Sjólaskipasystkinin krefjast frávísunar vegna tengsla saksóknara við blaðamann Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 29. ágúst 2019 13:36 Héraðssaksóknari mun verjast frávísunarkröfu Sjólaskipasystkina fyrir dómstólum. Fréttablaðið/Eyþór Sjólaskipasystkinin, sem verjast nú ákæru héraðssaksóknara fyrir umfangsmikil skattsvik fyrir dómstólum, hafa kært til ríkissaksóknara meintan upplýsingaleka frá héraðssaksóknara til fjölmiðla. RÚV greinir frá en systkinin krefjast þess um leið að málinu verði vísað frá dómi. Málið var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Systkinin telja að Ingi Freyr Vilhjálmsson blaðamaður hafi fengið upplýsingar um rannsókn skattamálsins frá embætti héraðssaksóknara. Umræddar upplýsingar eru annars vegar þær að skattrannsóknarstjóri hafi kært málið til héraðssaksóknara árið 2016 og síðan að rannsókn héraðssaksóknara væri lokið í mars á þessu ári. Skrifaði Ingi Freyr fréttir um málið í Fréttatímanum annars vegar 2016 og Stundinni nú í mars. Var í framhaldinu fjallað um málið í fleiri fjölmiðlum.Finnur Vilhjálmsson (til hægri) var hluti af rannsóknarnefnd Alþingis um sölu Búnaðarbankans sem Ólafur Ólafsson keypti á sínum tíma ásamt fleirum.vísirFinnur Þór Vilhjálmsson, bróðir Inga Freys, er saksóknari hjá embættinu. Hann sækir málið fyrir hönd embættisins. Kæra Sjólaskipasystkinanna beinist þó að embættinu en ekki Finni Þór sjálfum. Frávísunarkrafa systkinanna er hins vegar byggð á því að Ingi Freyr, bróðir Finns, hafi skrifað stærstan hluta frétta af málinu á þeim tíma sem það var til rannsóknar. Því megi draga í efa hlutleysi Finns Þórs saksóknara. Hæstiréttur kvað upp dóm í svipuðu máli síðastliðið haust. Þá vildi Ólafur Ólafsson, oft kenndur við Samskip, að Vilhjálmur Vilhjálmsson viki sæti sem dómari í Landsrétti vegna tengsla við son sinn Inga Frey Vilhjálmsson blaðamann sem hefði skrifað um Ólaf „undir neikvæðum formerkjum.“ Hæstiréttur taldi ekki ástæðu til að Vilhjálmur véki sæti í dómnum.Ingi Freyr Vilhjálmsson blaðamaður hefur fjallað mikið um skattsvik og sjávarútveg undanfarin ár.Finnur Þór hefur rannsakað ýmis stór fjársvikamál undanfarin ár og var í rannsóknarteymi með Kjartani Björgvinssyni héraðsdómara í rannsókn á sölunni á Búnaðarbankanum. Ingi Freyr hefur fjallað mikið um fjársvik í sjávarútvegi undanfarin á og þeirra á meðal er mál Sjólaskipasystkinanna. Hann greindi meðal annars frá því í Fréttatímanum í október 2016 að nöfn systkinanna fjögurra væri að finna í Panamaskjölunum svokölluðu. Afrit af vegabréfum systkinanna var að finna í gögnunum sem lekið var frá lögmannsstofunni Mossack Fonseca. Umrætt mál er nú til meðferðar fyrir dómstólum en næst á dagskrá er að taka fyrir frávísunarkröfu systkinanna. Meint skattsvik systkinanna nema 550 milljónum króna. Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari staðfestir tilvist kærunnar í samtali við RÚV og þær fari sína leið. Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari segir embættið hafna ásökunum systkinanna um leka.Fréttin var síðast uppfærð klukkan 14:41. Dómsmál Fjölmiðlar Panama-skjölin Tengdar fréttir Sjólaskipabræður ákærðir fyrir 514 milljóna króna skattsvik Héraðssaksóknari hefur ákært bræðurna Guðmund Steinar Jónsson og Harald Reyni Jónsson fyrir stórfelld skattalagabrot. 2. ágúst 2019 11:19 Sjólaskipabróðir ákærður fyrir 245 milljóna skattsvik Haraldur Reynir Jónsson, einn systkinanna sem kennd eru við útgerðarfyrirtækið Sjólaskip, hefur verið ákærður fyrir meiriháttar brot gegn skattalögum með því að hafa vantalið tekjur sínar árin 2005-2008 að fjárhæð rúmlega 245 milljóna króna. 