Afstöðuleysi Bretlands í Huawei-máli skaðlegt Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 20. júlí 2019 08:00 Merki Huawei. Nordicphotos/AFP Næsti forsætisráðherra Breta, hvort sem það verður Boris Johnson eða Jeremy Hunt, þarf að drífa í því að taka ákvörðun um þátt kínverska tæknirisans Huawei í 5G-væðingu fjarskiptanets landsins. Þessi afstaða var afrakstur fundar upplýsinga- og öryggismálanefndar breska þingsins í gær. Huawei hefur sætt harðri gagnrýni og þungum ásökunum í Bandaríkjunum. Þar hefur fyrirtækið verið sett á svartan lista, í viðskiptabann, og verið sakað um að stunda njósnir fyrir kínversk stjórnvöld. Bandaríkjamenn hafa biðlað til bandamanna sinna um að stunda ekki viðskipti við kínverska risann. Breska þjóðaröryggisráðið, sem fráfarandi forsætisráðherra, Theresa May, hefur stýrt, ákvað í apríl að Huawei fengi ekki að koma að mikilvægustu þáttum fjarskiptauppbyggingarinnar en endanleg ákvörðun í málinu liggur hins vegar ekki enn fyrir. Leiðtogaskiptin hafa tafið ferlið, að því er Reuters greinir frá. „Svo mikilvæg ákvörðun þarfnast vandlegrar umhugsunar. En þessi mikla töf er nú að valda verulegum skaða. Hún skaðar tengsl okkar við umheiminn og því er áríðandi að taka ákvörðun,“ sagði í yfirlýsingu frá nefndinni. Þá sagðist nefndin enn fremur telja heppilegast að fleiri aðilar kæmu að 5G-væðingunni til að fyrirbyggja árásir. Birtist í Fréttablaðinu Bretland Huawei Kína Tengdar fréttir Standa vörð um Huawei-bann Öldungadeildarþingmenn úr flokkum bæði Demókrata og Repúblikana í Bandaríkjunum lögðu í gær fram frumvarp sem myndi meina ríkisstjórn Donalds Trump Bandaríkjaforseta að heimila viðskipti við kínverska tæknirisann Huawei án samþykkis þings. 17. júlí 2019 07:00 Mest lesið Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Fleiri fréttir Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Næsti forsætisráðherra Breta, hvort sem það verður Boris Johnson eða Jeremy Hunt, þarf að drífa í því að taka ákvörðun um þátt kínverska tæknirisans Huawei í 5G-væðingu fjarskiptanets landsins. Þessi afstaða var afrakstur fundar upplýsinga- og öryggismálanefndar breska þingsins í gær. Huawei hefur sætt harðri gagnrýni og þungum ásökunum í Bandaríkjunum. Þar hefur fyrirtækið verið sett á svartan lista, í viðskiptabann, og verið sakað um að stunda njósnir fyrir kínversk stjórnvöld. Bandaríkjamenn hafa biðlað til bandamanna sinna um að stunda ekki viðskipti við kínverska risann. Breska þjóðaröryggisráðið, sem fráfarandi forsætisráðherra, Theresa May, hefur stýrt, ákvað í apríl að Huawei fengi ekki að koma að mikilvægustu þáttum fjarskiptauppbyggingarinnar en endanleg ákvörðun í málinu liggur hins vegar ekki enn fyrir. Leiðtogaskiptin hafa tafið ferlið, að því er Reuters greinir frá. „Svo mikilvæg ákvörðun þarfnast vandlegrar umhugsunar. En þessi mikla töf er nú að valda verulegum skaða. Hún skaðar tengsl okkar við umheiminn og því er áríðandi að taka ákvörðun,“ sagði í yfirlýsingu frá nefndinni. Þá sagðist nefndin enn fremur telja heppilegast að fleiri aðilar kæmu að 5G-væðingunni til að fyrirbyggja árásir.
Birtist í Fréttablaðinu Bretland Huawei Kína Tengdar fréttir Standa vörð um Huawei-bann Öldungadeildarþingmenn úr flokkum bæði Demókrata og Repúblikana í Bandaríkjunum lögðu í gær fram frumvarp sem myndi meina ríkisstjórn Donalds Trump Bandaríkjaforseta að heimila viðskipti við kínverska tæknirisann Huawei án samþykkis þings. 17. júlí 2019 07:00 Mest lesið Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Fleiri fréttir Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Standa vörð um Huawei-bann Öldungadeildarþingmenn úr flokkum bæði Demókrata og Repúblikana í Bandaríkjunum lögðu í gær fram frumvarp sem myndi meina ríkisstjórn Donalds Trump Bandaríkjaforseta að heimila viðskipti við kínverska tæknirisann Huawei án samþykkis þings. 17. júlí 2019 07:00