Handbolti

Sigvaldi með markahæstu mönnum í fyrsta sigri Elverum

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Sigvaldi í landsleik.
Sigvaldi í landsleik. vísir/bára
Elverum náði í fyrsta sigur sinn í Meistaradeild Evrópu í kvöld þegar lokaumferð riðlakeppninnar fór fram.

Sigvaldi Björn Guðjónsson skoraði sex mörk fyrir Elverum og var markahæstur ásamt þremur öðrum leikmönnum í 37-26 sigri á Celje Pivovarna Lasko.

Elverum hafði verið 21-13 yfir í hálfleik og var ekki mikill vafi um það hvernig þessi leikur færi.

Úrslitin breyttu þó ekki máli varðandi stöðu Elverum, en liðið fer ekki áfram upp úr riðlinum.

Í sama riðli mættust Álaborg og Flensburg.

Álaborg hafði betur 32-29 eftir að hafa verið 18-15 yfir í hálfleik.

Janus Daði Smárason var frábær fyrir Álaborg og skoraði sjö mörk, líkt og Sebastian Barthold og Henrik Möllgård Jensen.

Álaborg endar í fjórða sæti riðilsins með 10 stig, þremur stigum fyrir ofan Flensburg. Bæði lið fara áfram í 16-liða úrslitin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×