Í siðuðum samfélögum Þorbjörg Gunnlaugsdóttir skrifar 29. ágúst 2019 08:30 Ég trúi á reglu, venju og vana. Sumt er bara eins og það er. Hver og ein sósa á til dæmis ýmist heima undir eða yfir pylsunni samkvæmt fastmótaðri hefð. Um daginn varð ég samt fyrir því að fá pylsu þar sem sinnepið var undir. Verandi vönduð (og íslensk) tók ég ekki samtalið en hugsaði mitt. Sinnepið undir er auðvitað hreint og klárt siðrof. Síðan hefur hugurinn eðlilega verið við spurninguna: „Hvað næst?“ Mitt framlag í þágu reglu, venju og hins siðaða samfélags er þess vegna eftirfarandi: 1. Flugvellir. Öryggisleit á flugvöllum er alltaf eins. Alltaf. Fólk sem fattar fremst í röðinni að það er með tölvu á botni töskunnar og öll önnur hugsanleg raftæki og tösku stútfulla af drykkjum, sem það þarf að drekka úr við öryggishliðið, á að vera í farbanni. 2. Sundlaugar. Ef það eru margir skápar lausir í klefanum ekki velja skáp við hliðina á næstu manneskju. 3. Ísbúð. Siðað fólk veit hvernig ís/bragðaref það vill. Ekki byrja fyrst að hugsa málið þegar komið er að þér eða spyrja um alla valkosti með hálftíma röð fyrir aftan þig. 4. Fundir. Það er óskiljanlegt að bjóða upp á kaffi og sykur en ekki mjólk. Enginn notar sykur. 5. Ráðstefnur. Ef þú varst ekki beðinn um að halda erindi eða sitja í pallborði ekki þá halda fyrirlestur úr sal (hæ, hálf lögmannastéttin). 6. Almenn virðing á heimilum. Eiga súkkulaði handa konum með tíðir. 7. Þvaglát. Ef þú pissar eins og garðúðari ekki nota almenningssalerni. 8. Að lokum er hjartans mál sem ég gef mér að ný stjórnarskrá hljóti að taka á: Ekki segja öðrum hvað þig dreymdi í nótt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Mest lesið Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir skrifar Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Sjá meira
Ég trúi á reglu, venju og vana. Sumt er bara eins og það er. Hver og ein sósa á til dæmis ýmist heima undir eða yfir pylsunni samkvæmt fastmótaðri hefð. Um daginn varð ég samt fyrir því að fá pylsu þar sem sinnepið var undir. Verandi vönduð (og íslensk) tók ég ekki samtalið en hugsaði mitt. Sinnepið undir er auðvitað hreint og klárt siðrof. Síðan hefur hugurinn eðlilega verið við spurninguna: „Hvað næst?“ Mitt framlag í þágu reglu, venju og hins siðaða samfélags er þess vegna eftirfarandi: 1. Flugvellir. Öryggisleit á flugvöllum er alltaf eins. Alltaf. Fólk sem fattar fremst í röðinni að það er með tölvu á botni töskunnar og öll önnur hugsanleg raftæki og tösku stútfulla af drykkjum, sem það þarf að drekka úr við öryggishliðið, á að vera í farbanni. 2. Sundlaugar. Ef það eru margir skápar lausir í klefanum ekki velja skáp við hliðina á næstu manneskju. 3. Ísbúð. Siðað fólk veit hvernig ís/bragðaref það vill. Ekki byrja fyrst að hugsa málið þegar komið er að þér eða spyrja um alla valkosti með hálftíma röð fyrir aftan þig. 4. Fundir. Það er óskiljanlegt að bjóða upp á kaffi og sykur en ekki mjólk. Enginn notar sykur. 5. Ráðstefnur. Ef þú varst ekki beðinn um að halda erindi eða sitja í pallborði ekki þá halda fyrirlestur úr sal (hæ, hálf lögmannastéttin). 6. Almenn virðing á heimilum. Eiga súkkulaði handa konum með tíðir. 7. Þvaglát. Ef þú pissar eins og garðúðari ekki nota almenningssalerni. 8. Að lokum er hjartans mál sem ég gef mér að ný stjórnarskrá hljóti að taka á: Ekki segja öðrum hvað þig dreymdi í nótt.
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun