Er lánsábyrgðin lögmæt? Guðbrandur Jóhannesson skrifar 29. ágúst 2019 08:30 Hér er greint frá dómi sem skýrir hvernig ábyrgð á lánum af hálfu ábyrgðarmanna getur orðið ógild ef lánveitendur uppfylla ekki skyldur sínar gagnvart ábyrgðarmönnum með hliðsjón af lögum um ábyrgðarmenn frá 2009. Lög sem tóku gildi 2009 um ábyrgðarmenn kváðu á um þrjár meginskyldur lánveitenda. Í fyrsta lagi að lánveitendur skuli vinna greiðslumat á skuldara og kynna fyrir ábyrgðarmanni áður en ábyrgðarmaðurinn staðfestir ábyrgð sína með undirskrift. Í öðru lagi að lánveitendur skuli með skriflegum hætti ráða ábyrgðarmanni frá því að gangast í ábyrgð ef greiðslumat bendir til þess að lántaki geti ekki efnt skuldbindingar sínar. Í þriðja lagi er kveðið á um vissa upplýsingaskyldu lántaka gagnvart ábyrgðarmanni. Vanræki lánveitandi að sinna einhverri af ofangreindum reglum/ skyldum, þá leiðir það til þess að ábyrgðin eða lánsveðið er að öllum líkindum ólögmæt og ábyrgðin því ógildanleg skv. samningalögum. Ógilding ábyrgðar á þeim forsendum var einmitt niðurstaðan í dómi sem kveðinn var upp í Héraðsdómi Reykjavíkur þann 10. júlí sl. í máli nr. E-1719/2018. Málið snerist um að LÍN hafði stefnt skuldara námsláns og ábyrgðarmanni til greiðslu skuldar. Ábyrgðarmaðurinn tók þar til varna og sá undirritaður um að gæta hagsmuna hans fyrir dómi. Krafa ábyrgðarmannsins var sú að sjálfskuldarábyrgð lánsins myndi víkja á grundvelli 36 gr. samningalaga, meðal annars vegna þess að LÍN sem lánveitandi, hefði ekki uppfyllt skyldur sínar samkvæmt lögum um ábyrgðarmenn nr. 32/2009. Héraðsdómur komst að þeirri niðurstöðu að LÍN hafi ekki uppfyllt skyldu sína um að ráða ábyrgðarmanninum frá því skriflega að gangast undir ábyrgðina. Með vísan til þess taldi héraðsdómur óvíst hvort ábyrgðarmaðurinn hefði verið tilbúinn að gangast undir sjálfskuldarábyrgðina ef LÍN hefði svo sem opinberum lánastofnunum er skylt, ráðið honum skriflega frá því. Héraðsdómur taldi þar af leiðandi að uppfyllt væru skilyrði samningalaga til að víkja til hliðar sjálfskuldarábyrgðinni enda ósanngjarnt að mati dómsins af hálfu LÍN að bera fyrir sig „óupplýst“ loforð ábyrgðarmannsins. Var ábyrgðarmaðurinn því sýknaður af fjárkröfu LÍN. Að mati undirritaðs eru fjölmörg sambærileg dæmi til staðar í samfélaginu, þar sem að lánastofnanir hafa ekki fylgt ofangreindum reglum og eru að innheimta kröfur hjá ábyrgðarmönnum sem í reynd eru ólögmætar. Þeir sem hafa gengist í ábyrgð fyrir skuld geta og eiga að kanna stöðu sína að þessu leyti. Það er á valdi ábyrgðarmanna að sækja þennan rétt sinn því lánveitendur skoða ekki réttmæti ábyrgða hvað þessi atriði varðar að eigin frumkvæði. Fordæmi þess dóms sem féll í umræddu máli sýnir að það getur margborgað sig fyrir ábyrgðarmenn að fá óháða sérfræðinga til að kanna réttarstöðu sína í þessum efnum.Höfundur er landsréttarlögmaður hjá Lögmönnum Sundagörðum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Námslán Mest lesið Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 25.10.2025 Halldór Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu skrifar Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann skrifar Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir skrifar Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Sjá meira