26. júlí 2019 16:32 Meint skattsvik Sjólaskipasystranna nema 550 milljónum Héraðssaksóknari hefur ákært tvær konur úr systkinahópi sem kenndur er við útgerðarfyrirtækið Sjólaskip fyrir stórfelld skattalagabrot. 29. júlí 2019 10:51 Sjólaskipasystkinin ákærð fyrir meint skattalagabrot Systkinin eru ákærð hvert í sínu lagi auk þess sem bræðurnir eru ákærðir saman í einu máli. 18. júlí 2019 17:41 Mest lesið „Þetta er ekki mjög töff en ég get ekki að þessu gert“ Atvinnulíf Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa Atvinnulíf Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Viðskipti innlent X-ið hans Musk virðist liggja niðri Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump Viðskipti erlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Fleiri fréttir Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Sjá meira
Sjólaskipasystkinin, sem verjast nú ákæru héraðssaksóknara fyrir umfangsmikil skattsvik fyrir dómstólum, hafa kært til ríkissaksóknara meintan upplýsingaleka frá héraðssaksóknara til fjölmiðla. RÚV greinir frá en systkinin krefjast þess um leið að málinu verði vísað frá dómi. Málið var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Systkinin telja að Ingi Freyr Vilhjálmsson blaðamaður hafi fengið upplýsingar um rannsókn skattamálsins frá embætti héraðssaksóknara. Umræddar upplýsingar eru annars vegar þær að skattrannsóknarstjóri hafi kært málið til héraðssaksóknara árið 2016 og síðan að rannsókn héraðssaksóknara væri lokið í mars á þessu ári. Skrifaði Ingi Freyr fréttir um málið í Fréttatímanum annars vegar 2016 og Stundinni nú í mars. Var í framhaldinu fjallað um málið í fleiri fjölmiðlum.Finnur Vilhjálmsson (til hægri) var hluti af rannsóknarnefnd Alþingis um sölu Búnaðarbankans sem Ólafur Ólafsson keypti á sínum tíma ásamt fleirum.vísirFinnur Þór Vilhjálmsson, bróðir Inga Freys, er saksóknari hjá embættinu. Hann sækir málið fyrir hönd embættisins. Kæra Sjólaskipasystkinanna beinist þó að embættinu en ekki Finni Þór sjálfum. Frávísunarkrafa systkinanna er hins vegar byggð á því að Ingi Freyr, bróðir Finns, hafi skrifað stærstan hluta frétta af málinu á þeim tíma sem það var til rannsóknar. Því megi draga í efa hlutleysi Finns Þórs saksóknara. Hæstiréttur kvað upp dóm í svipuðu máli síðastliðið haust. Þá vildi Ólafur Ólafsson, oft kenndur við Samskip, að Vilhjálmur Vilhjálmsson viki sæti sem dómari í Landsrétti vegna tengsla við son sinn Inga Frey Vilhjálmsson blaðamann sem hefði skrifað um Ólaf „undir neikvæðum formerkjum.“ Hæstiréttur taldi ekki ástæðu til að Vilhjálmur véki sæti í dómnum.Ingi Freyr Vilhjálmsson blaðamaður hefur fjallað mikið um skattsvik og sjávarútveg undanfarin ár.Finnur Þór hefur rannsakað ýmis stór fjársvikamál undanfarin ár og var í rannsóknarteymi með Kjartani Björgvinssyni héraðsdómara í rannsókn á sölunni á Búnaðarbankanum. Ingi Freyr hefur fjallað mikið um fjársvik í sjávarútvegi undanfarin á og þeirra á meðal er mál Sjólaskipasystkinanna. Hann greindi meðal annars frá því í Fréttatímanum í október 2016 að nöfn systkinanna fjögurra væri að finna í Panamaskjölunum svokölluðu. Afrit af vegabréfum systkinanna var að finna í gögnunum sem lekið var frá lögmannsstofunni Mossack Fonseca. Umrætt mál er nú til meðferðar fyrir dómstólum en næst á dagskrá er að taka fyrir frávísunarkröfu systkinanna. Meint skattsvik systkinanna nema 550 milljónum króna. Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari staðfestir tilvist kærunnar í samtali við RÚV og þær fari sína leið. Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari segir embættið hafna ásökunum systkinanna um leka.Fréttin var síðast uppfærð klukkan 14:41.
