Körfubolti

Skallagrímur vann Vesturlandsslaginn

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Skallarnir eru að gera góða hluti í Domino's deild kvenna
Skallarnir eru að gera góða hluti í Domino's deild kvenna Mynd/Fésbókarsíða Skallagríms
Skallagrímur hélt sér í baráttunni í efri hluta Domino's deildar kvenna með sigri á Snæfelli í Vesturlandsslag í Borgarnesi í kvöld.Gestirnir frá Stykkishólmi byrjuðu leikinn betur og komust mest í 11 stiga forskot í fyrsta leikhluta. Skallagrímur náði að jafna metin í öðrum leikhluta og undir lok hans fengu heimakonur hvert vítaskotið á fætur öðru og komu sér í 43-35 forystu inn í hálfleikinn.Seinni hálfleikurinn var nokkuð spennandi til að byrja með en Skallagrímur kom sér upp þægilegu forskoti snemma í fjórða leikhluta sem Snæfell náði ekki að vinna upp, lokatölur urðu 76-65 fyrir Skallagrím.Keira Robinson var frábær fyrir Skallagrím með 35 stig, 11 fráköst og 7 stoðsendingar. Hjá Snæfelli átti Rebekka Rán Karlsdóttir mjög góðan leik og var stigahæst með 20 stig.Skallagrímur jafnaði KR og Keflavík að stigum með sigrinum, þau eru öll með 14 stig í öðru, þriðja og fjórða sæti, sex stigum á eftir Íslandsmeisturum Vals.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.