Viðskipti erlent

Stofnendur Google stíga til hliðar

Samúel Karl Ólason skrifar
Þessi mynd af Sergey Brin og Larry Page var tekin árið 2008.
Þessi mynd af Sergey Brin og Larry Page var tekin árið 2008. AP/Paul Sakuma

Þeir Larry Page og Sergey Brin, sem stofnuðu fyrirtækið Google fyrir 21 ári síðan, ætla að stíga til hliðar og hætta að stýra Alphabet, móðurfyrirtæki Google. Sundar Pichai, forstjóri Google mun taka við stjórn Alphabet, samhliða stöfum sínum hjá Google. Page og Brin munu sitja áfram í stjórn Alphabet.

Margt hefur breyst frá því þeir Page og Brin stofnuðu fyrirtækið í bílskúr í Kaliforníu árið 1998. Fjögur ár eru síðan Google var skipt upp í fleiri fyrirtæki undir Alphabet. Það er eitt stærsta fyrirtæki heims. Í sumar var það metið á 309 milljarða dala. Apple var metið á 309,5 milljarða en Amazon var verðmætasta fyrirtæki heims, metið á 315,5 milljarða. Microsoft var í fjórða sæti, metið á 251, 2 milljarða.

Í yfirlýsingu frá Page og Brin segir að félagið hafi þróast gífurlega frá því þeir stofnuðu það. Margvíslegar þjónustur hafi bæst við leitarvélina þeirra. Nú séu þau rekin á skilvirkan máta og þeir hafi aldrei verið þeirrar skoðunar að halda í stjórnendastöður þegar þeir sjá betri möguleika. Það sé ekki lengur þörf á tveimur forstjórum auk framkvæmdastjóra hjá Alphabet.

Pichai sendi tölvupóst á starfsmenn Google í dag þar sem hann rifjar upp að hann hafi starfað hjá Google í fimmtán ár. Á þeim tíma hafi hann séð stöðuga þróun. Hann ítrekar að hann muni áfram eiga í miklum samskiptum við Page og Brin. Þá segir hann að breytingarnar muni hafa lítil áhrif á störf Alphabet og dótturfélög þess.
 Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
SYN
8,11
9
94.152
KVIKA
6,76
25
308.808
ARION
4,55
29
389.714
SJOVA
4,18
10
52.541
ORIGO
3,69
4
37.712

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
HAGA
-2,18
3
4.337
REGINN
-2,17
10
174.896
ICEAIR
-2,16
55
23.375
SKEL
-1,49
2
30.781
MAREL
-0,73
42
403.086
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.