Dómsmál Fjölmiðlar Panama-skjölin Tengdar fréttir Sjólaskipabræður ákærðir fyrir 514 milljóna króna skattsvik Héraðssaksóknari hefur ákært bræðurna Guðmund Steinar Jónsson og Harald Reyni Jónsson fyrir stórfelld skattalagabrot. 2. ágúst 2019 11:19 Sjólaskipabróðir ákærður fyrir 245 milljóna skattsvik Haraldur Reynir Jónsson, einn systkinanna sem kennd eru við útgerðarfyrirtækið Sjólaskip, hefur verið ákærður fyrir meiriháttar brot gegn skattalögum með því að hafa vantalið tekjur sínar árin 2005-2008 að fjárhæð rúmlega 245 milljóna króna. 26. júlí 2019 16:32 Meint skattsvik Sjólaskipasystranna nema 550 milljónum Héraðssaksóknari hefur ákært tvær konur úr systkinahópi sem kenndur er við útgerðarfyrirtækið Sjólaskip fyrir stórfelld skattalagabrot. 29. júlí 2019 10:51 Sjólaskipasystkinin ákærð fyrir meint skattalagabrot Systkinin eru ákærð hvert í sínu lagi auk þess sem bræðurnir eru ákærðir saman í einu máli. 18. júlí 2019 17:41 Mest lesið „Þetta er ekki mjög töff en ég get ekki að þessu gert“ Atvinnulíf Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa Atvinnulíf Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Viðskipti innlent X-ið hans Musk virðist liggja niðri Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump Viðskipti erlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Fleiri fréttir Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Sjá meira
Sjólaskipabræður ákærðir fyrir 514 milljóna króna skattsvik Héraðssaksóknari hefur ákært bræðurna Guðmund Steinar Jónsson og Harald Reyni Jónsson fyrir stórfelld skattalagabrot. 2. ágúst 2019 11:19
Sjólaskipabróðir ákærður fyrir 245 milljóna skattsvik Haraldur Reynir Jónsson, einn systkinanna sem kennd eru við útgerðarfyrirtækið Sjólaskip, hefur verið ákærður fyrir meiriháttar brot gegn skattalögum með því að hafa vantalið tekjur sínar árin 2005-2008 að fjárhæð rúmlega 245 milljóna króna. 26. júlí 2019 16:32
Meint skattsvik Sjólaskipasystranna nema 550 milljónum Héraðssaksóknari hefur ákært tvær konur úr systkinahópi sem kenndur er við útgerðarfyrirtækið Sjólaskip fyrir stórfelld skattalagabrot. 29. júlí 2019 10:51
Sjólaskipasystkinin ákærð fyrir meint skattalagabrot Systkinin eru ákærð hvert í sínu lagi auk þess sem bræðurnir eru ákærðir saman í einu máli. 18. júlí 2019 17:41