Deila um virði Hótel Rangár Björn Þorfinnsson skrifar 30. september 2019 08:00 Friðrik Pálsson, aðaleigandi Hótel Rangár, verst nú kröfum fyrrverandi hluthafa í dómsal. Fréttablaðið/GVA Í næstu viku fer fram fyrirtaka í Héraðsdómi Reykjavíkur í máli fyrrverandi hluthafa í Hótel Rangá gegn núverandi eigendum. Björn Nygaard Kers átti 17 prósenta hlut í rekstrarfélagi Hótel Rangár, Hallgerði ehf., í gegnum félag sitt, Bob Borealis ehf. Hann kom að stofnun og uppbyggingu félagsins um árabil og starfaði sem framkvæmdastjóri hótelsins frá árinu 2003 til 2010. Rekstrarfélagið keypti hlut Björns árið 2013. Söluverð hlutarins var reiknað út frá rekstrarafkomu, eignum og væntum framtíðartekjum hótelsins. Framkvæmdastjórinn fyrrverandi telur að þær tölulegu upplýsingar hafi verið rangar og kaupverðið hafi því verið alltof lágt. Heldur hann því fram að á sama tíma hafi meirihlutaeigendur verið að reyna að selja hótelið áhugasömum fjárfestum og þar hafi mun aðrar og mun hagstæðari rekstrartölur verið kynntar. Deilan hefur staðið yfir í nokkur ár án þess að náðst hafi sættir. Fyrir utan að stefna rekstrarfélaginu sjálfu fyrir dóm var Friðrik Pálssyni, stærsta eiganda félagsins, stefnt sem og dætrum hans, Mörtu Maríu og Ingibjörgu Guðnýju Friðriksdætrum. Í skriflegu svari frá Einari Þór Sverrissyni, lögmanni Friðriks og dætra hans, kemur fram að skjólstæðingar hans segi ásakanir Björns tilhæfulausar. „Mótaðilinn ákvað að fara með málið fyrir dómstóla og það verður rekið þar,“ segir í svarinu. Hótel Rangá er eitt þekktasta hótel landsins og rekstur þess hefur gengið vel. Fjölmargar erlendar stórstjörnur hafa gist þar og er hótelið vinsælt hjá erlendum kvikmyndaverum. Hótelið komst í heimsfréttirnar þegar Kardashian-systurnar og rapparinn Kanye West tóku þar upp þátt. Uppsafnaður hagnaður af starfseminni er um 650 milljónir króna síðan árið 2010 og arðgreiðslur til hluthafa numið 260 milljónum króna á tímabilinu. Friðrik Pálsson er langstærsti hluthafinn en eignarhlutur hans er 85 prósent. Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Rangárþing eystra Mest lesið Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Tilkynna breytingar á lánaframboði Viðskipti innlent Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Viðskipti innlent Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Ekki gefinn afsláttur á gjaldskyldu í snjókomu Neytendur Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Viðskipti innlent Finna meira gull á Grænlandi Viðskipti innlent Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Viðskipti innlent Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Sjá meira
Í næstu viku fer fram fyrirtaka í Héraðsdómi Reykjavíkur í máli fyrrverandi hluthafa í Hótel Rangá gegn núverandi eigendum. Björn Nygaard Kers átti 17 prósenta hlut í rekstrarfélagi Hótel Rangár, Hallgerði ehf., í gegnum félag sitt, Bob Borealis ehf. Hann kom að stofnun og uppbyggingu félagsins um árabil og starfaði sem framkvæmdastjóri hótelsins frá árinu 2003 til 2010. Rekstrarfélagið keypti hlut Björns árið 2013. Söluverð hlutarins var reiknað út frá rekstrarafkomu, eignum og væntum framtíðartekjum hótelsins. Framkvæmdastjórinn fyrrverandi telur að þær tölulegu upplýsingar hafi verið rangar og kaupverðið hafi því verið alltof lágt. Heldur hann því fram að á sama tíma hafi meirihlutaeigendur verið að reyna að selja hótelið áhugasömum fjárfestum og þar hafi mun aðrar og mun hagstæðari rekstrartölur verið kynntar. Deilan hefur staðið yfir í nokkur ár án þess að náðst hafi sættir. Fyrir utan að stefna rekstrarfélaginu sjálfu fyrir dóm var Friðrik Pálssyni, stærsta eiganda félagsins, stefnt sem og dætrum hans, Mörtu Maríu og Ingibjörgu Guðnýju Friðriksdætrum. Í skriflegu svari frá Einari Þór Sverrissyni, lögmanni Friðriks og dætra hans, kemur fram að skjólstæðingar hans segi ásakanir Björns tilhæfulausar. „Mótaðilinn ákvað að fara með málið fyrir dómstóla og það verður rekið þar,“ segir í svarinu. Hótel Rangá er eitt þekktasta hótel landsins og rekstur þess hefur gengið vel. Fjölmargar erlendar stórstjörnur hafa gist þar og er hótelið vinsælt hjá erlendum kvikmyndaverum. Hótelið komst í heimsfréttirnar þegar Kardashian-systurnar og rapparinn Kanye West tóku þar upp þátt. Uppsafnaður hagnaður af starfseminni er um 650 milljónir króna síðan árið 2010 og arðgreiðslur til hluthafa numið 260 milljónum króna á tímabilinu. Friðrik Pálsson er langstærsti hluthafinn en eignarhlutur hans er 85 prósent.
Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Rangárþing eystra Mest lesið Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Tilkynna breytingar á lánaframboði Viðskipti innlent Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Viðskipti innlent Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Ekki gefinn afsláttur á gjaldskyldu í snjókomu Neytendur Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Viðskipti innlent Finna meira gull á Grænlandi Viðskipti innlent Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Viðskipti innlent Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Sjá meira