Valur braut blað í sögunni Hjörvar Ólafsson skrifar 29. apríl 2019 17:00 Guðbjörg Sverrisdóttir og Hallveig Jónsdóttir lyfta Íslandsbikarnum. Vísir/Daníel Valur eignaðist um helgina Íslandsmeistaralið í körfubolta kvenna í fyrsta skipti. Valur bar sigurorð af Keflavík í þriðja leik liðanna í Origo-höllinni að Hlíðarenda og vann einvígi liðanna um Íslandsmeistaratitilinn þar með 3-0. Valur varð enn fremur deildar- og bikarmeistari á leiktíðinni sem var að ljúka. Guðbjörg Sverrisdóttir gekk til liðs við Val árið 2011 og var orðin langeyg eftir því að lyfta þeim stóra en Valur laut í lægra haldi fyrir Haukum í viðureigninni um titilinn síðasta vor. Þá voru hún og Helena Sverrisdóttir systir hennar mótherjar en nú voru þær samherjar. „Þetta var alveg geggjað og mjög langþráð að fá að upplifa það að verða Íslandsmeistari. Við vorum staðráðnar í að klára þennan leik og það tókst. Við náðum góðu forskoti fljótlega sem við létum ekki af hendi og ég held að það hafi sést á okkur hversu mikið okkur langaði að klára þrennuna með því að vinna stærsta titilinn. Það er gaman að taka þátt í einhverju sem hefur ekki verið gert áður hjá félaginu og taka þátt í að skrifa sögu félagsins,“ segir Guðbjörg um tilfinninguna sem bærðist í brjósti hennar eftir leikinn á laugardaginn. „Umgjörðin og aðbúnaðurinn hjá Val er í hæsta gæðaflokki og það skilar sér í góðri spilamennsku hjá okkur inni á vellinum. Það er allt til alls hérna, nuddari, góður sjúkraþjálfari, góð líkamsræktaraðstaða og mjög fær þjálfari. Þetta skiptir allt máli þegar á hólminn er komið og maður finnur engan mun á því hvort um karla- eða kvennalið er að ræða hjá þessu félagi. Hér er mikið jafnrétti sem er til fyrirmyndar,“ segir hún enn fremur um lykilinn að velgengni Valsliðsins. Darri Freyr Atlason, þjálfari Vals, er á svipuðum aldri eða yngri en flestir leikmenn liðsins en Guðbjörg segir það engu máli skipta. Hún segir Darra Frey hafa sýnt það á fyrstu æfingu hversu hæfur og metnaðarfullur þjálfari hann er og aldursbilið aldrei verða honum til trafala. „Darri var með okkur nokkrum í skóla og vissulega pældi maður í þessu þegar hann var kynntur til leiks sem þjálfari hjá okkur. Hann eyddi þeim vangaveltum frá fyrstu kynnum og hann er mjög skipulagður, agaður og klókur þjálfari sem á eftir að ná langt. Hann náði virðingu okkar strax og hefur haldið henni síðan,“ segir Guðbjörg um þjálfara sinn. Guðbjörg leikur eins og áður segir við hlið systur sinnar og hún segir það að sjálfsögðu mjög þægilegt að hafa hana sem liðsfélaga. Eftir að Helena gekk til liðs við Val um miðjan nóvember á síðasta ári tapaði liðið einungis tveimur leikjum í deild og bikar. „Helena er að mínu mati besti leikmaður sem kvennakörfubolti á Íslandi hefur alið af sér og það eru auðvitað bara forréttindi að fá að spila með henni. Við börðumst um titilinn í fyrra og hún vann en nú unnum við saman að því að fá bikarinn á Hlíðarenda. Það heppnaðist og það er ólíkt betri tilfinning. Nú er bara að byggja ofan á þetta á næstu árum,“ segir hún um systur sína og liðsfélaga. Dominos-deild kvenna Mest lesið „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Íslenski boltinn Fórnaði frægasta hári handboltans Handbolti Ricky Hatton fyrirfór sér Sport NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Fótbolti Dóttir Katrínar Tönju komin í heimin Sport Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Handbolti Tímabilið búið hjá Sævari Atla: „Ótrúlega svekkjandi“ Fótbolti Unnu sextánda leikinn í röð og eiga heimsmetið Fótbolti HM í fótbolta „í samkeppni“ við HM í handbolta Fótbolti Neitar að gista á liðshótelinu vegna draugagangs Sport Fleiri fréttir Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Annar sigur KR kom í Garðabæ Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu Sjá meira
