Handbolti

Enn einn sigurinn hjá Aroni og félögum | Ágúst Elí varði tíu skot

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Aron hafði hægt um sig gegn Benidorm.
Aron hafði hægt um sig gegn Benidorm. vísir/getty

Barcelona náði sex stiga forskoti á toppi spænsku úrvalsdeildarinnar í handbolta með sigri á Benidorm, 42-25, í kvöld.

Börsungar hafa unnið alla 14 deildarleiki sína á tímabilinu, flesta með miklum mun.

Aron Pálmarsson var ekki á meðal markaskorara hjá Barcelona í kvöld. Víctor Tomás var markahæstur Börsunga með sjö mörk.

Ágúst Elí varði tíu skot (26%) í marki Sävehof sem gerði jafntefli við Eskilstuna Guif, 31-31, í sænsku úrvalsdeildinni.

Sävehof, sem varð sænskur meistari á síðasta tímabili, er í 7. sæti deildarinnar. Liðið hefur ekki unnið í fimm deildarleikjum í röð.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.