Deila um virði Hótel Rangár Björn Þorfinnsson skrifar 30. september 2019 08:00 Friðrik Pálsson, aðaleigandi Hótel Rangár, verst nú kröfum fyrrverandi hluthafa í dómsal. Fréttablaðið/GVA Í næstu viku fer fram fyrirtaka í Héraðsdómi Reykjavíkur í máli fyrrverandi hluthafa í Hótel Rangá gegn núverandi eigendum. Björn Nygaard Kers átti 17 prósenta hlut í rekstrarfélagi Hótel Rangár, Hallgerði ehf., í gegnum félag sitt, Bob Borealis ehf. Hann kom að stofnun og uppbyggingu félagsins um árabil og starfaði sem framkvæmdastjóri hótelsins frá árinu 2003 til 2010. Rekstrarfélagið keypti hlut Björns árið 2013. Söluverð hlutarins var reiknað út frá rekstrarafkomu, eignum og væntum framtíðartekjum hótelsins. Framkvæmdastjórinn fyrrverandi telur að þær tölulegu upplýsingar hafi verið rangar og kaupverðið hafi því verið alltof lágt. Heldur hann því fram að á sama tíma hafi meirihlutaeigendur verið að reyna að selja hótelið áhugasömum fjárfestum og þar hafi mun aðrar og mun hagstæðari rekstrartölur verið kynntar. Deilan hefur staðið yfir í nokkur ár án þess að náðst hafi sættir. Fyrir utan að stefna rekstrarfélaginu sjálfu fyrir dóm var Friðrik Pálssyni, stærsta eiganda félagsins, stefnt sem og dætrum hans, Mörtu Maríu og Ingibjörgu Guðnýju Friðriksdætrum. Í skriflegu svari frá Einari Þór Sverrissyni, lögmanni Friðriks og dætra hans, kemur fram að skjólstæðingar hans segi ásakanir Björns tilhæfulausar. „Mótaðilinn ákvað að fara með málið fyrir dómstóla og það verður rekið þar,“ segir í svarinu. Hótel Rangá er eitt þekktasta hótel landsins og rekstur þess hefur gengið vel. Fjölmargar erlendar stórstjörnur hafa gist þar og er hótelið vinsælt hjá erlendum kvikmyndaverum. Hótelið komst í heimsfréttirnar þegar Kardashian-systurnar og rapparinn Kanye West tóku þar upp þátt. Uppsafnaður hagnaður af starfseminni er um 650 milljónir króna síðan árið 2010 og arðgreiðslur til hluthafa numið 260 milljónum króna á tímabilinu. Friðrik Pálsson er langstærsti hluthafinn en eignarhlutur hans er 85 prósent. Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Rangárþing eystra Mest lesið „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Viðskipti innlent Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Viðskipti erlent Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Sjá meira
Í næstu viku fer fram fyrirtaka í Héraðsdómi Reykjavíkur í máli fyrrverandi hluthafa í Hótel Rangá gegn núverandi eigendum. Björn Nygaard Kers átti 17 prósenta hlut í rekstrarfélagi Hótel Rangár, Hallgerði ehf., í gegnum félag sitt, Bob Borealis ehf. Hann kom að stofnun og uppbyggingu félagsins um árabil og starfaði sem framkvæmdastjóri hótelsins frá árinu 2003 til 2010. Rekstrarfélagið keypti hlut Björns árið 2013. Söluverð hlutarins var reiknað út frá rekstrarafkomu, eignum og væntum framtíðartekjum hótelsins. Framkvæmdastjórinn fyrrverandi telur að þær tölulegu upplýsingar hafi verið rangar og kaupverðið hafi því verið alltof lágt. Heldur hann því fram að á sama tíma hafi meirihlutaeigendur verið að reyna að selja hótelið áhugasömum fjárfestum og þar hafi mun aðrar og mun hagstæðari rekstrartölur verið kynntar. Deilan hefur staðið yfir í nokkur ár án þess að náðst hafi sættir. Fyrir utan að stefna rekstrarfélaginu sjálfu fyrir dóm var Friðrik Pálssyni, stærsta eiganda félagsins, stefnt sem og dætrum hans, Mörtu Maríu og Ingibjörgu Guðnýju Friðriksdætrum. Í skriflegu svari frá Einari Þór Sverrissyni, lögmanni Friðriks og dætra hans, kemur fram að skjólstæðingar hans segi ásakanir Björns tilhæfulausar. „Mótaðilinn ákvað að fara með málið fyrir dómstóla og það verður rekið þar,“ segir í svarinu. Hótel Rangá er eitt þekktasta hótel landsins og rekstur þess hefur gengið vel. Fjölmargar erlendar stórstjörnur hafa gist þar og er hótelið vinsælt hjá erlendum kvikmyndaverum. Hótelið komst í heimsfréttirnar þegar Kardashian-systurnar og rapparinn Kanye West tóku þar upp þátt. Uppsafnaður hagnaður af starfseminni er um 650 milljónir króna síðan árið 2010 og arðgreiðslur til hluthafa numið 260 milljónum króna á tímabilinu. Friðrik Pálsson er langstærsti hluthafinn en eignarhlutur hans er 85 prósent.
Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Rangárþing eystra Mest lesið „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Viðskipti innlent Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Viðskipti erlent Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Sjá meira