Finnur Freyr: Glatað og sorglegt hjá Breiðabliki 5. mars 2019 16:45 Finnur Freyr Stefánsson var gestur þáttarins í gærkvöldi. vísir/stöð 2 sport Breiðablik féll á sunnudagskvöldið endanlega úr Domino´s-deild karla í körfubolta en örlög liðsins hafa verið ljós nánast frá því að liðið skaut sínu fyrsta skoti að körfunni í vetur. Ungt lið Blika hefur verið gagnrýnt mikið á tímabilinu og þá sérstaklega þjálfarinn Pétur Ingvarsson. Kjartan Atli Kjartasson spurði Finn Frey Stefánsson, gestasérfræðing Domino´s-Körfuboltakvölds, hvort liðið hefði verið dæmt til þess að falla frá fyrsta leik í þætti gærkvöldsins. „Já, bara já. Menn eru búnir að gagnrýna Pétur og hitt og þetta en þetta er í annað sinn á tiltölulega skömmum tíma sem Blikarnir eru uppi og síðast gátu þeir falið sig á bak við það að þeir gátu ekki styrkt sig með erlendum leikmönnum,“ sagði Finnur Freyr. „Fyrirgefið mér, en mér finnst bara glatað hvernig liðið var sent inn í tímabilið. Þarna eru efnilegir og flottir leikmenn inn á en að ætlast til þess að þessir leikmenn geti borið upp lið í 10-12 manna róteringu í dag er bara galið.“ Finnur fór yfir þessa stefnu Blikanna í karla- og kvennaflokki að fá til sín mikið af efnilegum leikmönnum en hann skilur ekkert hvers vegna sterkir erlendir leikmenn voru ekki fengnir með þeim til að hjálpa bæði ungu strákunum og liðinu. „Það þarf ekkert marga. Ég held að ef Hilmar, Arnór, Snorri plús einhverjir tveir til þrír atvinnumenn hefðu byrjað tímabilið hefði þetta mögulega verið lið sem hefði boðið upp á eitthvað annað en þetta fíaskó sem hefur verið í gangi í vetur,“ sagði Finnur Freyr. „Hver er stefnan? Breiðablik hefur allt til þess að veðra risastórt körfuboltafélag. Þarna er mikið af krökkum og góð aðstaða. Ég er ekkert að segja að þessi stefna þeirra hafi verið tekin markvisst en ég vil bara fá Breiðablik í alvöru bolta. Þetta er svo sorglegt!“ sagði Finnur Freyr Stefánsson. Alla umræðuna má sjá hér að neðan.Klippa: Dominos-Körfuboltakvöld - Blikar dæmdir til að falla Dominos-deild karla Tengdar fréttir Domino´s-Körfuboltakvöld: Óagaðir dómarar sem verða að slaka aðeins á Strákarnir í körfuboltakvöldi fóru yfir dóminn stóra sem að sneri stórleiknum í gærkvöldi. 5. mars 2019 10:30 Teitur um brotið í Hellinum: „Það verður ekkert gert í þessu“ Kevin Capers braut illa á Viðari Ágústssyni en sleppur með bann að mati Körfuboltakvölds. 5. mars 2019 12:00 Mest lesið Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Formúla 1 Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Fótbolti Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands Sport Sendu Houston enn á ný í háttinn Körfubolti Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð Formúla 1 Dagskráin í dag: Oddaleikur og þrír leikir í Bestu deild karla Sport Fleiri fréttir Sendu Houston enn á ný í háttinn „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Sjá meira
Breiðablik féll á sunnudagskvöldið endanlega úr Domino´s-deild karla í körfubolta en örlög liðsins hafa verið ljós nánast frá því að liðið skaut sínu fyrsta skoti að körfunni í vetur. Ungt lið Blika hefur verið gagnrýnt mikið á tímabilinu og þá sérstaklega þjálfarinn Pétur Ingvarsson. Kjartan Atli Kjartasson spurði Finn Frey Stefánsson, gestasérfræðing Domino´s-Körfuboltakvölds, hvort liðið hefði verið dæmt til þess að falla frá fyrsta leik í þætti gærkvöldsins. „Já, bara já. Menn eru búnir að gagnrýna Pétur og hitt og þetta en þetta er í annað sinn á tiltölulega skömmum tíma sem Blikarnir eru uppi og síðast gátu þeir falið sig á bak við það að þeir gátu ekki styrkt sig með erlendum leikmönnum,“ sagði Finnur Freyr. „Fyrirgefið mér, en mér finnst bara glatað hvernig liðið var sent inn í tímabilið. Þarna eru efnilegir og flottir leikmenn inn á en að ætlast til þess að þessir leikmenn geti borið upp lið í 10-12 manna róteringu í dag er bara galið.“ Finnur fór yfir þessa stefnu Blikanna í karla- og kvennaflokki að fá til sín mikið af efnilegum leikmönnum en hann skilur ekkert hvers vegna sterkir erlendir leikmenn voru ekki fengnir með þeim til að hjálpa bæði ungu strákunum og liðinu. „Það þarf ekkert marga. Ég held að ef Hilmar, Arnór, Snorri plús einhverjir tveir til þrír atvinnumenn hefðu byrjað tímabilið hefði þetta mögulega verið lið sem hefði boðið upp á eitthvað annað en þetta fíaskó sem hefur verið í gangi í vetur,“ sagði Finnur Freyr. „Hver er stefnan? Breiðablik hefur allt til þess að veðra risastórt körfuboltafélag. Þarna er mikið af krökkum og góð aðstaða. Ég er ekkert að segja að þessi stefna þeirra hafi verið tekin markvisst en ég vil bara fá Breiðablik í alvöru bolta. Þetta er svo sorglegt!“ sagði Finnur Freyr Stefánsson. Alla umræðuna má sjá hér að neðan.Klippa: Dominos-Körfuboltakvöld - Blikar dæmdir til að falla
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Domino´s-Körfuboltakvöld: Óagaðir dómarar sem verða að slaka aðeins á Strákarnir í körfuboltakvöldi fóru yfir dóminn stóra sem að sneri stórleiknum í gærkvöldi. 5. mars 2019 10:30 Teitur um brotið í Hellinum: „Það verður ekkert gert í þessu“ Kevin Capers braut illa á Viðari Ágústssyni en sleppur með bann að mati Körfuboltakvölds. 5. mars 2019 12:00 Mest lesið Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Formúla 1 Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Fótbolti Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands Sport Sendu Houston enn á ný í háttinn Körfubolti Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð Formúla 1 Dagskráin í dag: Oddaleikur og þrír leikir í Bestu deild karla Sport Fleiri fréttir Sendu Houston enn á ný í háttinn „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Sjá meira
Domino´s-Körfuboltakvöld: Óagaðir dómarar sem verða að slaka aðeins á Strákarnir í körfuboltakvöldi fóru yfir dóminn stóra sem að sneri stórleiknum í gærkvöldi. 5. mars 2019 10:30
Teitur um brotið í Hellinum: „Það verður ekkert gert í þessu“ Kevin Capers braut illa á Viðari Ágústssyni en sleppur með bann að mati Körfuboltakvölds. 5. mars 2019 12:00