Körfubolti

Leitin að sigrinum heldur áfram hjá Grindavík

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Grindvíkingar hafa ekki unnið eftir 10 leiki í Domino's deild kvenna
Grindvíkingar hafa ekki unnið eftir 10 leiki í Domino's deild kvenna vísir/ernir

Grindavík er enn án sigurs í Domino's deild kvenna eftir tap fyrir Haukum á Ásvöllum í kvöld.

Leikurinn var jafn í upphafi en Grindvíkingar náðu að halda heimakonum í aðeins átta stigum í öðrum leikhluta og var staðan 35-23 þegar liðin fóru til búningsherbergja í hálfleik.

Haukar hafa fengið eldræðu í hálfleik og náðu heimakonur að vinna upp forskot Grindavíkur í þriðja leikhluta, staðaan var jöfn að honum loknum.

Grindvíkingum gekk illa að skora í síðasta fjórðungnum og fór svo að Haukar unnu örugglega, 70-60.

Randi Brown var stigahæst Haukakvenna með 27 stig, Þóra Kristín Jónsdóttir kom næst með 14 stig. Hjá Grindavík var Jordan Reynolds stigahæst með 21 stig.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.