Enski boltinn

Arsenal nálægt því að "losna“ við Mesut Özil fram á vor

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mesut Özil biður fyrir leik Arsenal og Manchester City á dögunum.
Mesut Özil biður fyrir leik Arsenal og Manchester City á dögunum. Getty/Stuart MacFarlane

Talsverðar líkur eru á því að Mesut Özil verði lánaður til Tyrklands í janúarmánuði og spili þar fram á vor.

Daily Mail segir frá því að Arsenal og Fenerbahce séu að ræða þann möguleika á að tyrkneska félagið fái Mesut Özil lánaðan út tímabilið.

Fenerbahce mun þó væntanlega ekki borga öll launin hans Özil sem er einn launahæsti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar eftir að hann skrifaði undir nýjan ofursamning.

Arsenal hefur verið að leita að félagi til að fá Mesut Özil á láni og tyrknesku félögin hafa alltaf verið þar ofarlega á blaði.



Fenerbahce er eitt af fornfrægu félögum Tyrklands í Istanbul en liðið er í fimmta sætið deildarinnar og það stefnir í annað vonbrigðatímabil í röð. Fenerbahce varð meistari 2018 en náði bara sjötta sætinu í fyrra og missti af Evrópukeppni.

Mesut Özil spilaði aðeins einn af fyrstu tíu deildarleikjum Arsenal á leiktíðinni en hefur byrjað síðustu sjö deildarleiki liðsins.

Frammistaða hans hefur aftur á móti ekki verið upp á marga fiska en hann hefur ekki skorað og aðeins gefið eina stoðsendingu í þessum sjö síðustu leikjum.

Það sem meira er að Arsenal hefur aðeins unnið einn deildarleik í vetur þar sem Mesut Özil hefur verið í byrjunarliðinu en það var 3-1 sigur liðsins á West ham á dögunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×