Handbolti

Enn einn sigurinn hjá Aroni og félögum | Ágúst Elí varði tíu skot

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Aron hafði hægt um sig gegn Benidorm.
Aron hafði hægt um sig gegn Benidorm. vísir/getty
Barcelona náði sex stiga forskoti á toppi spænsku úrvalsdeildarinnar í handbolta með sigri á Benidorm, 42-25, í kvöld.Börsungar hafa unnið alla 14 deildarleiki sína á tímabilinu, flesta með miklum mun.Aron Pálmarsson var ekki á meðal markaskorara hjá Barcelona í kvöld. Víctor Tomás var markahæstur Börsunga með sjö mörk.Ágúst Elí varði tíu skot (26%) í marki Sävehof sem gerði jafntefli við Eskilstuna Guif, 31-31, í sænsku úrvalsdeildinni.Sävehof, sem varð sænskur meistari á síðasta tímabili, er í 7. sæti deildarinnar. Liðið hefur ekki unnið í fimm deildarleikjum í röð.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.