Viðskipti innlent

Stjarna fengin til að sjá um fjármál Stjörnunnar

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Baldvin Sturluson, fjármálastjóri Stjörnunnar.
Baldvin Sturluson, fjármálastjóri Stjörnunnar.
Baldvin Sturluson hefur verið ráðinn fjármálastjóri Ungmennafélagsins Stjörnunnar í Garðabæ. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu.Baldvin er með B.Sc. gráðu í viðskiptafræði með áherslu á markaðsfræði og meistaragráðu í reikningsskilum og endurskoðun frá Háskólanum í Reykjavík. Baldvin hefur síðastliðin fjögur ár starfað sem starfsmaður á endurskoðunarsviði KPMG.Baldvin er uppalinn Stjörnumaður og var leikmaður Stjörnunnar í meistaraflokki karla í knattspyrnu til ársins 2014 auk þess sem hann hefur komið að þjálfun fyrir félagið.Alls sóttu sextíu manns um starfið. Ráðningarferlið annaðist sérstök valnefnd sem fór yfir umsóknir, tók viðtöl og lagði mat á hæfi umsækjenda.Í valnefndinni sátu framkvæmdastjóri félagsins, fulltrúi úr aðalstjórn félagsins og utanaðkomandi ráðgjafi.„Með hliðsjón af reynslu Baldvins og þekkingu hans á fjármálum, rekstri, gerð og greiningu fjárhagsáætlana, auk þeirrar þekkingar sem hann hefur á starfsemi og rekstri íþróttafélaga var Baldvin ráðinn í starf fjármálastjóra UMF Stjörnunnar,“ segir í tilkynningunni frá Stjörnunni sem reiknar með miklu framlagi Baldvins til félagsins.

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Engar hækkanir skráðar í dag

Mesta lækkun dagsins


Engar lækkanir skráðar í dag
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.