Enski boltinn

Guar­diola bannaði jóla­partýið eftir vand­ræðin 2018

Anton Ingi Leifsson skrifar
Guardiola hugsi.
Guardiola hugsi. vísir/getty

Leikmenn Manchester City fá ekkert jólapartý þetta árið en stjóri liðsins, Pep Guardiola, hefur bannað partýið þetta árið.

City tapaði tveimur leikjum í röð í desember á síðustu leiktíð en bæði töpin komu í vikunni eftir jólagleði leikmanna og starfsmanna félagsins.

Meistararnir töpuðu þá fyrir Crystal Palace og Leicester í sömu vikunni en margir leikmenn héldu gleðinni áfram eftir hátíð City og voru á næturklúbbum fram eftir morgni.
Enginn leikmaður missti af æfingu liðsins daginn eftir en Guardiola er sagður hafa kennt partýinu um að liðið hafi tapað gegn Crystal Palace 3-2 og svo fjórum dögum síðar fyrir Leicester, 2-1.

City vann svo 18 af síðustu 19 leikjum sínum í deildinni og náði þannig að vinna deildina en nú er liðið fjórtán stigum á eftir Liverpool eftir einungis sextán leiki.
Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.