„Erfitt að sætta sig við það hvernig fór“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 30. september 2019 09:30 Helga Ólafsdóttir eigandi og yfirhönnuður iglo+indi segir að það sé flókið fyrir lítil hönnunarfyrirtæki á Íslandi að lifa af. Fréttablaðið/Stefán Karlsson „Ég er mjög sorgmædd yfir endalokum iglo+indi,“ segir Helga Ólafsdóttir eigandi og yfirhönnuður iglo+indi í einlægum pistli á Facebook síðu sinni. Eins og fjallað var um á Vísi í síðustu viku hefur Ígló ehf verið tekið til gjaldþrotaskipta og verslun iglo+indi verið lokað. „Ferðalag iglo+indi hófst við eldhúsborðið heima hjá mér vikuna fyrir bankahrunið 2008. Allar götur síðan hefur allur minn kraftur farið í að hugsa um fyrirtækið, hvern einasta dag með alúð og einlægni, eins og litlu barni sem þarf að koma á legg. Þróunarferli á hverri einustu flík tekur um það bil eitt ár með tilheyrandi kostnaði og vinnu. Það þarf þol og metnað til að hanna og framleiða um 2500 mismunandi flíkur eins og við gerðum hjá iglo+indi.“Helga segir að það sé mikil tilfinningaleg tenging og hugverkið henni mjög náið. Hún segir að rekstrarkerfið á Íslandi sé mjög erfitt fyrir fyrirtæki eins og hennar.„Það er flókið fyrir lítil hönnunarfyrirtæki á Íslandi að lifa af. Rekstrarumhverfið er ekki bara sveiflukennt heldur er mjög dýrt að þróa, framleiða, markaðssetja og selja íslenska hönnun hérlendis og erlendis. Að hafa lifað af í þessu rekstrarumhverfi í ellefu ár er bara nokkuð gott ef miðað er við sambærileg fyrirtæki í þessum bransa. Það er samt engin huggun í því og að þurfa að kveðja á þennan hátt hefur verið ansi erfitt. Það er erfitt að sætta sig við það hvernig fór.“ Frægir einstaklingar í Hollywood klæddu börnin sín í hönnun iglo+indi. Hér má sjá Kourtney Kardashian en dóttir hennar er í pels frá merkinu.Instagram/iglo+indiÍslensk hönnun mikilvæg Hönnuðurinn vonar að iglo+indi flíkurnar fari barna á milli og verði notaðar áfram. Með verslanir eins og Barnaloppan, þar sem foreldrar selja notuð barnaföt, eru góðar líkur á því að börn munu áfram sjást í flíkum frá merkinu næstu árin. „Ég er þakklát og stolt af því að hafa fengið tækifæri til að vera frumkvöðull og byggja upp vörumerki á Íslandi í samstarfi við ótrúlega hugrakkt og hæfileikaríkt fólk. Fólki sem vann að því að koma iglo+indi í sölu í verslunum um allan heim, á tískupallanna á tískuvikunni í Flórens, í helstu tískutímaritin og svo lengi mætti telja. Þetta hefur verið lærdómsríkt ferðalag í 11 ár. Ég vona að iglo+indi muni lifa áfram á hugum fólks og að flíkurnar haldi áfram að fara barna á milli.“ Þó að ævintýri iglo+indi hafi endað svona hvetur Helga aðra hönnuði til þess að taka áhættuna. „Hvet ég alla Íslenska hönnuði til að láta draumanna sína rætast. Íslensk hönnun er mikilvæg - Never stop designing!!“ Tíska og hönnun Tengdar fréttir Fræga fólkið sólgið í iglo+indi Íslenska barnafatamerkið iglo+indi hefur náð góðum árangri utan landsteinanna því Hollywood-búar eru margir hrifnir og klæða börnin sín í iglo+indi föt þegar mikið liggur við. 22. febrúar 2018 08:00 Barnafatamerkið iglo+indi gjaldþrota Hönnunarfyrirtækið Ígló ehf hefur verið tekið til gjaldþrotaskipta. 27. september 2019 13:00 Spennandi að vinna hjá tískufyrirtæki á Íslandi Karítas Diðriksdóttir er nýr markaðsstjóri iglo+indi. Hún er nýflutt heim eftir átta ára dvöl erlendis. Hún hefur alltaf haft áhuga á tísku, en einnig ferðalögum, fólki og öðrum menningarheimum. 9. nóvember 2016 12:30 Mest lesið Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Fleiri fréttir „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Sjá meira
