Samherji til skoðunar hjá bönkunum Stefán Ó. Jónsson skrifar 19. nóvember 2019 07:33 Tveir stóru bankanna segja að meint framferði Samherja í Namibíu verði tekið til umræðu. Sá þriðji gefur ekkert upp. Vísir Stjórnir Arion banka og Íslandsbanka eru með mál Samherja í Namibíu til skoðunar. Landsbankinn tjáir sig ekki um málefni einstakra viðskiptavina og segir starfandi forstjóri Samherja að fyrirtækið muni liðsinna bönkunum í athugun sinni. Haft er eftir Brynjólfi Bjarnasyni, stjórnarformanni Arion, í Morgunblaðinu í dag að stjórn bankans hafi beðið um „ítarlega athugun á þessu máli,“ og vísar þar til meints framferðis Samherja í Namibíu. Að öðru leyti hyggist bankinn ekki tjá sig um málið. Svör Friðriks Sophussonar, stjórnarformanns Íslandsbanka, voru nokkuð sambærileg. Þessi mál verði „væntanlega rædd“ á stjórnarfundi bankans í dag. Formaður bankaráðs Landsbankans, Helga Björk Eiriksdóttir, vildi þó ekkert gefa upp um fyrirætlanir bankans við Morgunblaðið því hann tjái sig ekki um einstaka viðskiptavini. Hún undirstrikaði þó að Landsbankinn hefði reglubundið eftirlit með viðskiptavinum sínum og að farið væri yfir viðskiptasamböndin ef grunur leikur á mögulegu misferli.Sjá einnig: Þorsteinn „Burns“ Baldvinsson og Aðalsteinn „Smithers“ Norski bankinn DNB hefur þegar greint frá því að umfang viðskipta tengdum félögum Samherja verði tekið til skoðunar. Allra leiða verði leitað til að upplýsa málið. Eins og fram hefur komið í umfjöllun um Samherjaskjölin lokaði DNB á viðskipti við félag tengt Samherja í maí í fyrra vegna gruns um að félagið væri notað til að stunda peningaþvætti. Alls fóru 9,1 milljarður króna í gegnum umrætt félag en Samherji notaði það til að greiða laun sjómanna fyrirtækisins í Afríku frá árinu 2010. Ekki liggur fyrir hversu stór hluti erlendrar starfsemi Samherja er á borði íslenskra banka og því óljóst hver niðurstaðan verður að fyrrnefndri athugun Arion og Íslandsbanka. Haft er eftir Björgólfi Jóhannssyni, starfandi forstjóra Samherja, í Morgunblaðinu að eitt skip í erlendri starfsemi félagsins sé fjármagnað með tilstuðlan íslensks banka. Hann bætir við að það sé mikilvægt fyrir Samherja að málið upplýsist og því muni félagið aðstoða við allar rannsóknir; jafnt bankana sem og héraðssaksóknara og skattrannsóknarstjóra. Samherji hafi ekkert að fela. Íslenskir bankar Samherjaskjölin Tengdar fréttir Yfirmaður peningaþvættisdeildar DNB sagði upp störfum í haust Roar Østby, sem var yfirmaður peningaþvættisdeildar norska bankans DNS, sagði upp störfum í haust. Annar starfsmaður deildarinnar, Hege Hagen, fékk stöðuhækkun og tók við sem yfirmaður. 18. nóvember 2019 15:15 Þorsteinn „Burns“ Baldvinsson og Aðalsteinn „Smithers“ Uppljóstrarinn, Waylon Smithers og Tom Hagen eru Samherjarnir í Afríku. 18. nóvember 2019 15:02 Bankareikningar tveggja „hákarla“ frystir Frá þessu er greint í prentútgáfu dagblaðsins The Namibian sem kom út í morgun. 18. nóvember 2019 07:20 Mest lesið Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Sjá meira
