Enski boltinn

Sol­skjær sér margt sam­eigin­legt í Ras­h­ford og Cristiano Ron­aldo

Anton Ingi Leifsson skrifar
Létt yfir Manchester United-mönnunum eftir sigur helgarinnar.
Létt yfir Manchester United-mönnunum eftir sigur helgarinnar. vísir/getty

Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United, segir að það sé hægt að bera saman margt hjá Marcus Rashford og Cristiano Ronaldo er sá síðarnefndi lék hjá Manchester United.

Rashford hefur verið funheitur að undanförnu og skoraði meðal annars í sigri United á nágrönnunum í Manchester City um helgina en eftir erfitt síðasta tímabil er Rashford að komast heldur betur í gang.

„Það er mjög auðvelt að bera þá saman. Bæðir eru með tækni, líkamlegt atgervi, viðhorf, eiginleika - allt saman. Þessi strákur hefur alla heimsins möguleika til þess að verða topp, topp leikmaður,“ sagði sá norski.

Ronaldo lék hjá United frá 2003 til 2009 en hann skoraði 118 mörk í 292 leikjum og lyfti níu titlum; þar á meðal þrisvar sinnum ensku úrvalsdeildinni og einum Meistaradeildartitli.



Rashford hefur skorað tíu mörk í sextán leikjum í úrvalsdeildinni en Norðmaðurinn vill ekki að hann hugsi um ákveðna tölu af mörkum.

„Vonandi heldur hann áfram á þessa vegu en ég vil ekki tala um hversu mörg mörk. Svo leng sem hann er jákvæður, er beinskeyttur og heldur áfram að koma sér í færi þá mun hann skora mörk.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×