Viðskipti innlent

Aðalheiður leiðir verkefnamenningu hjá OR

Samúel Karl Ólason skrifar
Aðalheiður Sigurðardóttir.
Aðalheiður Sigurðardóttir.

Orkuveita Reykjavíkur hefur ráðið Aðalheiði Sigurðardóttur í nýtt starf forstöðumanns verkefnastofu. Hún og samstarfsfólk hennar mun veita faglega forystu um verkefnamenningu hjá OR og dótturfélögum; Veitum, Orku náttúrunnar og Gagnaveitu Reykjavíkur.

Aðalheiður er viðskiptafræðingur með meistarapróf í verkefnastjórnun (MPM) og frekara nám í þeim fræðum frá Stanford Center for Professional Development. Hún hefur langa reynslu af verkefnastjórn í íslensku atvinnulífi. Frá 2011 starfaði hún sem verkefnisstjóri hjá Össuri og leiddi alþjóðlega verkefnastofu Össurar frá árinu 2016. Þá hefur Aðalheiður sinnt stundakennslu í verkefnastjórnun á meistarastigi meðfram vinnu síðustu ár.

Í yfirlýsingu frá OR segir að stofnun verkefnastofu sé liður í því að innleiða aðferðir verkefnisstjórnunar þvert á alla starfsemi samstæðunnar. Stýring einstakra verkefna verði á ábyrgð og hendi sviða og dótturfélaga innan samstæðunnar.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
2,97
21
102.289
FESTI
2,84
16
385.019
MAREL
2,39
26
506.488
BRIM
2,37
6
62.304
VIS
2,13
17
431.999

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
EIM
-1,37
2
27.000
ARION
-1,24
25
330.100
LEQ
-0,92
4
131.254
SYN
-0,27
1
2.092
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.