Fótbolti

Liverpool og Man. City geta bæði mætt Real Madrid í Meistaradeildinni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Bernardo Silva hjá Manchester City í baráttunni við Liverpool mennina Virgil van Dijk og Andy Robertson.
Bernardo Silva hjá Manchester City í baráttunni við Liverpool mennina Virgil van Dijk og Andy Robertson. Getty/Laurence Griffiths

Riðlakeppni Meistaradeildarinnar kláraðist í gærkvöldi og nú er því ljóst hvaða sextán félög verða í pottinum á mánudaginn þegar dregið verður í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar.Öll ensku liðin fjögur, Manchester City, Liverpool, Tottenham og Chelsea, komust áfram upp úr sínum riðlum og það er athyglisvert að skoða hvaða liðum þau geta mætt í sextán liða úrslitunum.Lið frá sama landi geta ekki mæst í sextán liða úrslitum og þá geta lið úr sama riðli ekki heldur mæst. Liðin sem unnu sinn riðil mæta síðan einu af liðunum sem urðu í öðru sæti í hinum sjö riðlunum.

Ensku meistararnir í Manchester City unnu sinn riðil og geta mætt Atletico Madrid, Borussia Dortmund, Lyon, Napoli eða Real Madrid.Ríkjandi Evrópumeistarar Liverpool unnu líka sinn riðil og mæta einu af eftirtöldum liðum: Atalanta, Atletico Madrid, Borussia Dortmund, Lyon eða Real Madrid.Tottenham komst alla leið í úrslitaleik Meistaradeildarinnar síðasta vor en að þessu sinni gæti mótherjinn verið svakalegur í sextán liða úrslitunum. Tottenham gæti þar mætt Barcelona, Juventus, RB Leipzig, Paris Saint-Germain eða Valencia.Chelsea endaði í öðru sæti í sínum riðli og liðið mætir einu af eftirtöldum liðum: Barcelona, Bayern Munich, Juventus, RB Leipzig eða Paris Saint-Germain.

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.