Stefna vegna innviðagjalda „frekar vanhugsuð verktakagræðgi“ Margrét Helga Erlingsdóttir og Stefán Ó. Jónsson skrifa 9. október 2019 14:00 Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri. Vísir/vilhelm Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, segir boðað dómsmál vegna innviðagjalda borgarinnar til marks um verktakagræðgi. Álagning gjaldanna byggi á samningum sem verktakar hafi undirritað. Það sé því einkennilegt að þeir ætli sér nú að stinga af frá reikningnum og velta kostnaðinum yfir á borgarbúa. Verktakafyrirtæki í samstarfi við Samtök iðnaðarins hafa stefnt Reykjavíkurborg vegna þess sem þau telja að sé ólögmæt innviðagjöld sem borgin hefur innheimt á undanförnum árum í tengslum við uppbyggingu á húsnæðismarkaði.Sjá einnig: Stefna Reykjavíkurborg vegna innviðagjalda „Mér sýnist þarna vera frekar vanhugsuð verktakagræði. Þessi byggingaréttur í Vogabyggð var seldur með skýrum kröfum um að taka þátt í ákveðnum innviðakostnaði, sem var dreift á allar lóðirnar,“ segir borgarstjóri.„Hverfið hefur mælst vel fyrir og fyrstu íbúðirnar eru komnar á sölu og það er mjög einkennilegt að þá mæti einhverjir verktakar, ætla að hirða allan ágóðann en senda reikninginn, sem þeir eiga að borga með okkur samkvæmt samningi, til borgarbúa og borgarsjóðs.“ Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, sagði í samtali við Markaðinn að lagaleg óvissa væri til staðar um lögmæti innviðagjaldanna. Borgarstjóri vísar þeim vangaveltum á bug.„Þetta byggir á samningum sem eru gerðir á einkaréttarlegum grunni. Þegar við stóðum frammi fyrir því að umbreyta þessu hverfi í íbúabyggð þá var ljóst að það var ekki hægt að kljúfa fjármögnunina eftir hefðbundum leiðum. Engum fannst rétt eða sanngjarnt að einkaaðilar fengju allan ágóðann af breyttu skipulagi en borgin sæti uppi með allan innviðakostnaðinn. Þannig að það var ákveðið að skipta honum og um þetta voru gerðir samningar eftir miklar yfirlegu,“ segir Dagur.„Þá gengur ekki eftir á, þegar einhver hafa keypt þessar lóðir, að verktakarnir vilji hlaupa frá sínum hluta af samningunum en senda reikninginn á borgarbúa.“ Fengu lóðirnar á sanngjörnu verði Fyrrnefndur Sigurður Hannesson sagði að innviðagjöldin hefðu áhrif á byggingarkostnað og hækki mögulega söluverð nýbygginga. Hann tók uppbyggingu í Vogabyggð sem dæmi og segir að innviðagjald á fermetra nemi 23 þúsund krónur sem geri 2,3 milljónir á hverja 100 fermetra íbúð á svæðinu. Aðspurður um hvort ekki sé um of háar upphæðir að ræða segir Dagur að fjárhæðirnar byggi á kostnaðarmati „á þeim innviðum sem var ákveðið að hafa í hverfinu.“ Lóðaverðið hafi tekið mið af því að þeim fylgdi greiðsluskylda á hluta í innviðunum. „Þannig að verktakarnir fengu lóðirnar á mjög sanngjörnu verði.“ Borgarstjóri segist því ekki hafa miklar áhyggjur af því að borgin muni tapa dómsmálinu. „Þetta eru einfaldlega samningar sem voru gerðir og samninga ber að virða. Ég veit ekki alveg hvernig byggingaiðnaðurinn á Íslandi væri ef það verður almenn regla að líta þannig á að samningar séu bara til einhvers konar viðmiðunar.“ Borgarstjórn Húsnæðismál Reykjavík Tengdar fréttir Stefna Reykjavíkurborg vegna innviðagjalda Verktakafyrirtæki og SI standa að baki stefnu á hendur borginni vegna þess sem þau telja ólögmæt innviðagjöld. Numið milljörðum króna síðustu ár. Lögmaður hagsmunaaðila segir að málið muni hafa víðtækt fordæmisgildi. 9. október 2019 06:15 Mest lesið „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Viðskipti innlent Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Viðskipti innlent Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Viðskipti innlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Sjá meira
