Fótbolti

Liverpool og Man. City geta bæði mætt Real Madrid í Meistaradeildinni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Bernardo Silva hjá Manchester City í baráttunni við Liverpool mennina Virgil van Dijk og Andy Robertson.
Bernardo Silva hjá Manchester City í baráttunni við Liverpool mennina Virgil van Dijk og Andy Robertson. Getty/Laurence Griffiths

Riðlakeppni Meistaradeildarinnar kláraðist í gærkvöldi og nú er því ljóst hvaða sextán félög verða í pottinum á mánudaginn þegar dregið verður í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar.

Öll ensku liðin fjögur, Manchester City, Liverpool, Tottenham og Chelsea, komust áfram upp úr sínum riðlum og það er athyglisvert að skoða hvaða liðum þau geta mætt í sextán liða úrslitunum.

Lið frá sama landi geta ekki mæst í sextán liða úrslitum og þá geta lið úr sama riðli ekki heldur mæst. Liðin sem unnu sinn riðil mæta síðan einu af liðunum sem urðu í öðru sæti í hinum sjö riðlunum.



Ensku meistararnir í Manchester City unnu sinn riðil og geta mætt Atletico Madrid, Borussia Dortmund, Lyon, Napoli eða Real Madrid.

Ríkjandi Evrópumeistarar Liverpool unnu líka sinn riðil og mæta einu af eftirtöldum liðum: Atalanta, Atletico Madrid, Borussia Dortmund, Lyon eða Real Madrid.

Tottenham komst alla leið í úrslitaleik Meistaradeildarinnar síðasta vor en að þessu sinni gæti mótherjinn verið svakalegur í sextán liða úrslitunum. Tottenham gæti þar mætt Barcelona, Juventus, RB Leipzig, Paris Saint-Germain eða Valencia.

Chelsea endaði í öðru sæti í sínum riðli og liðið mætir einu af eftirtöldum liðum: Barcelona, Bayern Munich, Juventus, RB Leipzig eða Paris Saint-Germain.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×