Hefja samstarf um ljósleiðarasæstreng milli Íslands, Noregs og Írlands Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 18. febrúar 2019 08:41 Á myndinni má sjá hvernig sæstrengurinn myndi liggja. Vodafone á Íslandi og Nordavind hafa skrifað undir samstarfssamning um að skoða samlegð með því að leggja nýjan ljósleiðarasæstreng á milli annars vegar Íslands og Írlands og hins vegar Noregs og Írlands. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Sýn hf. sem rekur Vodafone á Íslandi. Þar segir að síðustu tvö til þrjú ár hafi Vodafone unnið að því verkefni með Vodafone Group að leggja nýjan ljósleiðarasæstreng milli Íslands og Írlands. „Eftir mikla undirbúningsvinnu var niðurstaða vinnunnar að best væri að leggja sæstrenginn milli Reykjaness og vesturstrandar Írlands. Nýi strengurinn mun styrkja mjög samkeppnishæfni gagnavera á Íslandi, auka öryggi í tengingum til Íslands og stytta til muna leið gagna til Bandaríkjanna,“ segir í tilkynningu. Killala varð fyrir valinu sem lendingarstaður á Írlandi en þar er ljósleiðarasæstrengurinn AEC-1 beint til New York í Bandaríkjunum. Fyrirtækið Aqua Comms, sem sérhæfir sig í ljósleiðurum í sjó, á og rekur strenginn. Nordavind er svo norskt félag sem hyggst leggja ljósleiðara frá Þrándheimi í Noregi til Killala. „Þegar við fórum að ræða við Nordavind sáu báðir aðilar mikil tækifæri í samstarfi verkefnanna. Um sömu leið í sjó er að ræða fyrir umtalsverðan hluta strengjanna sem býr til möguleika á umtalsverðri hagkvæmni við lagningu strengjanna. Einnig voru bæði fyrirtækin sammála um að um einstakt tækifæri væri að ræða til þess að koma á góðri ljósleiðaratengingu milli frændþjóðanna Íslands og Noregs sem hafa augljósa kosti sem hýsingarstaðir fyrir gagnaver. Við erum einnig mjög ánægð með samstarfið við Aqua Comms sem hefur sýnt verkefninu mikinn áhuga og stuðning. Loks er gott að stjórnvöld hafa ákveðið að hefja stuðning við verkefni sem þetta með því að láta framkvæma könnun á sjávarbotni á nýjum streng til Evrópu,“ segir Þorvarður Sveinsson rekstrarstjóri Sýnar.Vísir er í eigu Sýnar hf. Fjarskipti Tækni Tengdar fréttir Allt að ellefu strengir á teikniborðinu Áætlanir Breta gera ráð fyrir að sæstrengir frá landinu muni afkasta allt að átján gígavöttum af raforku um miðjan næsta áratug borið saman við fjögur gígavött nú. 12. desember 2018 08:45 Mest lesið Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Vara við „Lafufu“ Viðskipti erlent Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Viðskipti innlent Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Viðskipti innlent Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Viðskipti innlent Þrjár ráðnar til Krafts Viðskipti innlent Björn Hlynur kaupir Ölver ásamt æskuvinum sínum Viðskipti innlent Flytja Emmessís í Grafarvog Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Loka Brút og Kaffi Ó-le Sushi Corner lokar Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Sjá meira
Vodafone á Íslandi og Nordavind hafa skrifað undir samstarfssamning um að skoða samlegð með því að leggja nýjan ljósleiðarasæstreng á milli annars vegar Íslands og Írlands og hins vegar Noregs og Írlands. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Sýn hf. sem rekur Vodafone á Íslandi. Þar segir að síðustu tvö til þrjú ár hafi Vodafone unnið að því verkefni með Vodafone Group að leggja nýjan ljósleiðarasæstreng milli Íslands og Írlands. „Eftir mikla undirbúningsvinnu var niðurstaða vinnunnar að best væri að leggja sæstrenginn milli Reykjaness og vesturstrandar Írlands. Nýi strengurinn mun styrkja mjög samkeppnishæfni gagnavera á Íslandi, auka öryggi í tengingum til Íslands og stytta til muna leið gagna til Bandaríkjanna,“ segir í tilkynningu. Killala varð fyrir valinu sem lendingarstaður á Írlandi en þar er ljósleiðarasæstrengurinn AEC-1 beint til New York í Bandaríkjunum. Fyrirtækið Aqua Comms, sem sérhæfir sig í ljósleiðurum í sjó, á og rekur strenginn. Nordavind er svo norskt félag sem hyggst leggja ljósleiðara frá Þrándheimi í Noregi til Killala. „Þegar við fórum að ræða við Nordavind sáu báðir aðilar mikil tækifæri í samstarfi verkefnanna. Um sömu leið í sjó er að ræða fyrir umtalsverðan hluta strengjanna sem býr til möguleika á umtalsverðri hagkvæmni við lagningu strengjanna. Einnig voru bæði fyrirtækin sammála um að um einstakt tækifæri væri að ræða til þess að koma á góðri ljósleiðaratengingu milli frændþjóðanna Íslands og Noregs sem hafa augljósa kosti sem hýsingarstaðir fyrir gagnaver. Við erum einnig mjög ánægð með samstarfið við Aqua Comms sem hefur sýnt verkefninu mikinn áhuga og stuðning. Loks er gott að stjórnvöld hafa ákveðið að hefja stuðning við verkefni sem þetta með því að láta framkvæma könnun á sjávarbotni á nýjum streng til Evrópu,“ segir Þorvarður Sveinsson rekstrarstjóri Sýnar.Vísir er í eigu Sýnar hf.
Fjarskipti Tækni Tengdar fréttir Allt að ellefu strengir á teikniborðinu Áætlanir Breta gera ráð fyrir að sæstrengir frá landinu muni afkasta allt að átján gígavöttum af raforku um miðjan næsta áratug borið saman við fjögur gígavött nú. 12. desember 2018 08:45 Mest lesið Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Vara við „Lafufu“ Viðskipti erlent Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Viðskipti innlent Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Viðskipti innlent Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Viðskipti innlent Þrjár ráðnar til Krafts Viðskipti innlent Björn Hlynur kaupir Ölver ásamt æskuvinum sínum Viðskipti innlent Flytja Emmessís í Grafarvog Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Loka Brút og Kaffi Ó-le Sushi Corner lokar Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Sjá meira
Allt að ellefu strengir á teikniborðinu Áætlanir Breta gera ráð fyrir að sæstrengir frá landinu muni afkasta allt að átján gígavöttum af raforku um miðjan næsta áratug borið saman við fjögur gígavött nú. 12. desember 2018 08:45
Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent
Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent