Körfubolti

Finnur Freyr: Glatað og sorglegt hjá Breiðabliki

Finnur Freyr Stefánsson var gestur þáttarins í gærkvöldi.
Finnur Freyr Stefánsson var gestur þáttarins í gærkvöldi. vísir/stöð 2 sport
Breiðablik féll á sunnudagskvöldið endanlega úr Domino´s-deild karla í körfubolta en örlög liðsins hafa verið ljós nánast frá því að liðið skaut sínu fyrsta skoti að körfunni í vetur.

Ungt lið Blika hefur verið gagnrýnt mikið á tímabilinu og þá sérstaklega þjálfarinn Pétur Ingvarsson. Kjartan Atli Kjartasson spurði Finn Frey Stefánsson, gestasérfræðing Domino´s-Körfuboltakvölds, hvort liðið hefði verið dæmt til þess að falla frá fyrsta leik í þætti gærkvöldsins.

„Já, bara já. Menn eru búnir að gagnrýna Pétur og hitt og þetta en þetta er í annað sinn á tiltölulega skömmum tíma sem Blikarnir eru uppi og síðast gátu þeir falið sig á bak við það að þeir gátu ekki styrkt sig með erlendum leikmönnum,“ sagði Finnur Freyr.

„Fyrirgefið mér, en mér finnst bara glatað hvernig liðið var sent inn í tímabilið. Þarna eru efnilegir og flottir leikmenn inn á en að ætlast til þess að þessir leikmenn geti borið upp lið í 10-12 manna róteringu í dag er bara galið.“

Finnur fór yfir þessa stefnu Blikanna í karla- og kvennaflokki að fá til sín mikið af efnilegum leikmönnum en hann skilur ekkert hvers vegna sterkir erlendir leikmenn voru ekki fengnir með þeim til að hjálpa bæði ungu strákunum og liðinu.

„Það þarf ekkert marga. Ég held að ef Hilmar, Arnór, Snorri plús einhverjir tveir til þrír atvinnumenn hefðu byrjað tímabilið hefði þetta mögulega verið lið sem hefði boðið upp á eitthvað annað en þetta fíaskó sem hefur verið í gangi í vetur,“ sagði Finnur Freyr.

„Hver er stefnan? Breiðablik hefur allt til þess að veðra risastórt körfuboltafélag. Þarna er mikið af krökkum og góð aðstaða. Ég er ekkert að segja að þessi stefna þeirra hafi verið tekin markvisst en ég vil bara fá Breiðablik í alvöru bolta. Þetta er svo sorglegt!“ sagði Finnur Freyr Stefánsson.

Alla umræðuna má sjá hér að neðan.

Klippa: Dominos-Körfuboltakvöld - Blikar dæmdir til að falla

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×