Fótbolti

Dæmdur í sex vikna bann af enska sam­bandinu eftir að hafa fengið sér kókaín á djamminu

Anton Ingi Leifsson skrifar
Murphy fagnar marki í leik með Bolton.
Murphy fagnar marki í leik með Bolton. vísir/getty

Daryl Murphy, framherji Bolton og fyrrum framherji írska landsliðsins, hefur viðurkennt að hann hafi verið dæmdur í sex vikna bann af enska knattspyrnusambandinu á síðustu leiktíð.Stefna enska knattspyrnusambandsins er sú að birta ekki nöfn þeirra sem eru dæmdir fyrir misnotkun lyfja en Murphy steig sjálfur fram og staðfesti að hann ætti í hlut.Murphy, sem er nú á mála hjá Bolton, var á mála hjá Nottingham Forest þegar hann fékk sex vikna bann og spilaði ekki frá því í byrjun október til byrjun desember.„Fyrst og fremst vil ég segja að taka eiturlyf er ekki eitthvað sem ég stunda,“ sagði Murphy í yfirlýsingu sinni til The Athletic.

„Ég fékk bann á síðustu leiktíð fyrir að taka slæma ákvörðun úti á lífinu. Þetta var bara þetta eina skipti þegar við vorum ekki að spila. Ég sé rosalega á eftir þessu.“„Ég er ekki stoltur af því sem ég gerði en það er eitthvað sem ég hef sett á bakvið mig því ég vil halda áfram að einbeita mér að fótboltaferlinum,“ sagði Murphy.Murphy spilaði 32 landsleiki fyrir Írland á árunum 2007 til 2017.

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.