Viðskipti innlent

Bein útsending: Við hverju má búast af fjórðu iðnbyltingunni?

Samúel Karl Ólason skrifar
"Fjórða iðnbyltingin stendur nú yfir og framundan eru miklar breytingar. Róbótar taka yfir störf, gervigreind leysir ráðgjafa af hólmi og drónar munu ferja fólk og varning. Tækni framtíðarinnar er í senn heillandi, ógnvænleg og sveipuð óvissu.“
"Fjórða iðnbyltingin stendur nú yfir og framundan eru miklar breytingar. Róbótar taka yfir störf, gervigreind leysir ráðgjafa af hólmi og drónar munu ferja fólk og varning. Tækni framtíðarinnar er í senn heillandi, ógnvænleg og sveipuð óvissu.“ Vísir/Getty

„Fjórða iðnbyltingin stendur nú yfir og framundan eru miklar breytingar. Róbótar taka yfir störf, gervigreind leysir ráðgjafa af hólmi og drónar munu ferja fólk og varning. Tækni framtíðarinnar er í senn heillandi, ógnvænleg og sveipuð óvissu.“

Þetta segir í tilkynningu frá Háskólanum í Reykjavík vegna fyrirlesturs sem haldinn verður í hádeginu.

Þar mun Ólafur Andri Ragnarsson, aðjúnkt í tölvunarfræði, ræða fjórðu iðnbyltinguna. Tilefnið er útgáfa hans á bók um fjórðu iðnbyltinguna en hann hefur ferðast um allan heim og rætt við leiðandi aðila í þessari þróun til að kynna sér framtíðina.

Hann mun fara yfir iðnbyltingar fyrri tíma og ræða við hverju megi búast af þeirri fjórðu.

Fyrirlesturinn verður haldinn í stofu M101 klukkan 12:10-13:00. Sýnt verður frá fyrirlestrinum í beinni útsendingu og er hægt að nálgast hana hér að neðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×