Handbolti

Sigvaldi með markahæstu mönnum í fyrsta sigri Elverum

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Sigvaldi í landsleik.
Sigvaldi í landsleik. vísir/bára
Elverum náði í fyrsta sigur sinn í Meistaradeild Evrópu í kvöld þegar lokaumferð riðlakeppninnar fór fram.Sigvaldi Björn Guðjónsson skoraði sex mörk fyrir Elverum og var markahæstur ásamt þremur öðrum leikmönnum í 37-26 sigri á Celje Pivovarna Lasko.Elverum hafði verið 21-13 yfir í hálfleik og var ekki mikill vafi um það hvernig þessi leikur færi.Úrslitin breyttu þó ekki máli varðandi stöðu Elverum, en liðið fer ekki áfram upp úr riðlinum.Í sama riðli mættust Álaborg og Flensburg.Álaborg hafði betur 32-29 eftir að hafa verið 18-15 yfir í hálfleik.Janus Daði Smárason var frábær fyrir Álaborg og skoraði sjö mörk, líkt og Sebastian Barthold og Henrik Möllgård Jensen.Álaborg endar í fjórða sæti riðilsins með 10 stig, þremur stigum fyrir ofan Flensburg. Bæði lið fara áfram í 16-liða úrslitin.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.