Harpa tapaði 462 milljónum í fyrra Kristín Ólafsdóttir skrifar 10. apríl 2019 14:47 Tap Hörpu jókst um 218,1 milljón milli áranna 2017 og 2018. Vísir/vilhelm Tónlistar- og ráðstefnuhúsið Harpa tapaði 461,5 milljónum króna árið 2018 miðað við 243,4 milljóna tap árið áður, að því er fram kemur í ársreikningi hússins. Rekstrarhagnaður (EBITDA) fyrir árið 2018 nemur rúmum 42 milljónum króna. Í tilkynningu frá Hörpu segir að afkoma Hörpu ohf. árið 2018 hafi verið í samræmi við áætlanir. Tekjur af viðburðahaldi hafi aukist á milli ára og voru 757 milljónir króna. Hundruðmilljóna aukning á tapi Hörpu milli ára skýrist m.a. af því fyrirkomulagi sem ákveðið var af eigendum Hörpu ohf., þ.e. að vista skuldabréfalán til 35 ára sem tekið var til að fjármagna byggingu hússins í dótturfélagi samstæðunnar. Þórður Sverrisson, fráfarandi stjórnarformaður Hörpu, gerði rekstrarumhverfi Hörpu að umtalsefni á aðalfundi samstæðunnar sem fram fór í gær. Benti hann á að afkoma samstæðunnar án tillits til rekstrarframlaga hafi farið batnandi þrátt fyrir gríðarlega há fasteignagjöld, sem námu 267 milljónum á síðasta ári. Sagði hann gjöldin fyrir þetta eina hús nema 1,49% af heildartekjum Reykjavíkurborgar af fasteigna- og lóðasköttum. Stjórn telur eiginfé Hörpu verulega vanmetið Á aðalfundinum var Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir kjörin stjórnarformaður og tekur hún við af Þórði sem hefur verið stjórnarformaður Hörpu í tæp tvö ár. Auk Ingibjargar Aspar kemur Guðni Tómasson nýr inn í stjórnina í stað Vilhjálms Egilssonar. Auk þeirra eru í stjórninni Aðalheiður Magnúsdóttir, Arna Schram og Árni Geir Pálsson. Í tilkynningu var jafnframt gerð grein fyrir mati fráfarandi stjórnar en hún telur að eiginfé samstæðunnar sé verulega vanmetið og efnahagsstaða Hörpu auk þess traust, væri reikningsskilum félagsins breytt til samræmis við fyrirliggjandi tillögur um að eignfæra samningsbundið framlag frá ríkinu og Reykjavíkurborg vegna afborgunar og vaxta af fjármögnun fasteignar. Með þeim hætti næmi eigið fé Hörpu ohf. 12 milljörðum króna. Í Hörpu voru haldnir tæplega 1.500 viðburðir á síðasta ári. Heimsóknir voru yfir tvær milljónir, en þar af greiddu nærri 300 þúsund fyrir aðgang að tónleikum eða öðrum listviðburðum í sölum Hörpu og var velta miðasölu Hörpu um 1.4 milljarðar. Um þriðjungur viðburða sem fram fóru í Hörpu voru ráðstefnur, fundir og veislur og á tónlistarsviðinu var um helmingurinn sígild og samtímatónlist, um 23% popp og rokk og um 13% jazz. Menning Reykjavík Tengdar fréttir Örlar á viðsnúningi í rekstri Hörpu Bókfært tap að fjárhæð 243,3 milljónir varð á rekstri heildarsamstæðu ónlistar- og ráðstefnuhússins Hörpu á síðasta ári. 27. apríl 2018 10:59 Andri og Ragnar hefja störf í Hörpu Andri Guðmundsson hefur verið ráðinn nýr tæknistjóri og Ragnar Fjalar Sævarsson nýr markaðs- og samskiptastjóri. 9. apríl 2019 08:12 Hvorki græðgi né frekja að vilja lifa af á launum sínum Í ræðunni sinni varpaði Þuríður Harpa ljósi á þá alvarlegu stöðu sem fátækt fólk og öryrkjar búa við á Íslandi og sagði að frá þeirra sjónarhorni væri ísland svo sannarlega ekki land tækifæranna og velsældar. Fátækt sé þjóðarskömm í ríku landi. 23. febrúar 2019 14:58 Mest lesið Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Viðskipti innlent Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent Ertu þremur mínútum frá draumastarfinu? Samstarf „Íslenski neytandinn er allavega ekki að sýna merki um samdrátt“ Neytendur SFS vilja margfalda fiskeldi og fagna erlendri fjárfestingu Viðskipti innlent Grafalvarleg staða Viðskipti innlent Græða á tá og fingri á svikum og prettum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Sjá meira
