Körfubolti

Svisslendingurinn loks á leið í Breiðholtið

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Roberto Kovac í landsleiknum gegn Íslandi ytra
Roberto Kovac í landsleiknum gegn Íslandi ytra MYND/FIBA.BASKETBALL

ÍR-ingar hafa samið við svissneska landsliðsmanninn Roberto Kovac um að spila með liðinu það sem eftir er tímabilsins í Domino's deild karla.

Breiðhyltingar voru búnir að semja við Kovac áður en tímabilið hófst í haust en seldi hann svo til króatíska liðsins Cibona. Nú er hann hins vegar á leið í Breiðholtið.

Kovac vakti athygli í landsleik Íslands og Sviss í haust þar sem Sviss vann 109-85 sigur í undankeppni EM. Hann skoraði 29 stig í leiknum og hitti vel fyrir utan þriggja stiga línuna.

ÍR er í sjöunda sæti Domino's deildar karla með 12 stig eftir 11 leiki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×