári sem Eimskip ræðst í uppsagnir sem þessar. Í tilkynningu Eimskip til Kauphallarinnar segir að markmið skipulagsbreytinganna sé að „samþætta hluta af stoðeiningum félagsins“ í miðlægar einingar. Í því samhengi er nefnt að þrjár mismunandi akstursstýringardeildir sameinast í eina einingu. „Talsverð breyting verður á starfsemi TVG-Zimsen þar sem hluti stoðeininga þess sameinast sambærilegum einingum Eimskips. Einnig mun TVG-Zimsen flytja starfsemi sína yfir í Vöruhótelið síðar í sumar. TVG-Zimsen verður eftir sem áður rekið sem sjálfstætt dótturfyrirtæki Eimskips,“ segir auk þess í tilkynningu Eimskips. „Markmið breytinganna er að ná fram hagræðingu í rekstri, auka arðsemi og styrkja stoðir félagsins enn frekar til framtíðar.“Uppsagnir í nóvember og janúar Töluverðar breytingar hafa orðið á Eimskip á síðustu mánuðum. Til að mynda tók nýr forstjóri við í janúar, Vilhelm Már Þorsteinsson, auk þess sem bandarískt sjóðsstýringarfyrirtæki hefur aukið hlut sinn í Eimskip umtalvert. Eimskip sagði jafnframt upp 18 starfsmönnum í nóvember síðastliðnum. Uppsagnirnar voru sagður liður í hagræðingarvinnu sem staðið hafi yfir undanfarið ár. Þá voru gerðar breytingar á 10 stöðugildum hjá félaginu í janúar, sem mörg hver voru lögð niður. Flest þessara stöðugilda vörðuðu millistjórnendur hjá félaginu. Þá tilkynnti Eimskip í lok síðsta árs að fyrirhugaðar væru töluverðar breytingar á siglingakerfi félagsins, sem framkvæmdastjóri hjá félaginu lýsti sem „hryggjarstykkinu“ í þjónustu Eimskips fyrir inn- og útflutning.Fréttin hefur verið uppfærð
Samgöngur Vinnumarkaður Tengdar fréttir Sjóðir Eaton með nærri níu prósent í Eimskip Fjárfestingasjóðir í stýringu Eaton Vance Management eiga orðið samanlagt nærri níu prósenta hlut í Eimskip. Miðað við núverandi gengi bréfa er sá eignarhlutur metinn á um 3,3 milljarða króna. 20. febrúar 2019 07:00 Afkoma Eimskips veldur vonbrigðum Eimskipafélag Íslands hagnaðist um 7,4 milljónir evra á síðasta ári, samanborið við 16,8 milljóna króna hagnað árið þar á undan. Afkoman veldur vonbrigðum að því er fram kemur í uppgjörstilkynningu félagsins. 28. febrúar 2019 21:14 Eimskip lækkar laun forstjóra Vilhelm Már Þorsteinsson, nýr forstjóri Eimskips, verður með lægri laun en forveri hans í starfi 18. janúar 2019 14:44 Mest lesið Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Viðskipti innlent Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Viðskipti innlent Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Viðskipti innlent Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Viðskipti innlent „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Atvinnulíf „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Viðskipti innlent Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Neytendur Fleiri fréttir Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Sjá meira
Sjóðir Eaton með nærri níu prósent í Eimskip Fjárfestingasjóðir í stýringu Eaton Vance Management eiga orðið samanlagt nærri níu prósenta hlut í Eimskip. Miðað við núverandi gengi bréfa er sá eignarhlutur metinn á um 3,3 milljarða króna. 20. febrúar 2019 07:00
Afkoma Eimskips veldur vonbrigðum Eimskipafélag Íslands hagnaðist um 7,4 milljónir evra á síðasta ári, samanborið við 16,8 milljóna króna hagnað árið þar á undan. Afkoman veldur vonbrigðum að því er fram kemur í uppgjörstilkynningu félagsins. 28. febrúar 2019 21:14
Eimskip lækkar laun forstjóra Vilhelm Már Þorsteinsson, nýr forstjóri Eimskips, verður með lægri laun en forveri hans í starfi 18. janúar 2019 14:44