Kino fyrstur til að ná 50 í framlagi í úrslitakeppninni í heilan áratug Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. apríl 2019 13:30 Kinu Rochford skorar á móti KR. Vísir/Daníel Þórsarinn Kinu Rochford átti magnaðan leik með Þorlákshafnarliðinu í gær þegar það jafnaði metin í 1-1 í undanúrslitaseríu sinni á móti Íslandsmeisturum KR. Kinu Rochford var í gær fyrsti leikmaðurinn í úrslitakeppni Domino´s deildar karla í ár til að ná 50 framlagsstigum í einum leik. Það þarf líka að fara miklu lengra aftur í tímann til að finna annað eins framlag í leik á stóra sviðinu. Enginn náði 50 framlagsstigum í einum leik í fyrra eða í átta úrslitakeppnum þar á undan. Kinu Rochford var með nákvæmlega 50 í framlagi fyrir leikinn sem Þórsliðið vann með tólf stiga mun, 102-90. Fyrir leikinn hafði aðeins einn náð 40 í framlagi í úrslitakeppninni í ár en Pétur Rúnar Birgisson var með 40 framlagsstig fyrir Tindastól á móti Þór í átta liða úrslitunum. Þetta er hæsta framlag leikmanns í einum leik í úrslitakeppninni síðan 9. apríl 2009 eða í nákvæmlega tíu ár. Þá var Nick Bradford með 51 í framlagi í leik á móti KR í úrslitaeinvíginu. Bradford var þá með 47 stig, 9 fráköst, 4 stoðsendingar og 4 stolna bolta í DHL-höllinni. Kinu skoraði 29 stig stig í leiknum á móti KR í gær, tók 17 fráköst og gaf 9 stoðsendingar. Hann var einnig með 8 fiskaðar villur sem telja þó ekki inn í framlagið. Sex KR-ingar fengu villu fyrir að brjóta á miðherja Þórsliðsins en það voru þeir Pavel Ermolinskij (3), Jón Arnór Stefánsson, Julian Boyd, Mike Di Nunno, Finnur Atli Magnússon og Kristófer Acox. Það gerir aftur á móti góð nýting og Kinu nýtti 71 prósent skota sinna utan af velli (10 af 14) og setti niður 82 prósent víta sinna (9 af 11). Kinu Rochford á nú þrjá af sex framlagshæstu leikjum úrslitakeppninnar í ár.Hæsta framlag í einum leik í úrslitakeppninni 2019: 1. Kinu Rochford, Þór Þ. á móti KR - 50 2. Pétur Rúnar Birgisson, Tindastól á móti Þór Þ. - 40 3. Kinu Rochford, Þór Þ. á móti Tindastól - 38 4. Nikolas Tomsick, Þór Þ.á móti Tindastól - 36 4. Michael Craion, Keflavík á móti KR - 36 6. Kinu Rochford, Þór Þ. á móti KR - 35 6. Julian Boyd, KR á móti Keflavík - 35 8 Michael Craion, Keflavík á móti KR - 34 9. Pavel Ermolinskij, KR á móti Keflavík - 33 10. Jordy Kuiper, Grindavík á móti Stjörnunni - 32 10. Mindaugas Kacinas, Keflavík á móti KR - 32 Dominos-deild karla Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Körfubolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti N-Írland - Ísland | Stelpurnar okkar verja sætið í umspili Fótbolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Dæmd fyrir að stela greiðslukorti liðsfélaga Sport Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Körfubolti Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Íslenski boltinn Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Fótbolti Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Handbolti Fleiri fréttir Stjarnan - ÍR | Bæði lið í leit að sigri eftir slæma skelli „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Sjá meira
Þórsarinn Kinu Rochford átti magnaðan leik með Þorlákshafnarliðinu í gær þegar það jafnaði metin í 1-1 í undanúrslitaseríu sinni á móti Íslandsmeisturum KR. Kinu Rochford var í gær fyrsti leikmaðurinn í úrslitakeppni Domino´s deildar karla í ár til að ná 50 framlagsstigum í einum leik. Það þarf líka að fara miklu lengra aftur í tímann til að finna annað eins framlag í leik á stóra sviðinu. Enginn náði 50 framlagsstigum í einum leik í fyrra eða í átta úrslitakeppnum þar á undan. Kinu Rochford var með nákvæmlega 50 í framlagi fyrir leikinn sem Þórsliðið vann með tólf stiga mun, 102-90. Fyrir leikinn hafði aðeins einn náð 40 í framlagi í úrslitakeppninni í ár en Pétur Rúnar Birgisson var með 40 framlagsstig fyrir Tindastól á móti Þór í átta liða úrslitunum. Þetta er hæsta framlag leikmanns í einum leik í úrslitakeppninni síðan 9. apríl 2009 eða í nákvæmlega tíu ár. Þá var Nick Bradford með 51 í framlagi í leik á móti KR í úrslitaeinvíginu. Bradford var þá með 47 stig, 9 fráköst, 4 stoðsendingar og 4 stolna bolta í DHL-höllinni. Kinu skoraði 29 stig stig í leiknum á móti KR í gær, tók 17 fráköst og gaf 9 stoðsendingar. Hann var einnig með 8 fiskaðar villur sem telja þó ekki inn í framlagið. Sex KR-ingar fengu villu fyrir að brjóta á miðherja Þórsliðsins en það voru þeir Pavel Ermolinskij (3), Jón Arnór Stefánsson, Julian Boyd, Mike Di Nunno, Finnur Atli Magnússon og Kristófer Acox. Það gerir aftur á móti góð nýting og Kinu nýtti 71 prósent skota sinna utan af velli (10 af 14) og setti niður 82 prósent víta sinna (9 af 11). Kinu Rochford á nú þrjá af sex framlagshæstu leikjum úrslitakeppninnar í ár.Hæsta framlag í einum leik í úrslitakeppninni 2019: 1. Kinu Rochford, Þór Þ. á móti KR - 50 2. Pétur Rúnar Birgisson, Tindastól á móti Þór Þ. - 40 3. Kinu Rochford, Þór Þ. á móti Tindastól - 38 4. Nikolas Tomsick, Þór Þ.á móti Tindastól - 36 4. Michael Craion, Keflavík á móti KR - 36 6. Kinu Rochford, Þór Þ. á móti KR - 35 6. Julian Boyd, KR á móti Keflavík - 35 8 Michael Craion, Keflavík á móti KR - 34 9. Pavel Ermolinskij, KR á móti Keflavík - 33 10. Jordy Kuiper, Grindavík á móti Stjörnunni - 32 10. Mindaugas Kacinas, Keflavík á móti KR - 32
Dominos-deild karla Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Körfubolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti N-Írland - Ísland | Stelpurnar okkar verja sætið í umspili Fótbolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Dæmd fyrir að stela greiðslukorti liðsfélaga Sport Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Körfubolti Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Íslenski boltinn Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Fótbolti Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Handbolti Fleiri fréttir Stjarnan - ÍR | Bæði lið í leit að sigri eftir slæma skelli „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Sjá meira