Körfubolti

LeBron og Davis með 70 stig gegn Port­land | Mynd­bönd

Anton Ingi Leifsson skrifar
Davis og LeBron fagna í nótt.
Davis og LeBron fagna í nótt. vísir/getty
LeBron James og Anthony Davis voru í stuði er LA Lakers komst vann sinn þriðja leik í röð og 20. leik í vetur er liðið vann 136-113 sigur á Portland á útivelli.Lakers var fimmtán stigum yfir í hálfleik og var sigurinn aldrei í hættu en strákarnir frá borg englanna unnu alla fjóra leikhlutana í leiknum. Leikinn svo að lokum með 23 stigum.Anthony Davis var stigahæstur í liði Lakers með 39 stig en að auki tók hann níu fráköst. Anthony Davis gerði 31 stig, tók sjö fráköst og gaf átta stoðsendingar.Damian Lillard var stigahæstur í liði Portland með 29 stig. Þar að auki tók hann sjö fráköst og gaf átta stoðsendingar en Portland hefur einungis unnið níu af fyrstu 23 leikjunum.Öll úrslit næturinnar:

Orlando - Cleveland 93-87

Indiana - Detroit 101-108

Brooklyn - Charlotte 111-104

Denver - Boston 95-108

Golden State - Chicago 100-98

Washington - Miami 103-112

Minnesota - Oklahomaa 127-139

LA Clippers - Milwaukee 91-119

Sacramento - San Antonio 104-105

LA Lakers - Portland 136-113

Tengd skjöl

NBAFleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.