Viðskipti innlent

Styrmir til Arion banka

Atli Ísleifsson skrifar
Styrmir Sigurjónsson hefur störf þann 17. febrúar næstkomandi.
Styrmir Sigurjónsson hefur störf þann 17. febrúar næstkomandi. arion banki

Styrmir Sigurjónsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs Arion banka. Hann mun hefja störf þann 17. febrúar næstkomandi.

Í tilkynningu frá bankanum segir að Styrmir hafi víðtæka reynslu á sviði upplýsingatækni og vöruþróunar og hafi frá árinu 2009 starfað hjá Natera í Bandaríkjunum.

„Natera sérhæfir sig á sviði erfðagreiningar og er skráð í Nasdaq CM kauphöllina. Styrmir hefur frá árinu 2012 gegnt ýmsum stjórnunarstörfum hjá Natera, verið framkvæmdastjóri rannsóknar og vöruþróunar frá árinu 2017 og stýrt yfir 200 manna þróunarteymi sem er staðsett í mörgum löndum.

Áður en Styrmir höf störf hjá Natera starfaði hann hjá Straumi fjárfestingarbanka, FL Group og fjárfestingarbanka Citi.

Styrmir er með doktors- og meistarapróf í rafmagnsverkfræði frá Stanford og C.S. próf í rafmagns- og tölvuverkfræði frá Háskóla Íslands. Styrmir er giftur Berglindi Erlingsdóttur mannfræðingi og eiga þau þrjú börn,“ segir í tilkynningunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×