Enski boltinn

55 stig frá Hard­en, sigur hjá Lakers en enn einn tap­leikur Golden Sta­te

Anton Ingi Leifsson skrifar
James Harden lék á alls oddi í nótt.
James Harden lék á alls oddi í nótt. vísir/getty

James Harden fór á kostum í nótt en hann gerði sér lítið fyrir og skoraði 55 stig í sex stiga sigri Houston, 116-110, á Cleveland á útivelli.

Þetta er í fjórða skiptið í vetur sem Harden gerir sér lítið fyrir og skorar 50 stig eða meira í einum og sama leiknum en Houston er með 66,7 prósent sigurhlutfall í vetur.


LeBron James gerði 25 stig er LA Lakers vann sinn fimmta leik í röð en liðið vann vann 96-87 sigur á Orlando á útivelli.

Lakers hefur leikið frábærlega í vetur og hefur einungis tapað þremur af fyrstu 25 leikjunum en ásamt því að hafa skorað 25 stig tók LeBron ellefu fráköst og gaf tíu stoðsendingar.


Öll úrslit næturinnar:
Houston - Cleveland 116-110
Boston - Indiana 117-122
LA Lakers - Orlando 96-87
LA Clippers - Toronto 112-92
Charlotte - Brooklyn 113-108
Atlanta - Chicago 102-136
Utah - Minnesota 127-116
Memphis - Phoenix 115-108
New Orleans 112-127
Oklahoma - Sacramento 93-94
New York - Golden State 124-122


NBA


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.