Enski boltinn

Joey Barton vill minni mörk og léttari bolta í kvennaknatt­spyrnu

Anton Ingi Leifsson skrifar
Joey Barton er að gera fína hluti með Fleetwood í ensku C-deildinni.
Joey Barton er að gera fína hluti með Fleetwood í ensku C-deildinni. vísir/getty

Joey Barton, knattspyrnustjóri Fleetwood Town, er ekki þekktur fyrir að liggja á skoðunum sínum og lét enn eina ferðina gamminn geisa er hann ræddi um kvennaknattspyrnu á dögunum.

Barton, sem lék á sínum tíma með Manchester City og Newcastle, segir að breytingar þurfa að verða á kvennaknattspyrnu ef áfram eigi ekki að líta niður til íþróttarinnar.

„Þetta er önnur íþrótt í kjarnann og það ætti að koma til móts við konur í kvennafótboltanum lífeðlisfræðilega og líffræðilega,“ sagði Barton í samtali við Football, Geminism og Everything in Between.

„Það ætti að breyta stærðinni á markinu og fá léttari bolta. Ef við ætlum að gera kvennaknattspyrnu betri og að íþrótt fyrir áhorfandann muntu alltaf fá samanburðinn við karlaknattspyrnu. Þar eru karlarnir stærri, sterkari og fljótari en stelpurnar.“
„Ef þú myndir breyta þessu þá gæti kvennaknattspyrna tekið stór skref bæði hvað varðar tekníska hlutann og taktísklega hlutann. Horfum raunsætt á hlutina. Ef boltanum yrði breytt úr stærð fimm í fjögur, myndi einhver taka eftir því?“

„Nei. En ég get lofað þér því að sendingarnar og sendingarnar sem þær geta sent myndi henta meira þeirra líkamlega atgervi því boltinn væri minni og myndi henta þeim betur,“ sagði Barton.

Emma Hayes, þjálfari kvennaliðs Chelsea, sagði fyrr á árinu að henni litist vel á hugmyndir um að minnka markið en hún sagði mikinn mun vera á líkamlegu atgervi kvenna og karla.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.