Valur eignaðist um helgina Íslandsmeistaralið í körfubolta kvenna í fyrsta skipti. Valur bar sigurorð af Keflavík í þriðja leik liðanna í Origo-höllinni að Hlíðarenda og vann einvígi liðanna um Íslandsmeistaratitilinn þar með 3-0. Valur varð enn fremur deildar- og bikarmeistari á leiktíðinni sem var að ljúka. Guðbjörg Sverrisdóttir gekk til liðs við Val árið 2011 og var orðin langeyg eftir því að lyfta þeim stóra en Valur laut í lægra haldi fyrir Haukum í viðureigninni um titilinn síðasta vor. Þá voru hún og Helena Sverrisdóttir systir hennar mótherjar en nú voru þær samherjar. „Þetta var alveg geggjað og mjög langþráð að fá að upplifa það að verða Íslandsmeistari. Við vorum staðráðnar í að klára þennan leik og það tókst. Við náðum góðu forskoti fljótlega sem við létum ekki af hendi og ég held að það hafi sést á okkur hversu mikið okkur langaði að klára þrennuna með því að vinna stærsta titilinn. Það er gaman að taka þátt í einhverju sem hefur ekki verið gert áður hjá félaginu og taka þátt í að skrifa sögu félagsins,“ segir Guðbjörg um tilfinninguna sem bærðist í brjósti hennar eftir leikinn á laugardaginn. „Umgjörðin og aðbúnaðurinn hjá Val er í hæsta gæðaflokki og það skilar sér í góðri spilamennsku hjá okkur inni á vellinum. Það er allt til alls hérna, nuddari, góður sjúkraþjálfari, góð líkamsræktaraðstaða og mjög fær þjálfari. Þetta skiptir allt máli þegar á hólminn er komið og maður finnur engan mun á því hvort um karla- eða kvennalið er að ræða hjá þessu félagi. Hér er mikið jafnrétti sem er til fyrirmyndar,“ segir hún enn fremur um lykilinn að velgengni Valsliðsins. Darri Freyr Atlason, þjálfari Vals, er á svipuðum aldri eða yngri en flestir leikmenn liðsins en Guðbjörg segir það engu máli skipta. Hún segir Darra Frey hafa sýnt það á fyrstu æfingu hversu hæfur og metnaðarfullur þjálfari hann er og aldursbilið aldrei verða honum til trafala. „Darri var með okkur nokkrum í skóla og vissulega pældi maður í þessu þegar hann var kynntur til leiks sem þjálfari hjá okkur. Hann eyddi þeim vangaveltum frá fyrstu kynnum og hann er mjög skipulagður, agaður og klókur þjálfari sem á eftir að ná langt. Hann náði virðingu okkar strax og hefur haldið henni síðan,“ segir Guðbjörg um þjálfara sinn. Guðbjörg leikur eins og áður segir við hlið systur sinnar og hún segir það að sjálfsögðu mjög þægilegt að hafa hana sem liðsfélaga. Eftir að Helena gekk til liðs við Val um miðjan nóvember á síðasta ári tapaði liðið einungis tveimur leikjum í deild og bikar. „Helena er að mínu mati besti leikmaður sem kvennakörfubolti á Íslandi hefur alið af sér og það eru auðvitað bara forréttindi að fá að spila með henni. Við börðumst um titilinn í fyrra og hún vann en nú unnum við saman að því að fá bikarinn á Hlíðarenda. Það heppnaðist og það er ólíkt betri tilfinning. Nú er bara að byggja ofan á þetta á næstu árum,“ segir hún um systur sína og liðsfélaga.
Dominos-deild kvenna Mest lesið „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Íslenski boltinn Fórnaði frægasta hári handboltans Handbolti Ricky Hatton fyrirfór sér Sport NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Fótbolti Dóttir Katrínar Tönju komin í heimin Sport Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Handbolti Tímabilið búið hjá Sævari Atla: „Ótrúlega svekkjandi“ Fótbolti Unnu sextánda leikinn í röð og eiga heimsmetið Fótbolti HM í fótbolta „í samkeppni“ við HM í handbolta Fótbolti Neitar að gista á liðshótelinu vegna draugagangs Sport Fleiri fréttir Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Annar sigur KR kom í Garðabæ Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu Sjá meira