Körfubolti

LeBron sá son sinn skora sigurkörfuna gegn gamla skólanum sínum | Myndband

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
LeBron James yngri og eldri eftir leik.
LeBron James yngri og eldri eftir leik. vísir/getty

LeBron James yngri, eða Bronny eins og hann er jafnan kallaður, skoraði sigurkörfu Sierra Canyon í 59-56 sigri á St. Vincent-St. Mary í Columbus í Ohio í gær.Faðir Bronnys, LeBron James sjálfur, lék með St. Vincent-St. Mary sem er í fæðingarborg hans, Akron í Ohio.LeBron var í stúkunni í gær og fylgdist með syni sínum og félögum hans vinna gamla skólann sinn. Hann var mjög líflegur á hliðarlínunni og fagnaði af innlifun þegar Bronny skoraði sigurkörfuna.„Ég held að ég hafi verið miklu meira stressaður en sonur minn,“ sagði LeBron í viðtali í hálfleik. Þetta var fyrsti leikurinn sem hann sér með Bronny síðan hann fór í menntaskóla. Strákurinn skoraði 15 stig og var valinn maður leiksins.Bronny fæddist 6. október 2004 og er 15 ára. Hann er elsti sonur LeBrons og Savannah James. Þrátt fyrir ungan aldur hefur Bronny verið undir smásjá stóru háskólanna í Bandaríkjunum um langa hríð.Árið 2016, þegar Bronny var 15 ára, bárust fréttir af því að Kentucky og Duke hefðu boðið honum skólavist.Bronny er 1,88 metrar á hæð og spilar báðar bakvarðastöðurnar. Hann þykir vera góð skytta og hafa gott auga fyrir spili.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.