Stefna vegna innviðagjalda „frekar vanhugsuð verktakagræðgi“ Margrét Helga Erlingsdóttir og Stefán Ó. Jónsson skrifa 9. október 2019 14:00 Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri. Vísir/vilhelm Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, segir boðað dómsmál vegna innviðagjalda borgarinnar til marks um verktakagræðgi. Álagning gjaldanna byggi á samningum sem verktakar hafi undirritað. Það sé því einkennilegt að þeir ætli sér nú að stinga af frá reikningnum og velta kostnaðinum yfir á borgarbúa. Verktakafyrirtæki í samstarfi við Samtök iðnaðarins hafa stefnt Reykjavíkurborg vegna þess sem þau telja að sé ólögmæt innviðagjöld sem borgin hefur innheimt á undanförnum árum í tengslum við uppbyggingu á húsnæðismarkaði.Sjá einnig: Stefna Reykjavíkurborg vegna innviðagjalda „Mér sýnist þarna vera frekar vanhugsuð verktakagræði. Þessi byggingaréttur í Vogabyggð var seldur með skýrum kröfum um að taka þátt í ákveðnum innviðakostnaði, sem var dreift á allar lóðirnar,“ segir borgarstjóri.„Hverfið hefur mælst vel fyrir og fyrstu íbúðirnar eru komnar á sölu og það er mjög einkennilegt að þá mæti einhverjir verktakar, ætla að hirða allan ágóðann en senda reikninginn, sem þeir eiga að borga með okkur samkvæmt samningi, til borgarbúa og borgarsjóðs.“ Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, sagði í samtali við Markaðinn að lagaleg óvissa væri til staðar um lögmæti innviðagjaldanna. Borgarstjóri vísar þeim vangaveltum á bug.„Þetta byggir á samningum sem eru gerðir á einkaréttarlegum grunni. Þegar við stóðum frammi fyrir því að umbreyta þessu hverfi í íbúabyggð þá var ljóst að það var ekki hægt að kljúfa fjármögnunina eftir hefðbundum leiðum. Engum fannst rétt eða sanngjarnt að einkaaðilar fengju allan ágóðann af breyttu skipulagi en borgin sæti uppi með allan innviðakostnaðinn. Þannig að það var ákveðið að skipta honum og um þetta voru gerðir samningar eftir miklar yfirlegu,“ segir Dagur.„Þá gengur ekki eftir á, þegar einhver hafa keypt þessar lóðir, að verktakarnir vilji hlaupa frá sínum hluta af samningunum en senda reikninginn á borgarbúa.“ Fengu lóðirnar á sanngjörnu verði Fyrrnefndur Sigurður Hannesson sagði að innviðagjöldin hefðu áhrif á byggingarkostnað og hækki mögulega söluverð nýbygginga. Hann tók uppbyggingu í Vogabyggð sem dæmi og segir að innviðagjald á fermetra nemi 23 þúsund krónur sem geri 2,3 milljónir á hverja 100 fermetra íbúð á svæðinu. Aðspurður um hvort ekki sé um of háar upphæðir að ræða segir Dagur að fjárhæðirnar byggi á kostnaðarmati „á þeim innviðum sem var ákveðið að hafa í hverfinu.“ Lóðaverðið hafi tekið mið af því að þeim fylgdi greiðsluskylda á hluta í innviðunum. „Þannig að verktakarnir fengu lóðirnar á mjög sanngjörnu verði.“ Borgarstjóri segist því ekki hafa miklar áhyggjur af því að borgin muni tapa dómsmálinu. „Þetta eru einfaldlega samningar sem voru gerðir og samninga ber að virða. Ég veit ekki alveg hvernig byggingaiðnaðurinn á Íslandi væri ef það verður almenn regla að líta þannig á að samningar séu bara til einhvers konar viðmiðunar.“ Borgarstjórn Húsnæðismál Reykjavík Tengdar fréttir Stefna Reykjavíkurborg vegna innviðagjalda Verktakafyrirtæki og SI standa að baki stefnu á hendur borginni vegna þess sem þau telja ólögmæt innviðagjöld. Numið milljörðum króna síðustu ár. Lögmaður hagsmunaaðila segir að málið muni hafa víðtækt fordæmisgildi. 9. október 2019 06:15 Mest lesið Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Sjá meira
