Enski boltinn

Spilaði gegn Liver­pool á þriðju­dags­kvöldið og nú vill Liver­pool kaupa hann

Anton Ingi Leifsson skrifar
Minamino í baráttunni við Henderson á þriðjudaginn.
Minamino í baráttunni við Henderson á þriðjudaginn. vísir/getty

Liverpool hefur áhuga á að klófesta vængmanninn Takumi Minamino í janúarglugganum en Minamino er á mála hjá Red Bull Salzburg í Austurríki.

Minamino spilaði tvisvar gegn Liverpool í vetur í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Liverpool vann leik liðanna á þriðjudagskvöld 2-0.

Liverpool hefur mikinn áhuga á að næla í hinn 24 ára gamla sóknarsinnaða leikmann en hann hefur skorað níu mörk í 22 leikjum fyrir Austurríkisliðið og gefið ellefu stoðsendingar.
Eitt þessara marka kom í 4-3 sigri Liverpool á Salzburg í októbermánuði en hann var mjög hættulegur í leiknum á þriðjudagskvöldið, sér í lagi í fyrri hálfleiknum.

Gangi Japaninn í raðir Liverpool er líklegt að Bítlaborgarliðið þurfi bara að borga rúmar sjö milljónir punda fyrir hann því hann er með klásúlu í samningi sínum.

Hann gæti svo spilað með Liverpool í Meistaradeildinni þrátt fyrir að hafa spilað með Salzburg á tímabilinu en reglum þess var breytt á síðasta ári að leikmenn geta spilað með tveimur félagsliðum á sömu leiktíð í Meistaradeildinni.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.