Tónlistar- og ráðstefnuhúsið Harpa tapaði 461,5 milljónum króna árið 2018 miðað við 243,4 milljóna tap árið áður, að því er fram kemur í ársreikningi hússins. Rekstrarhagnaður (EBITDA) fyrir árið 2018 nemur rúmum 42 milljónum króna. Í tilkynningu frá Hörpu segir að afkoma Hörpu ohf. árið 2018 hafi verið í samræmi við áætlanir. Tekjur af viðburðahaldi hafi aukist á milli ára og voru 757 milljónir króna. Hundruðmilljóna aukning á tapi Hörpu milli ára skýrist m.a. af því fyrirkomulagi sem ákveðið var af eigendum Hörpu ohf., þ.e. að vista skuldabréfalán til 35 ára sem tekið var til að fjármagna byggingu hússins í dótturfélagi samstæðunnar. Þórður Sverrisson, fráfarandi stjórnarformaður Hörpu, gerði rekstrarumhverfi Hörpu að umtalsefni á aðalfundi samstæðunnar sem fram fór í gær. Benti hann á að afkoma samstæðunnar án tillits til rekstrarframlaga hafi farið batnandi þrátt fyrir gríðarlega há fasteignagjöld, sem námu 267 milljónum á síðasta ári. Sagði hann gjöldin fyrir þetta eina hús nema 1,49% af heildartekjum Reykjavíkurborgar af fasteigna- og lóðasköttum. Stjórn telur eiginfé Hörpu verulega vanmetið Á aðalfundinum var Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir kjörin stjórnarformaður og tekur hún við af Þórði sem hefur verið stjórnarformaður Hörpu í tæp tvö ár. Auk Ingibjargar Aspar kemur Guðni Tómasson nýr inn í stjórnina í stað Vilhjálms Egilssonar. Auk þeirra eru í stjórninni Aðalheiður Magnúsdóttir, Arna Schram og Árni Geir Pálsson. Í tilkynningu var jafnframt gerð grein fyrir mati fráfarandi stjórnar en hún telur að eiginfé samstæðunnar sé verulega vanmetið og efnahagsstaða Hörpu auk þess traust, væri reikningsskilum félagsins breytt til samræmis við fyrirliggjandi tillögur um að eignfæra samningsbundið framlag frá ríkinu og Reykjavíkurborg vegna afborgunar og vaxta af fjármögnun fasteignar. Með þeim hætti næmi eigið fé Hörpu ohf. 12 milljörðum króna. Í Hörpu voru haldnir tæplega 1.500 viðburðir á síðasta ári. Heimsóknir voru yfir tvær milljónir, en þar af greiddu nærri 300 þúsund fyrir aðgang að tónleikum eða öðrum listviðburðum í sölum Hörpu og var velta miðasölu Hörpu um 1.4 milljarðar. Um þriðjungur viðburða sem fram fóru í Hörpu voru ráðstefnur, fundir og veislur og á tónlistarsviðinu var um helmingurinn sígild og samtímatónlist, um 23% popp og rokk og um 13% jazz.
Menning Reykjavík Tengdar fréttir Örlar á viðsnúningi í rekstri Hörpu Bókfært tap að fjárhæð 243,3 milljónir varð á rekstri heildarsamstæðu ónlistar- og ráðstefnuhússins Hörpu á síðasta ári. 27. apríl 2018 10:59 Andri og Ragnar hefja störf í Hörpu Andri Guðmundsson hefur verið ráðinn nýr tæknistjóri og Ragnar Fjalar Sævarsson nýr markaðs- og samskiptastjóri. 9. apríl 2019 08:12 Hvorki græðgi né frekja að vilja lifa af á launum sínum Í ræðunni sinni varpaði Þuríður Harpa ljósi á þá alvarlegu stöðu sem fátækt fólk og öryrkjar búa við á Íslandi og sagði að frá þeirra sjónarhorni væri ísland svo sannarlega ekki land tækifæranna og velsældar. Fátækt sé þjóðarskömm í ríku landi. 23. febrúar 2019 14:58 Mest lesið Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Viðskipti innlent Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent Ertu þremur mínútum frá draumastarfinu? Samstarf „Íslenski neytandinn er allavega ekki að sýna merki um samdrátt“ Neytendur SFS vilja margfalda fiskeldi og fagna erlendri fjárfestingu Viðskipti innlent Grafalvarleg staða Viðskipti innlent Græða á tá og fingri á svikum og prettum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Sjá meira
Örlar á viðsnúningi í rekstri Hörpu Bókfært tap að fjárhæð 243,3 milljónir varð á rekstri heildarsamstæðu ónlistar- og ráðstefnuhússins Hörpu á síðasta ári. 27. apríl 2018 10:59
Andri og Ragnar hefja störf í Hörpu Andri Guðmundsson hefur verið ráðinn nýr tæknistjóri og Ragnar Fjalar Sævarsson nýr markaðs- og samskiptastjóri. 9. apríl 2019 08:12
Hvorki græðgi né frekja að vilja lifa af á launum sínum Í ræðunni sinni varpaði Þuríður Harpa ljósi á þá alvarlegu stöðu sem fátækt fólk og öryrkjar búa við á Íslandi og sagði að frá þeirra sjónarhorni væri ísland svo sannarlega ekki land tækifæranna og velsældar. Fátækt sé þjóðarskömm í ríku landi. 23. febrúar 2019 14:58