Fótbolti

Staðfestir viðræður við Liverpool

Anton Ingi Leifsson skrifar
Takumi Minamino fyrir leikinn gegn Liverpool.
Takumi Minamino fyrir leikinn gegn Liverpool. vísir/getty

Íþróttastjóri Red Bull Salzburg, Christoph Freund, hefur staðfest að félagið sé í viðræðum við Liverpool um sölu á miðjumanninum Takumi Minamino.

Vísir greindi frá því fyrr í dag að Liverpool hefði áhuga á að klófesta þennan 24 ára gamla sóknarsinnaða leikmann sem hefur leikið vel í Meistaradeildinni með Salzburg.

„Ég get staðfest að það standa yfir viðræður við Liverpool. Það er heiður fyrir okkur hvaða lið hafa áhuga á okkar leikmönnum,“ sagði íþróttastjórinn í dag.
Japanin er með klásúlu í samningi sínum að hann geti farið fyrir rúmlega sjö milljónir punda og nú bendir allt til þess að hann verði orðinn leikmaður Liverpool í janúar.

Mörg stærstu lið Evrópu hafa fylgst með leikmönnum RB Salzburg en liðið hefur leikið afar vel í Meistaradeildinni í vetur. Norski framherjinn Erling Braut Håland er enn þeirra.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.