Enski boltinn

„Erum að spila fót­bolta en ekki tennis“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Jorginho í baráttunni í gær.
Jorginho í baráttunni í gær. vísir/getty

Jorginho, miðjumaður Chelsea, skoraði jöfnunarmark Chelsea í 2-1 sigri liðsins gegn Arsenal á útivelli í gærkvöldi en umræðan eftir leikinn snérist um hvort að Jorginho hafi átt að vera inni á vellinum er hann skoraði markið.

Ítalski landsliðsmaðurinn byrjaði á bekknum en kom inn á eftir rúmlega hálftíma er Frank Lampard ákvað að taka Emerson af velli og breyta um leikkerfi.

Hann fékk gula spjaldið á 55. mínútu og skömmu áður en hann jafnaði metin í 1-1 braut hann á Matteo Guendouzi. Þar vildu Arsenal-menn sjá Craig Pawson lyfta öðru gulu spjaldi en svo var ekk.

Ítalinn var ekki sammála því í leikslok og minnti á að íþróttin sem væri verið að spila væri fótbolti.

„Þetta var ekki mér að kenan en við erum að spila fótbolta ekki tennis. Návígi eru hluti af leiknum. Þetta var aukaspyrna en ekki meira en það að mínu mati,“ sagði Jorginho við Sky Sports í leikslok.







„Mér fannst við vera of aumir fyrstu tíu mínúturnar. Við þurftum að ýta meira á þá og ég reyndi að koma inn og hjálpa liðinu. Mér fannst leikurinn breytast.“

Frank Lampard, stjóri Chelsea, var ekki sammála Jorginho í leikslok og sagði að hann hafi verið heppinn að fjúka ekki af velli með sitt síðara gula spjald.

Sigurinn var nauðsynlegur fyrir Chelsea eftir tapið gegn Southampton á öðrum degi jóla. Liðið er í 4. sætinu, með fjögurra stiga forskot á Manchester United, sem er sæti neðar.




Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×