NPA miðstöðin flytur úr Hátúni í Urðarhvarf Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 18. desember 2019 13:35 Á myndinni má sjá þá Hjört Örn Eysteinsson framkvæmdastjóra NPA miðstöðvarinnar og Örn Tryggva Johnsen verkefna- og rekstrarstjóra hjá ÞG Verki við undirritun samnings. NPA Miðstöðin NPA miðstöðin hefur gert langtímaleigusamning á stóru rými í Urðarhvarfi 8 í Kópavogi. Ráðgert er að miðstöðin verði flutt úr Hátúni í nýja húsnæðið fyrir 1. apríl 2020. Endanlegt rými hefur verið teiknað upp undanfarið með ráðgjöf frá félagsfólki og sérfræðingum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá NPA miðstöðinni. „Vegna aukinna umsvifa hefur NPA miðstöðin á undanförnum mánuðum kannað marvíslega möguleika á nýju hentugu framtíðarhúsnæði fyrir starfsemi miðstöðvarinnar. Megináherslan hefur að sjálfsögðu verið lögð á aðgengismál félagsfólks og að miðstöðin geti boðið uppá góða vinnuaðstöðu fyrir starfsfólk miðstöðvarinnar og stjórn hennar. Þá hefur einnig verið lagt upp með að miðstöðin geti þjónað tilgangi sínum sem vettvangur og vinnuaðstaða félagsfólks til þess að skipuleggja sitt NPA, halda fundi eða leita ráðgjafar eða fræðslu,“ segir í tilkynningunni. Þar kemur fram að á félagsfundi NPA miðstöðvarinnar þann 31. október síðastliðinn hafi miðstöðin kynnt afrakstur viðræðna við fasteignafélagið Reykjastræti. Félagið hefur meðal annars milligöngu um byggingu og útleigu á stórri skrifstofubyggingu í Urðarhvarfi 8. Á félagsfundinum kom fram að stjórn NPA miðstöðvarinnar ásamt framkvæmdastjóra hefðu skoðað bygginguna og fyrir lægi leigutilboð og fyrsta uppkast af teikningu af leigurýminu uppsettu. „Óhætt er að segja að hugur hafi verið í félagsfólki á fundinum og var mikill stuðningur við þá hugmynd að ganga til viðræðna við fasteignafélagið um að færa starfsemi miðstöðvarinnar inn í Urðarhvarf,“ segir í tilkynningunni. Er áætlað að fyrstu leigjendur hússins komi inn í upphafi ársins 2020. Meðal leigjenda er Orkuhúsið, sem samanstendur af sjúkraþjálfun, röntgen þjónustu og bæklunarlæknaþjónustu, en Orkuhúsið var áður við Suðurlandsbraut í Reykjavík. Rúnar Björn, formaður NPA miðstöðvarinnar, segir undirritun leigusamningsins og fyrirhugaða flutninga vera mikið fagnaðarefni. „Við erum mjög ánægð og hlökkum til að koma okkur fyrir í stærra húsnæði sem hentar okkar starfsemi og sniðið verður að þörfum okkar félagsfólks um aðgengi. Það er auk þess skemmtilegt að þessi tímamót muni eiga sér stað um svipað leyti og NPA miðstöðin fagnar tíu ára afmæli sínu en NPA miðstöðin verður tíu ára þann 16. júní næstkomandi.“ Rúnar Björn segir NPA miðstöðina vera löngu búna að sprengja utan af sér núverandi húsnæði enda hafi félagið vaxið hratt og áframhaldandi uppbygging sé fyrirsjáanleg. „Á innan við tíu árum hefur NPA miðstöðin vaxið frá því að rekja starfsemina í gegnum lítið pósthólf, að vera svo rekin í lítilli geymslu og síðan á nokkrum öðrum stöðum uns starfsemin var færð í núverandi húsnæði. Nú sjáum við hins vegar fram á að geta komið okkur fyrir í framtíðarhúsnæði NPA miðstöðvarinnar. Nýtt húsnæði mun gera okkur kleift að efla þjónustu við félagsfólk NPA miðstöðvarinnar enn frekar og styrkja starfsemina. Við erum spennt að hefja nýjan kafla í sögu NPA miðstöðvarinnar.“ NPA miðstöðin er samvinnufélag í eigu fatlaðs fólks.Miðstöðin aðstoðar fatlað fólk og aðstandendur þeirra við það utanumhald og umsýslu sem fylgir því að hafa notendastýrða persónulega aðstoð (NPA). Með umsýslu er ekki aðeins átt við bókhaldsþjónustu heldur svo miklu meira. Hjá NPA miðstöðinni er unnið samkvæmt hugmyndafræðinni um sjálfstætt líf. NPA miðstöðin er í raun og veru þekkingarfyrirtæki þar sem fatlað fólk með NPA safnar og miðlar þekkingu sinni til hvers annars. Félagsmál Kópavogur Reykjavík Mest lesið Láttu rétta fólkið taka eftir þér í vinnunni Atvinnulíf Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Viðskipti innlent Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Viðskipti innlent Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Viðskipti innlent Hver verður Iðnaðarmaður ársins 2025 - kosning Samstarf Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Viðskipti innlent Mannauðsmál lögreglunnar: Ljótu málin taka á Atvinnulíf Fleiri fréttir Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Sjá meira
