Pálmi í hópi stærstu fjárfesta í Icelandair Hörður Ægisson skrifar 18. febrúar 2019 06:15 Pálmi Haraldsson. kim nielsen Pálmi Haraldsson, fjárfestir og fyrrverandi eigandi Fons, er orðinn stærsti einstaki einkafjárfestirinn í hluthafahópi Icelandair Group með rúmlega eins prósents eignarhlut. Þrjú félög í eigu Pálma, sem var áður aðaleigandi flugfélagsins Iceland Express, áttu samanlagt um 51,3 milljónir hluta, jafnvirði um 423 milljóna króna miðað við núverandi gengi bréfa Icelandair, í lok síðustu viku, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Eignarhlutur Pálma í Icelandair er meðal annars í gegnum eignarhaldsfélögin Sólvöll og Ferðaskrifstofu Íslands en það fyrirtæki rekur ferðaskrifstofurnar Sumarferðir, Úrval Útsýn og Plúsferðir. Pálmi var á sínum tíma stór hluthafi í Icelandair og sat í stjórn flugfélagsins á árunum 2003 og 2004. Samkvæmt heimildum blaðsins mun Þórunn Reynisdóttir, forstjóri Úrvals Útsýnar, bjóða sig fram til stjórnar á aðalfundi flugfélagsins sem fer fram 8. mars næstkomandi og nýtur stuðnings Pálma. Þórunn starfaði um árabil hjá Icelandair, meðal annars sem stöðvarstjóri í Kaupmannahöfn og hótelstjóri Hótels Loftleiða. Ljóst er að breytingar verða á stjórn Icelandair en af sitjandi stjórnarmönnum félagsins hefur Ásthildur Margrét Otharsdóttir, sem hefur verið stjórnarmaður frá árinu 2012, ákveðið að gefa ekki áfram kost á sér í stjórn. Stærsti hluthafi Icelandair er Lífeyrissjóður verslunarmanna með um 14 prósenta hlut en samanlagt eiga íslensku lífeyrissjóðirnir meira en helmingshlut í félaginu. Innlendir einkafjárfestar hafa hins vegar löngum verið hverfandi í hluthafahópi Icelandair. Á lista yfir tuttugu stærstu hluthafa félagsins er þar núna aðeins að finna fjárfestingafélagið Væntingu, sem er í eigu Bláa lónsins, með eins prósents hlut og þá eiga félög í eigu Pálma sem fyrr segir samtals um 1,03 prósenta hlut. Eignarhaldsfélagið Traðarhyrna, sem er meðal annars í eigu Samherja og viðskiptafélaganna Finns Reyrs Stefánssonar og Tómasar Kristjánssonar, átti um skeið nærri tveggja prósenta hlut í Icelandair í gegnum safnreikning hjá Kviku banka en óljóst er hversu stór hlutur félagsins er í dag. Rekstur Icelandair Group gekk erfiðlega á síðasta ári og nam tap félagsins 55,6 milljónum Bandaríkjadala, jafnvirði um 6,7 milljarða króna. Þá dróst EBITDA félagsins – afkoma fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta – verulega saman á milli ára og var 76,5 milljónir dala borið saman við 170 milljónir dala árið 2017. Hlutabréfaverð Icelandair hefur lækkað um 14 prósent frá áramótum og stendur nú í 8,25 krónum á hlut. Markaðsvirði félagsins er um 41 milljarður. Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Icelandair Mest lesið Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Tilkynna breytingar á lánaframboði Viðskipti innlent Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Viðskipti innlent Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Ekki gefinn afsláttur á gjaldskyldu í snjókomu Neytendur Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Viðskipti innlent Finna meira gull á Grænlandi Viðskipti innlent Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Viðskipti innlent Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Sjá meira
Pálmi Haraldsson, fjárfestir og fyrrverandi eigandi Fons, er orðinn stærsti einstaki einkafjárfestirinn í hluthafahópi Icelandair Group með rúmlega eins prósents eignarhlut. Þrjú félög í eigu Pálma, sem var áður aðaleigandi flugfélagsins Iceland Express, áttu samanlagt um 51,3 milljónir hluta, jafnvirði um 423 milljóna króna miðað við núverandi gengi bréfa Icelandair, í lok síðustu viku, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Eignarhlutur Pálma í Icelandair er meðal annars í gegnum eignarhaldsfélögin Sólvöll og Ferðaskrifstofu Íslands en það fyrirtæki rekur ferðaskrifstofurnar Sumarferðir, Úrval Útsýn og Plúsferðir. Pálmi var á sínum tíma stór hluthafi í Icelandair og sat í stjórn flugfélagsins á árunum 2003 og 2004. Samkvæmt heimildum blaðsins mun Þórunn Reynisdóttir, forstjóri Úrvals Útsýnar, bjóða sig fram til stjórnar á aðalfundi flugfélagsins sem fer fram 8. mars næstkomandi og nýtur stuðnings Pálma. Þórunn starfaði um árabil hjá Icelandair, meðal annars sem stöðvarstjóri í Kaupmannahöfn og hótelstjóri Hótels Loftleiða. Ljóst er að breytingar verða á stjórn Icelandair en af sitjandi stjórnarmönnum félagsins hefur Ásthildur Margrét Otharsdóttir, sem hefur verið stjórnarmaður frá árinu 2012, ákveðið að gefa ekki áfram kost á sér í stjórn. Stærsti hluthafi Icelandair er Lífeyrissjóður verslunarmanna með um 14 prósenta hlut en samanlagt eiga íslensku lífeyrissjóðirnir meira en helmingshlut í félaginu. Innlendir einkafjárfestar hafa hins vegar löngum verið hverfandi í hluthafahópi Icelandair. Á lista yfir tuttugu stærstu hluthafa félagsins er þar núna aðeins að finna fjárfestingafélagið Væntingu, sem er í eigu Bláa lónsins, með eins prósents hlut og þá eiga félög í eigu Pálma sem fyrr segir samtals um 1,03 prósenta hlut. Eignarhaldsfélagið Traðarhyrna, sem er meðal annars í eigu Samherja og viðskiptafélaganna Finns Reyrs Stefánssonar og Tómasar Kristjánssonar, átti um skeið nærri tveggja prósenta hlut í Icelandair í gegnum safnreikning hjá Kviku banka en óljóst er hversu stór hlutur félagsins er í dag. Rekstur Icelandair Group gekk erfiðlega á síðasta ári og nam tap félagsins 55,6 milljónum Bandaríkjadala, jafnvirði um 6,7 milljarða króna. Þá dróst EBITDA félagsins – afkoma fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta – verulega saman á milli ára og var 76,5 milljónir dala borið saman við 170 milljónir dala árið 2017. Hlutabréfaverð Icelandair hefur lækkað um 14 prósent frá áramótum og stendur nú í 8,25 krónum á hlut. Markaðsvirði félagsins er um 41 milljarður.
Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Icelandair Mest lesið Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Tilkynna breytingar á lánaframboði Viðskipti innlent Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Viðskipti innlent Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Ekki gefinn afsláttur á gjaldskyldu í snjókomu Neytendur Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Viðskipti innlent Finna meira gull á Grænlandi Viðskipti innlent Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Viðskipti innlent Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Sjá meira