Xavi og lærisveinar hans einu skrefi nær því að mæta Liverpool Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. desember 2019 13:15 Xavi Hernández stýrir liði Al-Sadd í Katar. Getty/Simon Holmes Heimsmeistarakeppni félagsliða er farin af stað í Katar þrátt fyrir að það séu enn sex dagar þar til að Evrópumeistarar Liverpool liðið spili sinn fyrsta leik í keppninni. Heimamenn í Al-Sadd frá Katar eru einu skrefi nær því að mæta Liverpool eftir 3-1 sigur á Hienghène Sport frá Nýju-Kaledóníu í Kyrrahafi. Knattspyrnustjóri Al-Sadd liðsins er Spánverjinn Xavi Hernández sem átti magnaðan sautján ára feril með aðalliði Barcelona og er einn sigursælasti knattspyrnumaður allra tíma. Með sigrinum tryggði Al-Sadd sér sæti í annarri umferð þar sem liðið mætir Monterrey frá Mexíkó. Al-Sadd og Monterrey mætast á laugardaginn og sigurvegarinn mætir síðan Liverpool í undanúrslitum keppninnar. Walking into the second round with open arms.#ClubWCpic.twitter.com/tL380ru3GJ— FIFA.com (@FIFAcom) December 11, 2019 Al-Sadd var samt í vandræðum með að skora og tryggði sér ekki sigurinn fyrr en í framlengingunni. Al-Sadd var 69 prósent með boltann og reyndi 37 skot í leiknum en leikmenn liðsins klúðruðu fjölda færa í venjulegum leiktíma. Alsíringurinn Baghdad Bounedjah kom Al-Sadd í 1-0 í fyrri hálfleik en Amy Roine jafnaði metin þar sem Varsjáin kom í veg fyrir að markið væri dæmt af. Staðan var 1-1 í leikslok og því þurfti að framlengja. Abdelkarim Hassan og Pedro Miguel skoruðu báðir í framlengingunni og tryggðu Al-Sadd 3-1 sigur. Undanúrslitaleikur Liverpool fer fram 18. desember en í hinum undanúrslitaleiknum mætast brasilíska liðið Flamengo og sigurvegarinn úr leik Al-Hilal frá Sádi-Arabíu og Espérance de Tunis frá Túnis. #ClubWC | FT It's @AlSaddSC who book themselves a clash with @Rayados, but Hienghene Sport leave knowing they gave everything they had for 120 minutes— FIFA.com (@FIFAcom) December 11, 2019 Fótbolti Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Fótbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Handbolti Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Handbolti Fleiri fréttir Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick KR fær tvo unga Ganverja Sjá meira
Heimsmeistarakeppni félagsliða er farin af stað í Katar þrátt fyrir að það séu enn sex dagar þar til að Evrópumeistarar Liverpool liðið spili sinn fyrsta leik í keppninni. Heimamenn í Al-Sadd frá Katar eru einu skrefi nær því að mæta Liverpool eftir 3-1 sigur á Hienghène Sport frá Nýju-Kaledóníu í Kyrrahafi. Knattspyrnustjóri Al-Sadd liðsins er Spánverjinn Xavi Hernández sem átti magnaðan sautján ára feril með aðalliði Barcelona og er einn sigursælasti knattspyrnumaður allra tíma. Með sigrinum tryggði Al-Sadd sér sæti í annarri umferð þar sem liðið mætir Monterrey frá Mexíkó. Al-Sadd og Monterrey mætast á laugardaginn og sigurvegarinn mætir síðan Liverpool í undanúrslitum keppninnar. Walking into the second round with open arms.#ClubWCpic.twitter.com/tL380ru3GJ— FIFA.com (@FIFAcom) December 11, 2019 Al-Sadd var samt í vandræðum með að skora og tryggði sér ekki sigurinn fyrr en í framlengingunni. Al-Sadd var 69 prósent með boltann og reyndi 37 skot í leiknum en leikmenn liðsins klúðruðu fjölda færa í venjulegum leiktíma. Alsíringurinn Baghdad Bounedjah kom Al-Sadd í 1-0 í fyrri hálfleik en Amy Roine jafnaði metin þar sem Varsjáin kom í veg fyrir að markið væri dæmt af. Staðan var 1-1 í leikslok og því þurfti að framlengja. Abdelkarim Hassan og Pedro Miguel skoruðu báðir í framlengingunni og tryggðu Al-Sadd 3-1 sigur. Undanúrslitaleikur Liverpool fer fram 18. desember en í hinum undanúrslitaleiknum mætast brasilíska liðið Flamengo og sigurvegarinn úr leik Al-Hilal frá Sádi-Arabíu og Espérance de Tunis frá Túnis. #ClubWC | FT It's @AlSaddSC who book themselves a clash with @Rayados, but Hienghene Sport leave knowing they gave everything they had for 120 minutes— FIFA.com (@FIFAcom) December 11, 2019
Fótbolti Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Fótbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Handbolti Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Handbolti Fleiri fréttir Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick KR fær tvo unga Ganverja Sjá meira