NPA miðstöðin hefur gert langtímaleigusamning á stóru rými í Urðarhvarfi 8 í Kópavogi. Ráðgert er að miðstöðin verði flutt úr Hátúni í nýja húsnæðið fyrir 1. apríl 2020. Endanlegt rými hefur verið teiknað upp undanfarið með ráðgjöf frá félagsfólki og sérfræðingum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá NPA miðstöðinni. „Vegna aukinna umsvifa hefur NPA miðstöðin á undanförnum mánuðum kannað marvíslega möguleika á nýju hentugu framtíðarhúsnæði fyrir starfsemi miðstöðvarinnar. Megináherslan hefur að sjálfsögðu verið lögð á aðgengismál félagsfólks og að miðstöðin geti boðið uppá góða vinnuaðstöðu fyrir starfsfólk miðstöðvarinnar og stjórn hennar. Þá hefur einnig verið lagt upp með að miðstöðin geti þjónað tilgangi sínum sem vettvangur og vinnuaðstaða félagsfólks til þess að skipuleggja sitt NPA, halda fundi eða leita ráðgjafar eða fræðslu,“ segir í tilkynningunni. Þar kemur fram að á félagsfundi NPA miðstöðvarinnar þann 31. október síðastliðinn hafi miðstöðin kynnt afrakstur viðræðna við fasteignafélagið Reykjastræti. Félagið hefur meðal annars milligöngu um byggingu og útleigu á stórri skrifstofubyggingu í Urðarhvarfi 8. Á félagsfundinum kom fram að stjórn NPA miðstöðvarinnar ásamt framkvæmdastjóra hefðu skoðað bygginguna og fyrir lægi leigutilboð og fyrsta uppkast af teikningu af leigurýminu uppsettu. „Óhætt er að segja að hugur hafi verið í félagsfólki á fundinum og var mikill stuðningur við þá hugmynd að ganga til viðræðna við fasteignafélagið um að færa starfsemi miðstöðvarinnar inn í Urðarhvarf,“ segir í tilkynningunni. Er áætlað að fyrstu leigjendur hússins komi inn í upphafi ársins 2020. Meðal leigjenda er Orkuhúsið, sem samanstendur af sjúkraþjálfun, röntgen þjónustu og bæklunarlæknaþjónustu, en Orkuhúsið var áður við Suðurlandsbraut í Reykjavík. Rúnar Björn, formaður NPA miðstöðvarinnar, segir undirritun leigusamningsins og fyrirhugaða flutninga vera mikið fagnaðarefni. „Við erum mjög ánægð og hlökkum til að koma okkur fyrir í stærra húsnæði sem hentar okkar starfsemi og sniðið verður að þörfum okkar félagsfólks um aðgengi. Það er auk þess skemmtilegt að þessi tímamót muni eiga sér stað um svipað leyti og NPA miðstöðin fagnar tíu ára afmæli sínu en NPA miðstöðin verður tíu ára þann 16. júní næstkomandi.“ Rúnar Björn segir NPA miðstöðina vera löngu búna að sprengja utan af sér núverandi húsnæði enda hafi félagið vaxið hratt og áframhaldandi uppbygging sé fyrirsjáanleg. „Á innan við tíu árum hefur NPA miðstöðin vaxið frá því að rekja starfsemina í gegnum lítið pósthólf, að vera svo rekin í lítilli geymslu og síðan á nokkrum öðrum stöðum uns starfsemin var færð í núverandi húsnæði. Nú sjáum við hins vegar fram á að geta komið okkur fyrir í framtíðarhúsnæði NPA miðstöðvarinnar. Nýtt húsnæði mun gera okkur kleift að efla þjónustu við félagsfólk NPA miðstöðvarinnar enn frekar og styrkja starfsemina. Við erum spennt að hefja nýjan kafla í sögu NPA miðstöðvarinnar.“ NPA miðstöðin er samvinnufélag í eigu fatlaðs fólks.Miðstöðin aðstoðar fatlað fólk og aðstandendur þeirra við það utanumhald og umsýslu sem fylgir því að hafa notendastýrða persónulega aðstoð (NPA). Með umsýslu er ekki aðeins átt við bókhaldsþjónustu heldur svo miklu meira. Hjá NPA miðstöðinni er unnið samkvæmt hugmyndafræðinni um sjálfstætt líf. NPA miðstöðin er í raun og veru þekkingarfyrirtæki þar sem fatlað fólk með NPA safnar og miðlar þekkingu sinni til hvers annars.
Félagsmál Kópavogur Reykjavík Mest lesið Láttu rétta fólkið taka eftir þér í vinnunni Atvinnulíf Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Viðskipti innlent Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Viðskipti innlent Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Viðskipti innlent Hver verður Iðnaðarmaður ársins 2025 - kosning Samstarf Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Viðskipti innlent Mannauðsmál lögreglunnar: Ljótu málin taka á Atvinnulíf Fleiri fréttir Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Sjá meira