Körfubolti

Stríðs­mennirnir niður­lægðir og sá gríski heldur á­fram að fara á kostum | Mynd­bönd

Anton Ingi Leifsson skrifar
Úr leik Golden State og Atlanta í nótt.
Úr leik Golden State og Atlanta í nótt. vísir/getty

Hörmulegt gengi Golden State Warriors í NBA-körfuboltanum heldur áfram en í nótt töpuðu þeir 104-79 fyrir Atlanta á útivelli.    

Stríðsmennirnir voru þó án margra af sinna lykilmanna í nótt en Draymond Green og Stephen Curry voru á meðal þeirra sem spiluðu ekki í leiknum í nótt.

Eric Paschall var stigahæstur með 24 stig hjá Golden State en Trae Young gerði 24 stig fyrir Atlanta.

Milawukee heldur áfram að vinna körfuboltaleiki en í nótt unnu þeir stórsigur á New York, 132-88. Giannis Antetokounmpo fór enn eina ferðina á kostum en hann gerði 29 stig og tók 15 fráköst í tólfta sigri Milwaukee í röð.

Úrslit næturinnar:
Utah - Philadelphia 94-103
Phoenix - Charlotte 109-104
Golden State - Atlanta 104-79
New York - Milwaukee 88-132
Indiana - Memphis 117-104
Chicago - Sacramento 113-106

NBA


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.