Xavi og lærisveinar hans einu skrefi nær því að mæta Liverpool Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. desember 2019 13:15 Xavi Hernández stýrir liði Al-Sadd í Katar. Getty/Simon Holmes Heimsmeistarakeppni félagsliða er farin af stað í Katar þrátt fyrir að það séu enn sex dagar þar til að Evrópumeistarar Liverpool liðið spili sinn fyrsta leik í keppninni. Heimamenn í Al-Sadd frá Katar eru einu skrefi nær því að mæta Liverpool eftir 3-1 sigur á Hienghène Sport frá Nýju-Kaledóníu í Kyrrahafi. Knattspyrnustjóri Al-Sadd liðsins er Spánverjinn Xavi Hernández sem átti magnaðan sautján ára feril með aðalliði Barcelona og er einn sigursælasti knattspyrnumaður allra tíma. Með sigrinum tryggði Al-Sadd sér sæti í annarri umferð þar sem liðið mætir Monterrey frá Mexíkó. Al-Sadd og Monterrey mætast á laugardaginn og sigurvegarinn mætir síðan Liverpool í undanúrslitum keppninnar. Walking into the second round with open arms.#ClubWCpic.twitter.com/tL380ru3GJ— FIFA.com (@FIFAcom) December 11, 2019 Al-Sadd var samt í vandræðum með að skora og tryggði sér ekki sigurinn fyrr en í framlengingunni. Al-Sadd var 69 prósent með boltann og reyndi 37 skot í leiknum en leikmenn liðsins klúðruðu fjölda færa í venjulegum leiktíma. Alsíringurinn Baghdad Bounedjah kom Al-Sadd í 1-0 í fyrri hálfleik en Amy Roine jafnaði metin þar sem Varsjáin kom í veg fyrir að markið væri dæmt af. Staðan var 1-1 í leikslok og því þurfti að framlengja. Abdelkarim Hassan og Pedro Miguel skoruðu báðir í framlengingunni og tryggðu Al-Sadd 3-1 sigur. Undanúrslitaleikur Liverpool fer fram 18. desember en í hinum undanúrslitaleiknum mætast brasilíska liðið Flamengo og sigurvegarinn úr leik Al-Hilal frá Sádi-Arabíu og Espérance de Tunis frá Túnis. #ClubWC | FT It's @AlSaddSC who book themselves a clash with @Rayados, but Hienghene Sport leave knowing they gave everything they had for 120 minutes— FIFA.com (@FIFAcom) December 11, 2019 Fótbolti Mest lesið Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Íslenski boltinn Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Fótbolti Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Fótbolti Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Enski boltinn Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sport Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Enski boltinn Dyche snýr aftur í enska boltann Enski boltinn 29 ára stórmeistari látinn Sport „Oft séð svona í sjónvarpi“ og verður sjálfur á stóra skjánum Sport Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Fótbolti Fleiri fréttir Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Dyche snýr aftur í enska boltann Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Kraftaverk smábæjarliðsins fullkomnað í kvöld Kristall Máni á skotskónum og fyrsti sigurinn síðan í ágúst Potter talaði sænsku á blaðamannafundinum Sonur Stuart Pearce lést í slysi Nýr stjóri Rangers byrjar gegn Frey „Hefur blundað í manni að taka við félagsliði“ Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Sjáðu frábært mark Hákonar sem öskraði samt líka „fokk“ Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Sjá meira
Heimsmeistarakeppni félagsliða er farin af stað í Katar þrátt fyrir að það séu enn sex dagar þar til að Evrópumeistarar Liverpool liðið spili sinn fyrsta leik í keppninni. Heimamenn í Al-Sadd frá Katar eru einu skrefi nær því að mæta Liverpool eftir 3-1 sigur á Hienghène Sport frá Nýju-Kaledóníu í Kyrrahafi. Knattspyrnustjóri Al-Sadd liðsins er Spánverjinn Xavi Hernández sem átti magnaðan sautján ára feril með aðalliði Barcelona og er einn sigursælasti knattspyrnumaður allra tíma. Með sigrinum tryggði Al-Sadd sér sæti í annarri umferð þar sem liðið mætir Monterrey frá Mexíkó. Al-Sadd og Monterrey mætast á laugardaginn og sigurvegarinn mætir síðan Liverpool í undanúrslitum keppninnar. Walking into the second round with open arms.#ClubWCpic.twitter.com/tL380ru3GJ— FIFA.com (@FIFAcom) December 11, 2019 Al-Sadd var samt í vandræðum með að skora og tryggði sér ekki sigurinn fyrr en í framlengingunni. Al-Sadd var 69 prósent með boltann og reyndi 37 skot í leiknum en leikmenn liðsins klúðruðu fjölda færa í venjulegum leiktíma. Alsíringurinn Baghdad Bounedjah kom Al-Sadd í 1-0 í fyrri hálfleik en Amy Roine jafnaði metin þar sem Varsjáin kom í veg fyrir að markið væri dæmt af. Staðan var 1-1 í leikslok og því þurfti að framlengja. Abdelkarim Hassan og Pedro Miguel skoruðu báðir í framlengingunni og tryggðu Al-Sadd 3-1 sigur. Undanúrslitaleikur Liverpool fer fram 18. desember en í hinum undanúrslitaleiknum mætast brasilíska liðið Flamengo og sigurvegarinn úr leik Al-Hilal frá Sádi-Arabíu og Espérance de Tunis frá Túnis. #ClubWC | FT It's @AlSaddSC who book themselves a clash with @Rayados, but Hienghene Sport leave knowing they gave everything they had for 120 minutes— FIFA.com (@FIFAcom) December 11, 2019
Fótbolti Mest lesið Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Íslenski boltinn Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Fótbolti Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Fótbolti Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Enski boltinn Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sport Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Enski boltinn Dyche snýr aftur í enska boltann Enski boltinn 29 ára stórmeistari látinn Sport „Oft séð svona í sjónvarpi“ og verður sjálfur á stóra skjánum Sport Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Fótbolti Fleiri fréttir Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Dyche snýr aftur í enska boltann Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Kraftaverk smábæjarliðsins fullkomnað í kvöld Kristall Máni á skotskónum og fyrsti sigurinn síðan í ágúst Potter talaði sænsku á blaðamannafundinum Sonur Stuart Pearce lést í slysi Nýr stjóri Rangers byrjar gegn Frey „Hefur blundað í manni að taka við félagsliði“ Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Sjáðu frábært mark Hákonar sem öskraði samt líka „fokk“ Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Sjá meira