„Ég er mjög sorgmædd yfir endalokum iglo+indi,“ segir Helga Ólafsdóttir eigandi og yfirhönnuður iglo+indi í einlægum pistli á Facebook síðu sinni. Eins og fjallað var um á Vísi í síðustu viku hefur Ígló ehf verið tekið til gjaldþrotaskipta og verslun iglo+indi verið lokað. „Ferðalag iglo+indi hófst við eldhúsborðið heima hjá mér vikuna fyrir bankahrunið 2008. Allar götur síðan hefur allur minn kraftur farið í að hugsa um fyrirtækið, hvern einasta dag með alúð og einlægni, eins og litlu barni sem þarf að koma á legg. Þróunarferli á hverri einustu flík tekur um það bil eitt ár með tilheyrandi kostnaði og vinnu. Það þarf þol og metnað til að hanna og framleiða um 2500 mismunandi flíkur eins og við gerðum hjá iglo+indi.“Helga segir að það sé mikil tilfinningaleg tenging og hugverkið henni mjög náið. Hún segir að rekstrarkerfið á Íslandi sé mjög erfitt fyrir fyrirtæki eins og hennar.„Það er flókið fyrir lítil hönnunarfyrirtæki á Íslandi að lifa af. Rekstrarumhverfið er ekki bara sveiflukennt heldur er mjög dýrt að þróa, framleiða, markaðssetja og selja íslenska hönnun hérlendis og erlendis. Að hafa lifað af í þessu rekstrarumhverfi í ellefu ár er bara nokkuð gott ef miðað er við sambærileg fyrirtæki í þessum bransa. Það er samt engin huggun í því og að þurfa að kveðja á þennan hátt hefur verið ansi erfitt. Það er erfitt að sætta sig við það hvernig fór.“ Frægir einstaklingar í Hollywood klæddu börnin sín í hönnun iglo+indi. Hér má sjá Kourtney Kardashian en dóttir hennar er í pels frá merkinu.Instagram/iglo+indiÍslensk hönnun mikilvæg Hönnuðurinn vonar að iglo+indi flíkurnar fari barna á milli og verði notaðar áfram. Með verslanir eins og Barnaloppan, þar sem foreldrar selja notuð barnaföt, eru góðar líkur á því að börn munu áfram sjást í flíkum frá merkinu næstu árin. „Ég er þakklát og stolt af því að hafa fengið tækifæri til að vera frumkvöðull og byggja upp vörumerki á Íslandi í samstarfi við ótrúlega hugrakkt og hæfileikaríkt fólk. Fólki sem vann að því að koma iglo+indi í sölu í verslunum um allan heim, á tískupallanna á tískuvikunni í Flórens, í helstu tískutímaritin og svo lengi mætti telja. Þetta hefur verið lærdómsríkt ferðalag í 11 ár. Ég vona að iglo+indi muni lifa áfram á hugum fólks og að flíkurnar haldi áfram að fara barna á milli.“ Þó að ævintýri iglo+indi hafi endað svona hvetur Helga aðra hönnuði til þess að taka áhættuna. „Hvet ég alla Íslenska hönnuði til að láta draumanna sína rætast. Íslensk hönnun er mikilvæg - Never stop designing!!“
Tíska og hönnun Tengdar fréttir Fræga fólkið sólgið í iglo+indi Íslenska barnafatamerkið iglo+indi hefur náð góðum árangri utan landsteinanna því Hollywood-búar eru margir hrifnir og klæða börnin sín í iglo+indi föt þegar mikið liggur við. 22. febrúar 2018 08:00 Barnafatamerkið iglo+indi gjaldþrota Hönnunarfyrirtækið Ígló ehf hefur verið tekið til gjaldþrotaskipta. 27. september 2019 13:00 Spennandi að vinna hjá tískufyrirtæki á Íslandi Karítas Diðriksdóttir er nýr markaðsstjóri iglo+indi. Hún er nýflutt heim eftir átta ára dvöl erlendis. Hún hefur alltaf haft áhuga á tísku, en einnig ferðalögum, fólki og öðrum menningarheimum. 9. nóvember 2016 12:30 Mest lesið Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Fleiri fréttir „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Sjá meira
Fræga fólkið sólgið í iglo+indi Íslenska barnafatamerkið iglo+indi hefur náð góðum árangri utan landsteinanna því Hollywood-búar eru margir hrifnir og klæða börnin sín í iglo+indi föt þegar mikið liggur við. 22. febrúar 2018 08:00
Barnafatamerkið iglo+indi gjaldþrota Hönnunarfyrirtækið Ígló ehf hefur verið tekið til gjaldþrotaskipta. 27. september 2019 13:00
Spennandi að vinna hjá tískufyrirtæki á Íslandi Karítas Diðriksdóttir er nýr markaðsstjóri iglo+indi. Hún er nýflutt heim eftir átta ára dvöl erlendis. Hún hefur alltaf haft áhuga á tísku, en einnig ferðalögum, fólki og öðrum menningarheimum. 9. nóvember 2016 12:30