Körfubolti

Skallagrímur vann Vesturlandsslaginn

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Skallarnir eru að gera góða hluti í Domino's deild kvenna
Skallarnir eru að gera góða hluti í Domino's deild kvenna Mynd/Fésbókarsíða Skallagríms

Skallagrímur hélt sér í baráttunni í efri hluta Domino's deildar kvenna með sigri á Snæfelli í Vesturlandsslag í Borgarnesi í kvöld.

Gestirnir frá Stykkishólmi byrjuðu leikinn betur og komust mest í 11 stiga forskot í fyrsta leikhluta. Skallagrímur náði að jafna metin í öðrum leikhluta og undir lok hans fengu heimakonur hvert vítaskotið á fætur öðru og komu sér í 43-35 forystu inn í hálfleikinn.

Seinni hálfleikurinn var nokkuð spennandi til að byrja með en Skallagrímur kom sér upp þægilegu forskoti snemma í fjórða leikhluta sem Snæfell náði ekki að vinna upp, lokatölur urðu 76-65 fyrir Skallagrím.

Keira Robinson var frábær fyrir Skallagrím með 35 stig, 11 fráköst og 7 stoðsendingar. Hjá Snæfelli átti Rebekka Rán Karlsdóttir mjög góðan leik og var stigahæst með 20 stig.

Skallagrímur jafnaði KR og Keflavík að stigum með sigrinum, þau eru öll með 14 stig í öðru, þriðja og fjórða sæti, sex stigum á eftir Íslandsmeisturum Vals.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.