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, segir boðað dómsmál vegna innviðagjalda borgarinnar til marks um verktakagræðgi. Álagning gjaldanna byggi á samningum sem verktakar hafi undirritað. Það sé því einkennilegt að þeir ætli sér nú að stinga af frá reikningnum og velta kostnaðinum yfir á borgarbúa. Verktakafyrirtæki í samstarfi við Samtök iðnaðarins hafa stefnt Reykjavíkurborg vegna þess sem þau telja að sé ólögmæt innviðagjöld sem borgin hefur innheimt á undanförnum árum í tengslum við uppbyggingu á húsnæðismarkaði.Sjá einnig: Stefna Reykjavíkurborg vegna innviðagjalda „Mér sýnist þarna vera frekar vanhugsuð verktakagræði. Þessi byggingaréttur í Vogabyggð var seldur með skýrum kröfum um að taka þátt í ákveðnum innviðakostnaði, sem var dreift á allar lóðirnar,“ segir borgarstjóri.„Hverfið hefur mælst vel fyrir og fyrstu íbúðirnar eru komnar á sölu og það er mjög einkennilegt að þá mæti einhverjir verktakar, ætla að hirða allan ágóðann en senda reikninginn, sem þeir eiga að borga með okkur samkvæmt samningi, til borgarbúa og borgarsjóðs.“ Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, sagði í samtali við Markaðinn að lagaleg óvissa væri til staðar um lögmæti innviðagjaldanna. Borgarstjóri vísar þeim vangaveltum á bug.„Þetta byggir á samningum sem eru gerðir á einkaréttarlegum grunni. Þegar við stóðum frammi fyrir því að umbreyta þessu hverfi í íbúabyggð þá var ljóst að það var ekki hægt að kljúfa fjármögnunina eftir hefðbundum leiðum. Engum fannst rétt eða sanngjarnt að einkaaðilar fengju allan ágóðann af breyttu skipulagi en borgin sæti uppi með allan innviðakostnaðinn. Þannig að það var ákveðið að skipta honum og um þetta voru gerðir samningar eftir miklar yfirlegu,“ segir Dagur.„Þá gengur ekki eftir á, þegar einhver hafa keypt þessar lóðir, að verktakarnir vilji hlaupa frá sínum hluta af samningunum en senda reikninginn á borgarbúa.“ Fengu lóðirnar á sanngjörnu verði Fyrrnefndur Sigurður Hannesson sagði að innviðagjöldin hefðu áhrif á byggingarkostnað og hækki mögulega söluverð nýbygginga. Hann tók uppbyggingu í Vogabyggð sem dæmi og segir að innviðagjald á fermetra nemi 23 þúsund krónur sem geri 2,3 milljónir á hverja 100 fermetra íbúð á svæðinu. Aðspurður um hvort ekki sé um of háar upphæðir að ræða segir Dagur að fjárhæðirnar byggi á kostnaðarmati „á þeim innviðum sem var ákveðið að hafa í hverfinu.“ Lóðaverðið hafi tekið mið af því að þeim fylgdi greiðsluskylda á hluta í innviðunum. „Þannig að verktakarnir fengu lóðirnar á mjög sanngjörnu verði.“ Borgarstjóri segist því ekki hafa miklar áhyggjur af því að borgin muni tapa dómsmálinu. „Þetta eru einfaldlega samningar sem voru gerðir og samninga ber að virða. Ég veit ekki alveg hvernig byggingaiðnaðurinn á Íslandi væri ef það verður almenn regla að líta þannig á að samningar séu bara til einhvers konar viðmiðunar.“
Borgarstjórn Húsnæðismál Reykjavík Tengdar fréttir Stefna Reykjavíkurborg vegna innviðagjalda Verktakafyrirtæki og SI standa að baki stefnu á hendur borginni vegna þess sem þau telja ólögmæt innviðagjöld. Numið milljörðum króna síðustu ár. Lögmaður hagsmunaaðila segir að málið muni hafa víðtækt fordæmisgildi. 9. október 2019 06:15 Mest lesið Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Sjá meira
Stefna Reykjavíkurborg vegna innviðagjalda Verktakafyrirtæki og SI standa að baki stefnu á hendur borginni vegna þess sem þau telja ólögmæt innviðagjöld. Numið milljörðum króna síðustu ár. Lögmaður hagsmunaaðila segir að málið muni hafa víðtækt fordæmisgildi. 9. október 2019 06:15