Hér er greint frá dómi sem skýrir hvernig ábyrgð á lánum af hálfu ábyrgðarmanna getur orðið ógild ef lánveitendur uppfylla ekki skyldur sínar gagnvart ábyrgðarmönnum með hliðsjón af lögum um ábyrgðarmenn frá 2009. Lög sem tóku gildi 2009 um ábyrgðarmenn kváðu á um þrjár meginskyldur lánveitenda. Í fyrsta lagi að lánveitendur skuli vinna greiðslumat á skuldara og kynna fyrir ábyrgðarmanni áður en ábyrgðarmaðurinn staðfestir ábyrgð sína með undirskrift. Í öðru lagi að lánveitendur skuli með skriflegum hætti ráða ábyrgðarmanni frá því að gangast í ábyrgð ef greiðslumat bendir til þess að lántaki geti ekki efnt skuldbindingar sínar. Í þriðja lagi er kveðið á um vissa upplýsingaskyldu lántaka gagnvart ábyrgðarmanni. Vanræki lánveitandi að sinna einhverri af ofangreindum reglum/ skyldum, þá leiðir það til þess að ábyrgðin eða lánsveðið er að öllum líkindum ólögmæt og ábyrgðin því ógildanleg skv. samningalögum. Ógilding ábyrgðar á þeim forsendum var einmitt niðurstaðan í dómi sem kveðinn var upp í Héraðsdómi Reykjavíkur þann 10. júlí sl. í máli nr. E-1719/2018. Málið snerist um að LÍN hafði stefnt skuldara námsláns og ábyrgðarmanni til greiðslu skuldar. Ábyrgðarmaðurinn tók þar til varna og sá undirritaður um að gæta hagsmuna hans fyrir dómi. Krafa ábyrgðarmannsins var sú að sjálfskuldarábyrgð lánsins myndi víkja á grundvelli 36 gr. samningalaga, meðal annars vegna þess að LÍN sem lánveitandi, hefði ekki uppfyllt skyldur sínar samkvæmt lögum um ábyrgðarmenn nr. 32/2009. Héraðsdómur komst að þeirri niðurstöðu að LÍN hafi ekki uppfyllt skyldu sína um að ráða ábyrgðarmanninum frá því skriflega að gangast undir ábyrgðina. Með vísan til þess taldi héraðsdómur óvíst hvort ábyrgðarmaðurinn hefði verið tilbúinn að gangast undir sjálfskuldarábyrgðina ef LÍN hefði svo sem opinberum lánastofnunum er skylt, ráðið honum skriflega frá því. Héraðsdómur taldi þar af leiðandi að uppfyllt væru skilyrði samningalaga til að víkja til hliðar sjálfskuldarábyrgðinni enda ósanngjarnt að mati dómsins af hálfu LÍN að bera fyrir sig „óupplýst“ loforð ábyrgðarmannsins. Var ábyrgðarmaðurinn því sýknaður af fjárkröfu LÍN. Að mati undirritaðs eru fjölmörg sambærileg dæmi til staðar í samfélaginu, þar sem að lánastofnanir hafa ekki fylgt ofangreindum reglum og eru að innheimta kröfur hjá ábyrgðarmönnum sem í reynd eru ólögmætar. Þeir sem hafa gengist í ábyrgð fyrir skuld geta og eiga að kanna stöðu sína að þessu leyti. Það er á valdi ábyrgðarmanna að sækja þennan rétt sinn því lánveitendur skoða ekki réttmæti ábyrgða hvað þessi atriði varðar að eigin frumkvæði. Fordæmi þess dóms sem féll í umræddu máli sýnir að það getur margborgað sig fyrir ábyrgðarmenn að fá óháða sérfræðinga til að kanna réttarstöðu sína í þessum efnum.Höfundur er landsréttarlögmaður hjá Lögmönnum Sundagörðum.
Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun