Enski boltinn

Spilaði gegn Liver­pool á þriðju­dags­kvöldið og nú vill Liver­pool kaupa hann

Anton Ingi Leifsson skrifar
Minamino í baráttunni við Henderson á þriðjudaginn.
Minamino í baráttunni við Henderson á þriðjudaginn. vísir/getty

Liverpool hefur áhuga á að klófesta vængmanninn Takumi Minamino í janúarglugganum en Minamino er á mála hjá Red Bull Salzburg í Austurríki.

Minamino spilaði tvisvar gegn Liverpool í vetur í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Liverpool vann leik liðanna á þriðjudagskvöld 2-0.

Liverpool hefur mikinn áhuga á að næla í hinn 24 ára gamla sóknarsinnaða leikmann en hann hefur skorað níu mörk í 22 leikjum fyrir Austurríkisliðið og gefið ellefu stoðsendingar.







Eitt þessara marka kom í 4-3 sigri Liverpool á Salzburg í októbermánuði en hann var mjög hættulegur í leiknum á þriðjudagskvöldið, sér í lagi í fyrri hálfleiknum.

Gangi Japaninn í raðir Liverpool er líklegt að Bítlaborgarliðið þurfi bara að borga rúmar sjö milljónir punda fyrir hann því hann er með klásúlu í samningi sínum.

Hann gæti svo spilað með Liverpool í Meistaradeildinni þrátt fyrir að hafa spilað með Salzburg á tímabilinu en reglum þess var breytt á síðasta ári að leikmenn geta spilað með tveimur félagsliðum á sömu leiktíð í Meistaradeildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×