Viðskipti innlent

Aðalheiður leiðir verkefnamenningu hjá OR

Samúel Karl Ólason skrifar
Aðalheiður Sigurðardóttir.
Aðalheiður Sigurðardóttir.

Orkuveita Reykjavíkur hefur ráðið Aðalheiði Sigurðardóttur í nýtt starf forstöðumanns verkefnastofu. Hún og samstarfsfólk hennar mun veita faglega forystu um verkefnamenningu hjá OR og dótturfélögum; Veitum, Orku náttúrunnar og Gagnaveitu Reykjavíkur.

Aðalheiður er viðskiptafræðingur með meistarapróf í verkefnastjórnun (MPM) og frekara nám í þeim fræðum frá Stanford Center for Professional Development. Hún hefur langa reynslu af verkefnastjórn í íslensku atvinnulífi. Frá 2011 starfaði hún sem verkefnisstjóri hjá Össuri og leiddi alþjóðlega verkefnastofu Össurar frá árinu 2016. Þá hefur Aðalheiður sinnt stundakennslu í verkefnastjórnun á meistarastigi meðfram vinnu síðustu ár.

Í yfirlýsingu frá OR segir að stofnun verkefnastofu sé liður í því að innleiða aðferðir verkefnisstjórnunar þvert á alla starfsemi samstæðunnar. Stýring einstakra verkefna verði á ábyrgð og hendi sviða og dótturfélaga innan samstæðunnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×