Viðskipti innlent

Sam­loka inn­kölluð eftir að hún var rang­lega merkt vegan

Eiður Þór Árnason skrifar
Matvælastofnun tilkynnti um innköllunina í dag.
Matvælastofnun tilkynnti um innköllunina í dag. Stöð 2

Matvælastofnun varar við neyslu á tveimur tegundum af samlokum frá vörumerkinu Dagnýju og co. í ljósi þess að merkimiðum á þeim var víxlað með þeim afleiðingum að hvorug varan er með rétta innihaldslýsingu.

Ofnæmis- og óþolsvaldar eru sömuleiðis ranglega merktir á samlokunum og er önnur þeirra ranglega merkt vegan og sögð vera án allra dýraafurða, er fram kemur í tilkynningu frá Matvælastofnun.

Fyrirtækið Álfsaga ehf sem framleiðir samlokurnar innkallar þær nú í samráði við Heilbrigðiseftirlit Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis.

Tekið er fram í tilkynningunni að umræddar vörur séu skaðlausar fyrir þá sem ekki eru með ofnæmi. Þeir neytendur sem eiga umræddar vörur og eru með ofnæmi eða óþol eru beðnir um að neyta þeirra ekki og farga þeim eða skila henni þangað sem hún var keypt. Framleiðandinn veitir nánari upplýsingar.

Innköllunin á einungis við eftirfarandi lotu:

  • Vöruheiti: Ranglega merkt „Veggies with avocado humus“
  • Ofnæmis- og óþolsvaldar í ranglega merktri vöru: sesamfræ, sojakyrni, hafraflögur, egg, mjólkurafurðir og sinnepsduft
  • Lotunúmer: L346
  • Síðasti notkunardagur: 15.12.19
  • Vöruheiti: Ranglega merkt „Reykjavik fitness (Veggie)“
  • Ofnæmis- og óþolsvaldar í ranglega merktri vöru: hnetusmjör
  • Lotunúmer: L346
  • Síðasti notkunardagur: 15.12.19


Tengdar fréttir

Innkalla Sriracha sósu vegna sprengihættu

Vietnam Market hefur, í samráði við matvælaeftirlit Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, innkallað vöruna Sriracha Hot Chili Sauce vegna þess að flöskurnar eiga á hættu að springa vegna gerjunar.

Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu

Matvælastofnun varar við neyslu á ferskum kjúklingi frá Matfugli ehf. með lotunúmerinu 215-19-43-1-06 vegna gruns um salmonellu. Fyrirtækið er nú sagt vinna að innköllun kjúklingsins úr verslunum og frá neytendum.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
HEIMA
5,98
19
1.491.650
VIS
2,8
19
263.441
SIMINN
0,75
15
428.677
SJOVA
0,51
21
360.465
EIK
0,38
12
157.342

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
MAREL
-4,01
41
1.008.965
LEQ
-2,43
3
69.322
ICEAIR
-2,41
12
36.382
TM
-1,96
11
203.211
KVIKA
-1,94
7
168.078
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.