Körfubolti

Leitin að sigrinum heldur áfram hjá Grindavík

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Grindvíkingar hafa ekki unnið eftir 10 leiki í Domino's deild kvenna
Grindvíkingar hafa ekki unnið eftir 10 leiki í Domino's deild kvenna vísir/ernir
Grindavík er enn án sigurs í Domino's deild kvenna eftir tap fyrir Haukum á Ásvöllum í kvöld.Leikurinn var jafn í upphafi en Grindvíkingar náðu að halda heimakonum í aðeins átta stigum í öðrum leikhluta og var staðan 35-23 þegar liðin fóru til búningsherbergja í hálfleik.Haukar hafa fengið eldræðu í hálfleik og náðu heimakonur að vinna upp forskot Grindavíkur í þriðja leikhluta, staðaan var jöfn að honum loknum.Grindvíkingum gekk illa að skora í síðasta fjórðungnum og fór svo að Haukar unnu örugglega, 70-60.Randi Brown var stigahæst Haukakvenna með 27 stig, Þóra Kristín Jónsdóttir kom næst með 14 stig. Hjá Grindavík var Jordan Reynolds stigahæst með 21 stig.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.