Stjórnir Arion banka og Íslandsbanka eru með mál Samherja í Namibíu til skoðunar. Landsbankinn tjáir sig ekki um málefni einstakra viðskiptavina og segir starfandi forstjóri Samherja að fyrirtækið muni liðsinna bönkunum í athugun sinni. Haft er eftir Brynjólfi Bjarnasyni, stjórnarformanni Arion, í Morgunblaðinu í dag að stjórn bankans hafi beðið um „ítarlega athugun á þessu máli,“ og vísar þar til meints framferðis Samherja í Namibíu. Að öðru leyti hyggist bankinn ekki tjá sig um málið. Svör Friðriks Sophussonar, stjórnarformanns Íslandsbanka, voru nokkuð sambærileg. Þessi mál verði „væntanlega rædd“ á stjórnarfundi bankans í dag. Formaður bankaráðs Landsbankans, Helga Björk Eiriksdóttir, vildi þó ekkert gefa upp um fyrirætlanir bankans við Morgunblaðið því hann tjái sig ekki um einstaka viðskiptavini. Hún undirstrikaði þó að Landsbankinn hefði reglubundið eftirlit með viðskiptavinum sínum og að farið væri yfir viðskiptasamböndin ef grunur leikur á mögulegu misferli.Sjá einnig: Þorsteinn „Burns“ Baldvinsson og Aðalsteinn „Smithers“ Norski bankinn DNB hefur þegar greint frá því að umfang viðskipta tengdum félögum Samherja verði tekið til skoðunar. Allra leiða verði leitað til að upplýsa málið. Eins og fram hefur komið í umfjöllun um Samherjaskjölin lokaði DNB á viðskipti við félag tengt Samherja í maí í fyrra vegna gruns um að félagið væri notað til að stunda peningaþvætti. Alls fóru 9,1 milljarður króna í gegnum umrætt félag en Samherji notaði það til að greiða laun sjómanna fyrirtækisins í Afríku frá árinu 2010. Ekki liggur fyrir hversu stór hluti erlendrar starfsemi Samherja er á borði íslenskra banka og því óljóst hver niðurstaðan verður að fyrrnefndri athugun Arion og Íslandsbanka. Haft er eftir Björgólfi Jóhannssyni, starfandi forstjóra Samherja, í Morgunblaðinu að eitt skip í erlendri starfsemi félagsins sé fjármagnað með tilstuðlan íslensks banka. Hann bætir við að það sé mikilvægt fyrir Samherja að málið upplýsist og því muni félagið aðstoða við allar rannsóknir; jafnt bankana sem og héraðssaksóknara og skattrannsóknarstjóra. Samherji hafi ekkert að fela.
Íslenskir bankar Samherjaskjölin Tengdar fréttir Yfirmaður peningaþvættisdeildar DNB sagði upp störfum í haust Roar Østby, sem var yfirmaður peningaþvættisdeildar norska bankans DNS, sagði upp störfum í haust. Annar starfsmaður deildarinnar, Hege Hagen, fékk stöðuhækkun og tók við sem yfirmaður. 18. nóvember 2019 15:15 Þorsteinn „Burns“ Baldvinsson og Aðalsteinn „Smithers“ Uppljóstrarinn, Waylon Smithers og Tom Hagen eru Samherjarnir í Afríku. 18. nóvember 2019 15:02 Bankareikningar tveggja „hákarla“ frystir Frá þessu er greint í prentútgáfu dagblaðsins The Namibian sem kom út í morgun. 18. nóvember 2019 07:20 Mest lesið Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Sjá meira
Yfirmaður peningaþvættisdeildar DNB sagði upp störfum í haust Roar Østby, sem var yfirmaður peningaþvættisdeildar norska bankans DNS, sagði upp störfum í haust. Annar starfsmaður deildarinnar, Hege Hagen, fékk stöðuhækkun og tók við sem yfirmaður. 18. nóvember 2019 15:15
Þorsteinn „Burns“ Baldvinsson og Aðalsteinn „Smithers“ Uppljóstrarinn, Waylon Smithers og Tom Hagen eru Samherjarnir í Afríku. 18. nóvember 2019 15:02
Bankareikningar tveggja „hákarla“ frystir Frá þessu er greint í prentútgáfu dagblaðsins The Namibian sem kom út í morgun. 18. nóvember 2019 07:20