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, segir boðað dómsmál vegna innviðagjalda borgarinnar til marks um verktakagræðgi. Álagning gjaldanna byggi á samningum sem verktakar hafi undirritað. Það sé því einkennilegt að þeir ætli sér nú að stinga af frá reikningnum og velta kostnaðinum yfir á borgarbúa. Verktakafyrirtæki í samstarfi við Samtök iðnaðarins hafa stefnt Reykjavíkurborg vegna þess sem þau telja að sé ólögmæt innviðagjöld sem borgin hefur innheimt á undanförnum árum í tengslum við uppbyggingu á húsnæðismarkaði.Sjá einnig: Stefna Reykjavíkurborg vegna innviðagjalda „Mér sýnist þarna vera frekar vanhugsuð verktakagræði. Þessi byggingaréttur í Vogabyggð var seldur með skýrum kröfum um að taka þátt í ákveðnum innviðakostnaði, sem var dreift á allar lóðirnar,“ segir borgarstjóri.„Hverfið hefur mælst vel fyrir og fyrstu íbúðirnar eru komnar á sölu og það er mjög einkennilegt að þá mæti einhverjir verktakar, ætla að hirða allan ágóðann en senda reikninginn, sem þeir eiga að borga með okkur samkvæmt samningi, til borgarbúa og borgarsjóðs.“ Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, sagði í samtali við Markaðinn að lagaleg óvissa væri til staðar um lögmæti innviðagjaldanna. Borgarstjóri vísar þeim vangaveltum á bug.„Þetta byggir á samningum sem eru gerðir á einkaréttarlegum grunni. Þegar við stóðum frammi fyrir því að umbreyta þessu hverfi í íbúabyggð þá var ljóst að það var ekki hægt að kljúfa fjármögnunina eftir hefðbundum leiðum. Engum fannst rétt eða sanngjarnt að einkaaðilar fengju allan ágóðann af breyttu skipulagi en borgin sæti uppi með allan innviðakostnaðinn. Þannig að það var ákveðið að skipta honum og um þetta voru gerðir samningar eftir miklar yfirlegu,“ segir Dagur.„Þá gengur ekki eftir á, þegar einhver hafa keypt þessar lóðir, að verktakarnir vilji hlaupa frá sínum hluta af samningunum en senda reikninginn á borgarbúa.“ Fengu lóðirnar á sanngjörnu verði Fyrrnefndur Sigurður Hannesson sagði að innviðagjöldin hefðu áhrif á byggingarkostnað og hækki mögulega söluverð nýbygginga. Hann tók uppbyggingu í Vogabyggð sem dæmi og segir að innviðagjald á fermetra nemi 23 þúsund krónur sem geri 2,3 milljónir á hverja 100 fermetra íbúð á svæðinu. Aðspurður um hvort ekki sé um of háar upphæðir að ræða segir Dagur að fjárhæðirnar byggi á kostnaðarmati „á þeim innviðum sem var ákveðið að hafa í hverfinu.“ Lóðaverðið hafi tekið mið af því að þeim fylgdi greiðsluskylda á hluta í innviðunum. „Þannig að verktakarnir fengu lóðirnar á mjög sanngjörnu verði.“ Borgarstjóri segist því ekki hafa miklar áhyggjur af því að borgin muni tapa dómsmálinu. „Þetta eru einfaldlega samningar sem voru gerðir og samninga ber að virða. Ég veit ekki alveg hvernig byggingaiðnaðurinn á Íslandi væri ef það verður almenn regla að líta þannig á að samningar séu bara til einhvers konar viðmiðunar.“
Borgarstjórn Húsnæðismál Reykjavík Tengdar fréttir Stefna Reykjavíkurborg vegna innviðagjalda Verktakafyrirtæki og SI standa að baki stefnu á hendur borginni vegna þess sem þau telja ólögmæt innviðagjöld. Numið milljörðum króna síðustu ár. Lögmaður hagsmunaaðila segir að málið muni hafa víðtækt fordæmisgildi. 9. október 2019 06:15 Mest lesið „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Viðskipti innlent Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Viðskipti innlent Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Viðskipti innlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Sjá meira
Stefna Reykjavíkurborg vegna innviðagjalda Verktakafyrirtæki og SI standa að baki stefnu á hendur borginni vegna þess sem þau telja ólögmæt innviðagjöld. Numið milljörðum króna síðustu ár. Lögmaður hagsmunaaðila segir að málið muni hafa víðtækt fordæmisgildi. 9. október 2019 06:15