Fyrrverandi forstjóri Danske bank ákærður Kjartan Kjartansson skrifar 7. maí 2019 15:55 Borgen sagði af sér í september. Hann hafði starfað fyrir Danske bank frá 1997 og sem forstjóri frá 2013. Vísir/EPA Saksóknarar í Danmörku hafa ákært Thomas Borgen, fyrrverandi forstjóra Danske bank, persónulega vegna aðildar hans að stórfelldu peningaþvætti sem fór fram í gegnum útibú bankans í Eistlandi. Þá er lögregla sögð hafa gert húsleit á heimili Borgen í mars. Frá þessu segir danska viðskiptablaðið Børsen í dag. Lögmaður Borgen staðfestir ákæruna og að efnahagsbrota- og alþjóðadeild ríkissaksóknara Danmerkur hafi gert húsleit hjá honum 12. mars. Saksóknaraembættið hefur ekki viljað staðfesta eða hafna fréttunum, að sögn danska ríkisútvarpsins. Grunur leikur á að um 1.500 milljarðar danskra króna, jafnvirði um 27.500 milljarða íslenskra króna, hafi verið þvættaðar í gegnum útibú Danske bank í Eistlandi á um áratugi. Rannsóknin hefur meðal annars beinst að því hvort að stjórnendur bankans gætu borið persónulega ábyrgð á brotunum. Heimildir Børsen herma að tveir aðrir fyrrum stjórnendur Danske bank hafi verið ákærðir í tengslum við peningaþvættið. Borgen, sem er norskur, tók við sem forstjóri Danske bank árið 2013 eftir áralangt starf fyrir bankann. Hann sagði af sér í september vegna peningaþvættishneykslisins. Þá sagðist hann hafa sýnt af sér ábyrgðarleysi og að hann vildi axla ábyrgð með því að segja af sér. Hneykslið hefur einnig náð til fleiri norrænna fjármálastofnana eins og sænska bankans Nordea. Talið er að hluti af grunsamlegum fjármagnsfærslum sem fóru í gegnum eistneska útibú Danske bank hafi einnig runnið í gegnum sænska bankann. Danmörk Eistland Peningaþvætti norrænna banka Tengdar fréttir Deutsche bank bendlaður við peningaþvættishneyksli Danske bank Uppljóstrari bar vitni fyrir danskri þingnefnd í dag og segir að á annað hundrað milljarða evra af mögulega illa fengnu fé hafi farið í gegnum Deutsche bank. 19. nóvember 2018 13:17 Peningaþvætti Danske Bank til saksóknara Talið er að eistneskt dótturfyrirtæki Danske Bank hafi verið notað til að þvætta illa fengið fé rússneskra embættismanna. Áætlað er að um 53 milljarðar danskra króna hafi farið í gegnum bankann. 7. ágúst 2018 06:00 Forstjóri Danske Bank hættir: Telja að 200 milljarðar evra hafi flætt í gegnum lítið útibú í Eistlandi Tomas Borgen, forstjóri Danske Bank, hefur tilkynnt að hann muni segja af sér sem forstjóri bankans. Útlit er fyrir að 200 milljarðar evra, því sem nemur 25 þúsund milljörðum íslenskra króna, hafi flætt í gegnum lítið útibú bankans í Eistlandi. 19. september 2018 08:50 Mest lesið Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Atvinnulíf Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Saksóknarar í Danmörku hafa ákært Thomas Borgen, fyrrverandi forstjóra Danske bank, persónulega vegna aðildar hans að stórfelldu peningaþvætti sem fór fram í gegnum útibú bankans í Eistlandi. Þá er lögregla sögð hafa gert húsleit á heimili Borgen í mars. Frá þessu segir danska viðskiptablaðið Børsen í dag. Lögmaður Borgen staðfestir ákæruna og að efnahagsbrota- og alþjóðadeild ríkissaksóknara Danmerkur hafi gert húsleit hjá honum 12. mars. Saksóknaraembættið hefur ekki viljað staðfesta eða hafna fréttunum, að sögn danska ríkisútvarpsins. Grunur leikur á að um 1.500 milljarðar danskra króna, jafnvirði um 27.500 milljarða íslenskra króna, hafi verið þvættaðar í gegnum útibú Danske bank í Eistlandi á um áratugi. Rannsóknin hefur meðal annars beinst að því hvort að stjórnendur bankans gætu borið persónulega ábyrgð á brotunum. Heimildir Børsen herma að tveir aðrir fyrrum stjórnendur Danske bank hafi verið ákærðir í tengslum við peningaþvættið. Borgen, sem er norskur, tók við sem forstjóri Danske bank árið 2013 eftir áralangt starf fyrir bankann. Hann sagði af sér í september vegna peningaþvættishneykslisins. Þá sagðist hann hafa sýnt af sér ábyrgðarleysi og að hann vildi axla ábyrgð með því að segja af sér. Hneykslið hefur einnig náð til fleiri norrænna fjármálastofnana eins og sænska bankans Nordea. Talið er að hluti af grunsamlegum fjármagnsfærslum sem fóru í gegnum eistneska útibú Danske bank hafi einnig runnið í gegnum sænska bankann.
Danmörk Eistland Peningaþvætti norrænna banka Tengdar fréttir Deutsche bank bendlaður við peningaþvættishneyksli Danske bank Uppljóstrari bar vitni fyrir danskri þingnefnd í dag og segir að á annað hundrað milljarða evra af mögulega illa fengnu fé hafi farið í gegnum Deutsche bank. 19. nóvember 2018 13:17 Peningaþvætti Danske Bank til saksóknara Talið er að eistneskt dótturfyrirtæki Danske Bank hafi verið notað til að þvætta illa fengið fé rússneskra embættismanna. Áætlað er að um 53 milljarðar danskra króna hafi farið í gegnum bankann. 7. ágúst 2018 06:00 Forstjóri Danske Bank hættir: Telja að 200 milljarðar evra hafi flætt í gegnum lítið útibú í Eistlandi Tomas Borgen, forstjóri Danske Bank, hefur tilkynnt að hann muni segja af sér sem forstjóri bankans. Útlit er fyrir að 200 milljarðar evra, því sem nemur 25 þúsund milljörðum íslenskra króna, hafi flætt í gegnum lítið útibú bankans í Eistlandi. 19. september 2018 08:50 Mest lesið Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Atvinnulíf Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Deutsche bank bendlaður við peningaþvættishneyksli Danske bank Uppljóstrari bar vitni fyrir danskri þingnefnd í dag og segir að á annað hundrað milljarða evra af mögulega illa fengnu fé hafi farið í gegnum Deutsche bank. 19. nóvember 2018 13:17
Peningaþvætti Danske Bank til saksóknara Talið er að eistneskt dótturfyrirtæki Danske Bank hafi verið notað til að þvætta illa fengið fé rússneskra embættismanna. Áætlað er að um 53 milljarðar danskra króna hafi farið í gegnum bankann. 7. ágúst 2018 06:00
Forstjóri Danske Bank hættir: Telja að 200 milljarðar evra hafi flætt í gegnum lítið útibú í Eistlandi Tomas Borgen, forstjóri Danske Bank, hefur tilkynnt að hann muni segja af sér sem forstjóri bankans. Útlit er fyrir að 200 milljarðar evra, því sem nemur 25 þúsund milljörðum íslenskra króna, hafi flætt í gegnum lítið útibú bankans í Eistlandi. 19. september 2018 08:50