Körfubolti

Leik ÍR og Tindastóls seinkað til 20.00

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Helgi Rafn Viggósson og félagar þekkja það vel að lenda í ævintýrum á fjöllum.
Helgi Rafn Viggósson og félagar þekkja það vel að lenda í ævintýrum á fjöllum. vísir/daníel

Körfuknattleikssamband Íslands hefur ákveðið að seinka leik ÍR og Tindastóls í tíundu umferð Domino´s deildar karla í körfubolta.

Leikurinn átti að fara fram klukkan 19.15 í Hertz hellinum í Seljaskóli en hefur nú verið seinkað um 45 mínútur.

Það er sannkölluð vetrarferð fyrir norðan og Stólarnir töfðust talsvert á leið sinni yfir suður.

Síðast fréttist af þeim í Staðarskólanum um klukkan 16.00 en þá voru aðeins þrír tímar í leik. KKÍ hefur því samþykkt að seinka leiknum til 20.00.

Stólarnir þekkja það betur en flest lið að lenda í ævintýrum á leið sinni úr og í leikjum og það lítur út fyrir að þetta ferðalag suður í ÍR-leikinn gæti bæst í þann hóp.

Tindastóll er í öðru sæti deildarinnar með jafnmörg stig og Keflavík og Stjarnan. ÍR er í 7. sæti, fjórum stigum frá toppnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×