Stal upplýsingum um milljónir manna og stærði sig af því á netinu Gunnar Reynir Valþórsson og Kristín Ólafsdóttir skrifa 30. júlí 2019 08:45 Capital One er stórtækur útgefandi kreditkorta og heldur einnig úti bankastarfsemi vítt og breitt um Norður-Ameríku. Vísir/getty Lögregla handtók í gær tölvuhakkara í Bandaríkjunum sem hafði tekist að brjótast inn í kerfi fjármálarisans CapitalOne og komast yfir persónuupplýsingar hundrað og sex milljóna einstaklinga í Bandaríkjunum og í Kanada. Lögregla hafði hendur í hári þrjótsins eftir að hún stærði sig af gagnastuldinum á spjallborði á netinu. Ekki var tilkynnt um tölvuinnbrotið fyrr en þrjóturinn, hin þrjátíu og þriggja ára gamla Paige Thompson, hafði verið handtekinn en brotið átti sér stað þann 19. júlí síðastliðinn. Capital One er stórtækur útgefandi kreditkorta og heldur einnig úti bankastarfsemi vítt og breitt um Norður-Ameríku. Thompson, sem er hugbúnaðarverkfræðingur, komst m.a. yfir nöfn, fæðingardaga, kennitölur og reikningsnúmer viðskiptavina Capital One. Stjórnendur segja ólíklegt að hún hafi náð að nýta sér upplýsingarnar að nokkru marki áður en hún var handtekin en lofa að bæta kerfi sín. Hakkarinn gistir nú fangaklefa í Seattle-borg en lögregla komst á spor hennar þegar hún stærði sig af því á spjallþræði á netinu að hafa náð að brjótast inn í kerfi Capital One. Hún verður leidd fyrir dómara 1. ágúst næstkomandi og á yfir höfði sér fimm ára fangelsi og 250 þúsund dala sekt, andvirði um 30 milljóna íslenskra króna. Bandaríkin Kanada Tækni Mest lesið Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Viðskipti innlent „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Isavia gefur strandaglópum engin grið Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent Búið að greiða laun og barnabætur Viðskipti innlent Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Viðskipti innlent Gjörbreyttar kröfur og vinna ekki lengur aðeins til að hafa í sig og á Atvinnulíf Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Lögregla handtók í gær tölvuhakkara í Bandaríkjunum sem hafði tekist að brjótast inn í kerfi fjármálarisans CapitalOne og komast yfir persónuupplýsingar hundrað og sex milljóna einstaklinga í Bandaríkjunum og í Kanada. Lögregla hafði hendur í hári þrjótsins eftir að hún stærði sig af gagnastuldinum á spjallborði á netinu. Ekki var tilkynnt um tölvuinnbrotið fyrr en þrjóturinn, hin þrjátíu og þriggja ára gamla Paige Thompson, hafði verið handtekinn en brotið átti sér stað þann 19. júlí síðastliðinn. Capital One er stórtækur útgefandi kreditkorta og heldur einnig úti bankastarfsemi vítt og breitt um Norður-Ameríku. Thompson, sem er hugbúnaðarverkfræðingur, komst m.a. yfir nöfn, fæðingardaga, kennitölur og reikningsnúmer viðskiptavina Capital One. Stjórnendur segja ólíklegt að hún hafi náð að nýta sér upplýsingarnar að nokkru marki áður en hún var handtekin en lofa að bæta kerfi sín. Hakkarinn gistir nú fangaklefa í Seattle-borg en lögregla komst á spor hennar þegar hún stærði sig af því á spjallþræði á netinu að hafa náð að brjótast inn í kerfi Capital One. Hún verður leidd fyrir dómara 1. ágúst næstkomandi og á yfir höfði sér fimm ára fangelsi og 250 þúsund dala sekt, andvirði um 30 milljóna íslenskra króna.
Bandaríkin Kanada Tækni Mest lesið Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Viðskipti innlent „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Isavia gefur strandaglópum engin grið Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent Búið að greiða laun og barnabætur Viðskipti innlent Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Viðskipti innlent Gjörbreyttar kröfur og vinna ekki lengur aðeins til að hafa í sig og á Atvinnulíf Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira