Frumlegt og frábært framtak, sem styðja ber! Ole Anton Bieltvedt skrifar 30. desember 2019 08:00 Eins og eflaust margir aðrir, hefur undirritaður verið að fylgjast með undirbúningi fyrir áramótin, sem fram undan eru, svo og umræðu um og fréttir af þeim. Í þýzkum fréttum kom fram, að loftslagsmengun af sprengjum og flugeldaskotum áramótanna þar valdi jafn mikilli loftslagsmengun og umferð ökutækja tveggja mánaða! Ótrúlegt, en væntanlega satt og rétt, og má ætla, að mengunaráhrif glaðbeittra áramóta berserkja hér séu svipuð. Eru margvíslegar aðrar verkanir þá ótaldar, eins og gífurleg streita og álag á mörg dýr – ekki sízt gæludýr; hunda og ketti. Undirritaður, sem átti hunda í marga áratugi, minnist þess, hvernig við kviðum allaf fyrir áramótunum vegna þess mikla uppnáms og þeirrar gífurlegu skelfingar, sem sumum hundunum okkar stafaði af áramótaatgangi sprengju- og flugeldamanna. Nægði þá ekki að skríða undir rúm, þó að hurðir væru lokaðar og gluggatjöld fyrir. Gífurleg fjárútlát í ansi skammvinna og lítt uppbyggilega skemmtun eru þá ótalin, en þetta er kannske það tækifæri, sem fullorðnir menn fá bezt, til að verða að börnum aftur, og grípa margir það fegins hendi. Fyrir undirrituðum ríkir fullur skilningur á þeirri ákvörðun margra ráðamanna, t.a.m. borgarstjórna Hamborgar, Berlínar og München - svo ég vísi aftur í það land, sem var mitt heimaland lengi - að banna bæði sprengjur og flugelda á miðborgarsvæðum sinna borga. Hefði ég óskað mér, að ráðamenn hér, hefðu farið svipað í málið. Þar er þó alvarlegur Þrándur í Götu: Björgunar- og hjálparsveitir landsins, sem vinna óhemju þýðingarmikið og ómetanlegt starf, við að koma þeim, sem verða fyrir óláni eða slysum, til hjálpar og bjargar, hafa að mestu verið háðar sölu skotelda og sprengja með tekjur sínar og afkomu. Þeir frábæru menn og konur, sem standa í forsvari fyrir Landsbjörg og undirfélögum hennar, svo að ekki sé talað um þá 18.000 sjálfboðaliða, sem alltaf eru til reiðar, þegar neyðin kallar, eru auðvitað háðir fjármögnun, eins og öll önnur starfsemi, þó að menn vinni hér flestir sem sjálfboðaliðar, án greiðslu. Fjármagna verður tæki og áhöld, auk aðkeyptra þarfa og þjónustu. Margt má þó leysa, ef hugmyndaflug og fastur vilji er fyrir hendi. Þetta sannast nú bezt á sameiginlegu - frumlegu og merkilegu - framtaki Landsbjargar og Skógræktarfélags Íslands. Þessi snjalla lausn byggist á herferð undir merkinu „Skjótum rótum“. Þar er átt við, að menn skjóti trjárótum í moldina í stað þess að þeytta pappa og prikum út í lofið og hálfæra hunda - tvífætta og fjórfætta – með braki, blossum og bombum. Hér má minna á, að þegar forfeður okkar komu til landsins, fyrir 1.100 árum, var landið skógi vaxið milli fjalls og fjöru. Mat þeirra, sem bezt kunna skil á þessu máli, er, að um fjórðungur landsins hafi þá verið skógi vaxinn. Voru tré, að því að talið er, 8-12 m há, og veitti þetta fuglum og öðrum gróðri þess tíma, væntanlega líka pólarrefnum, sem kom hér fyrstur allra spendýra, svo og þeim húsdýrum, sem landnámsmenn fluttu með sér, mikið og gott skjól og vernd. Í dag þekja skógar landsins minna en tíunda hluta þess, sem þá var, og má telja, að skógrækt sé eitt allra þýðingarmesta og þarfasta verkefni landsmanna, bæði fyrir menn og dýr; hvert tré tekur til sín og geymir verulegt magn kolvetnis, en binding og eyðing þess er eitt helzta verkefni nútímans, og fyrir útigangshesta og -dýr, hreindýr, villta fugla, pólarrefinn og lífríkið í heild, væri vaxandi skógur af hinu góða; semsagt mönnum og málleysingjum til blessunar. Tökum öll höndum saman og styrkjum „Skjótum rótum“, ríflega og rausnarlega! En það má gera, skilst mér, á öllum flugeldamörkuðum björgunarsveitanna. Gleðilegt ár til allra! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Flugeldar Ole Anton Bieltvedt Mest lesið Ísland fyrst svo…hvað? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova Skoðun Hinsegin ungmenni í Hafnarfirði mæta afgangi Óskar Steinn Ómarsson Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun Hræðilegar aðstæður geta breytt manni til hins betra! Kristján Hafþórsson Skoðun Framtíð Framsóknar byrjar í grasrótinni Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Stöndum saman um félagshyggju og frið Hópur félagshyggjufólks Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð Skoðun Ömmur án landamæra Signý Jóhannesdóttir Skoðun Af hverju eru Íslendingar svona feitir? Einar Baldvin Árnason Skoðun Skoðun Skoðun Ömmur án landamæra Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ísland fyrst svo…hvað? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hræðilegar aðstæður geta breytt manni til hins betra! Kristján Hafþórsson skrifar Skoðun Hinsegin ungmenni í Hafnarfirði mæta afgangi Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Framtíð Framsóknar byrjar í grasrótinni Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Stöndum saman um félagshyggju og frið Hópur félagshyggjufólks skrifar Skoðun Af hverju eru Íslendingar svona feitir? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova skrifar Skoðun Félagsráðgjafar lykilaðilar í stuðningi við geðheilbrigði Steinunn Bergmann skrifar Skoðun Skemmtilegri borg Skúli Helgason skrifar Skoðun Drögum úr svifryksmengun frá umferð heilsunnar vegna Þröstur Þorsteinsson skrifar Skoðun Að fara í stríð við sjálfan sig Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvaða menntakerfi kæri þingmaður? Hermann Austmar skrifar Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Framsókn sem þjónar fólki, ekki kerfum Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ég þori að veðja Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Munum eftir baráttu kvenna alltaf og alls staðar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Verkfærið sem vantar í fjármálastjórnun sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Að klúðra með stæl í tilefni alþjóðlega Mistakadagsins Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Frá torfkofum til tækifæra Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Rétthafar framtíðarinnar Erna Mist skrifar Skoðun Er íslenskt samfélag barnvænt? Salvör Nordal skrifar Sjá meira
Eins og eflaust margir aðrir, hefur undirritaður verið að fylgjast með undirbúningi fyrir áramótin, sem fram undan eru, svo og umræðu um og fréttir af þeim. Í þýzkum fréttum kom fram, að loftslagsmengun af sprengjum og flugeldaskotum áramótanna þar valdi jafn mikilli loftslagsmengun og umferð ökutækja tveggja mánaða! Ótrúlegt, en væntanlega satt og rétt, og má ætla, að mengunaráhrif glaðbeittra áramóta berserkja hér séu svipuð. Eru margvíslegar aðrar verkanir þá ótaldar, eins og gífurleg streita og álag á mörg dýr – ekki sízt gæludýr; hunda og ketti. Undirritaður, sem átti hunda í marga áratugi, minnist þess, hvernig við kviðum allaf fyrir áramótunum vegna þess mikla uppnáms og þeirrar gífurlegu skelfingar, sem sumum hundunum okkar stafaði af áramótaatgangi sprengju- og flugeldamanna. Nægði þá ekki að skríða undir rúm, þó að hurðir væru lokaðar og gluggatjöld fyrir. Gífurleg fjárútlát í ansi skammvinna og lítt uppbyggilega skemmtun eru þá ótalin, en þetta er kannske það tækifæri, sem fullorðnir menn fá bezt, til að verða að börnum aftur, og grípa margir það fegins hendi. Fyrir undirrituðum ríkir fullur skilningur á þeirri ákvörðun margra ráðamanna, t.a.m. borgarstjórna Hamborgar, Berlínar og München - svo ég vísi aftur í það land, sem var mitt heimaland lengi - að banna bæði sprengjur og flugelda á miðborgarsvæðum sinna borga. Hefði ég óskað mér, að ráðamenn hér, hefðu farið svipað í málið. Þar er þó alvarlegur Þrándur í Götu: Björgunar- og hjálparsveitir landsins, sem vinna óhemju þýðingarmikið og ómetanlegt starf, við að koma þeim, sem verða fyrir óláni eða slysum, til hjálpar og bjargar, hafa að mestu verið háðar sölu skotelda og sprengja með tekjur sínar og afkomu. Þeir frábæru menn og konur, sem standa í forsvari fyrir Landsbjörg og undirfélögum hennar, svo að ekki sé talað um þá 18.000 sjálfboðaliða, sem alltaf eru til reiðar, þegar neyðin kallar, eru auðvitað háðir fjármögnun, eins og öll önnur starfsemi, þó að menn vinni hér flestir sem sjálfboðaliðar, án greiðslu. Fjármagna verður tæki og áhöld, auk aðkeyptra þarfa og þjónustu. Margt má þó leysa, ef hugmyndaflug og fastur vilji er fyrir hendi. Þetta sannast nú bezt á sameiginlegu - frumlegu og merkilegu - framtaki Landsbjargar og Skógræktarfélags Íslands. Þessi snjalla lausn byggist á herferð undir merkinu „Skjótum rótum“. Þar er átt við, að menn skjóti trjárótum í moldina í stað þess að þeytta pappa og prikum út í lofið og hálfæra hunda - tvífætta og fjórfætta – með braki, blossum og bombum. Hér má minna á, að þegar forfeður okkar komu til landsins, fyrir 1.100 árum, var landið skógi vaxið milli fjalls og fjöru. Mat þeirra, sem bezt kunna skil á þessu máli, er, að um fjórðungur landsins hafi þá verið skógi vaxinn. Voru tré, að því að talið er, 8-12 m há, og veitti þetta fuglum og öðrum gróðri þess tíma, væntanlega líka pólarrefnum, sem kom hér fyrstur allra spendýra, svo og þeim húsdýrum, sem landnámsmenn fluttu með sér, mikið og gott skjól og vernd. Í dag þekja skógar landsins minna en tíunda hluta þess, sem þá var, og má telja, að skógrækt sé eitt allra þýðingarmesta og þarfasta verkefni landsmanna, bæði fyrir menn og dýr; hvert tré tekur til sín og geymir verulegt magn kolvetnis, en binding og eyðing þess er eitt helzta verkefni nútímans, og fyrir útigangshesta og -dýr, hreindýr, villta fugla, pólarrefinn og lífríkið í heild, væri vaxandi skógur af hinu góða; semsagt mönnum og málleysingjum til blessunar. Tökum öll höndum saman og styrkjum „Skjótum rótum“, ríflega og rausnarlega! En það má gera, skilst mér, á öllum flugeldamörkuðum björgunarsveitanna. Gleðilegt ár til allra!
Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun
Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar
Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar
Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun